Metum kennara að verðleikum Skúli Helgason skrifar 28. mars 2014 07:00 Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur og útlitið er tvísýnt með framhaldið. Háskólakennarar hafa samþykkt verkfallsboðun ef ekki nást samningar á næstunni og samningar grunnskólakennara eru nú á borði ríkissáttasemjara. Það er ljóst að þörf er á viðhorfsbreytingu meðal stjórnvalda og í samfélaginu varðandi mikilvægi kennarastarfsins. Á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hef ég undanfarið tekið þátt í að móta sameiginlegar áherslur í skólamálum. Þar höfum við m.a. kynnt okkur hvað einkenni skólastarf í þeim löndum sem mestum árangri eða framförum hafa náð á undanförnum árum.Endurmenntun kennara Niðurstöðurnar eru skýrar: gæði skólastarfs eru að verulegu leyti háð gæðum kennslunnar og þar skiptir sköpum að kennarastarfið sé metið að verðleikum. Þar munar mestu að laun kennara séu góð og sambærileg við kjör stétta með sambærilega menntun; að laða hæft fólk í störf kennara; að vel sé staðið að sí- og endurmenntun kennara og skólastjórnendur hafi svigrúm í sínu starfi til að veita kennurum faglega forystu og stuðning. Tillögur okkar taka mið af öllum þessum þáttum. Það þarf að skapa samstöðu um tiltekin grundvallaratriði á komandi misserum: að bæta kjör kennara og gera starfið eftirsóknarvert í hugum ungs fólks sem hyggur á framhaldsnám; að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi kennarastarfsins fyrir framtíð ungs fólks og hagsæld samfélagsins; að efla starfendarannsóknir á kennsluháttum í skólum; að skapa kennurum svigrúm til að einbeita sér að kennslu í hinu daglega starfi en auka stuðning sérhæfðra aðila við hlið kennarans í skólastofunni, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og skólasálfræðinga svo hægt sé að bæta þjónustu við nemendur, ekki síst þá sem glíma við náms- eða hegðunarörðugleika eða vanlíðan af félagslegum eða andlegum toga.Vinna saman sem ein heild En til þess að við náum árangri í skólamálum þá verða stjórnvöld og samtök kennara, skólastjórnenda og foreldra að finna leiðir til að vinna saman sem ein heild í þágu barna og ungmenna. Það verða engar raunverulegar umbætur nema tekið sé mark á sjónarmiðum fagfólksins sem ber hita og þunga af skólastarfinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Sjá meira
Framhaldsskólakennarar hafa nú verið í verkfalli í tvær vikur og útlitið er tvísýnt með framhaldið. Háskólakennarar hafa samþykkt verkfallsboðun ef ekki nást samningar á næstunni og samningar grunnskólakennara eru nú á borði ríkissáttasemjara. Það er ljóst að þörf er á viðhorfsbreytingu meðal stjórnvalda og í samfélaginu varðandi mikilvægi kennarastarfsins. Á vettvangi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hef ég undanfarið tekið þátt í að móta sameiginlegar áherslur í skólamálum. Þar höfum við m.a. kynnt okkur hvað einkenni skólastarf í þeim löndum sem mestum árangri eða framförum hafa náð á undanförnum árum.Endurmenntun kennara Niðurstöðurnar eru skýrar: gæði skólastarfs eru að verulegu leyti háð gæðum kennslunnar og þar skiptir sköpum að kennarastarfið sé metið að verðleikum. Þar munar mestu að laun kennara séu góð og sambærileg við kjör stétta með sambærilega menntun; að laða hæft fólk í störf kennara; að vel sé staðið að sí- og endurmenntun kennara og skólastjórnendur hafi svigrúm í sínu starfi til að veita kennurum faglega forystu og stuðning. Tillögur okkar taka mið af öllum þessum þáttum. Það þarf að skapa samstöðu um tiltekin grundvallaratriði á komandi misserum: að bæta kjör kennara og gera starfið eftirsóknarvert í hugum ungs fólks sem hyggur á framhaldsnám; að auka skilning í samfélaginu á mikilvægi kennarastarfsins fyrir framtíð ungs fólks og hagsæld samfélagsins; að efla starfendarannsóknir á kennsluháttum í skólum; að skapa kennurum svigrúm til að einbeita sér að kennslu í hinu daglega starfi en auka stuðning sérhæfðra aðila við hlið kennarans í skólastofunni, s.s. sérkennara, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa og skólasálfræðinga svo hægt sé að bæta þjónustu við nemendur, ekki síst þá sem glíma við náms- eða hegðunarörðugleika eða vanlíðan af félagslegum eða andlegum toga.Vinna saman sem ein heild En til þess að við náum árangri í skólamálum þá verða stjórnvöld og samtök kennara, skólastjórnenda og foreldra að finna leiðir til að vinna saman sem ein heild í þágu barna og ungmenna. Það verða engar raunverulegar umbætur nema tekið sé mark á sjónarmiðum fagfólksins sem ber hita og þunga af skólastarfinu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun