Förum krýsuvíkurleiðina sem við þekkjum vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2014 09:00 Fanndís Friðriksdóttir hrasar og dettur í Nyon í gær. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson „Ég er alveg ofboðslega svekktur með að tapa 3-0,“ sagði FreyrAlexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Sviss í undankeppni HM 2015 í gærkvöldi en frábært lið Sviss fór illa með okkar stelpur og beitti sínum baneitraða sóknarleik til þess að skora þrjú mörk. Sviss komst yfir í fyrri hálfleik með marki VanessuBernauer sem skoraði eftir klafs í teignum. Ísland þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik og var afgreitt með tveimur vel útfærðum skyndisóknum heimakvenna en mörkin skoruðu VanessaBürki og LaraDickenmann. „Ég verð bara að vera hreinskilinn. Við töpuðum fyrir betra liði. Mér finnst sóknarlína þeirra það góð að við getum ekki staðist þeim snúning. Þær eru líka varnarlega mjög skipulagðar. Við vorum samt inni í þessu framan af og lögðum okkur fram. Það var andi í því sem við gerðum og ég er ánægður með framlag stelpnanna,“ sagði Freyr.Sif Atladóttir spilaði á miðjunni.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonMarkið dauðadómur Íslenska liðið var vel undirbúið og taldi sig hafa fundið veikleika á svissneska liðinu. Því miður náðu stelpurnar okkar ekki að nýta þá þótt Freyr segi að leikáætlunin hafi gengið ágætlega upp. Ísland mætti einfaldlega ofjarli sínum í gær. „Skyndisóknirnar þeirra fóru með okkur. Við lendum undir á 33. mínútu þegar við fáum á okkur klaufalegt mark. Í seinni hálfleik höfum við engu að tapa því við urðum að fá þrjú stig. Við færðum þá leikmenn framar á völlinn en staðsetningin á okkar leikmönnum þegar þær sækja hratt var þannig að við réðum ekki við það. Það var dauðadómur að fá á sig þetta mark og þurfa að fara að elta. Þá verður þetta svo rosalega erfitt.“Ólína G. Viðarsdóttir lætur finna fyrir sér.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonKrýsuvíkurleiðin Sviss er sem fyrr í efsta sæti 3. riðils með 19 stig eftir sjö leiki en Ísland er með níu stig eftir fimm leiki. Draumurinn um efsta sætið er úti og nú verður Ísland að stefna á annað sætið í riðlinum. Keppt er í sjö riðlum og fara sjö efstu liðin beint á HM en þau fjögur sem enda með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið. Ísland á eftir þrjá álitlega heimaleiki gegn Ísrael, Möltu og Serbíu auk tveggja leikja við Dani, heima og að heima. „Okkar nálgun núna er að stefna á annað sætið. Það verður hörð keppni, við Dani líklega, og kannski Ísrael sem er þarna líka. Við verðum bara að vinna eins marga leiki og við getum og kíkja svo á töfluna í haust og sjá hvort stigafjöldinn dugi okkur. Ég hef fulla trú á því við sækjum þau stig sem við þurfum og við komumst í umspilið. Stelpurnar eru líka vanar því að fara í umspil. Við þekkjum þessa leið – Krýsuvíkurleiðina,“ sagði Freyr að lokum en næst er leikur við Dani í um miðjan júní. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, viðurkennir að Ísland tapaði einfaldlega fyrir betra liði í Sviss í kvöld. 8. maí 2014 20:42 Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld. 8. maí 2014 20:35 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
„Ég er alveg ofboðslega svekktur með að tapa 3-0,“ sagði FreyrAlexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Sviss í undankeppni HM 2015 í gærkvöldi en frábært lið Sviss fór illa með okkar stelpur og beitti sínum baneitraða sóknarleik til þess að skora þrjú mörk. Sviss komst yfir í fyrri hálfleik með marki VanessuBernauer sem skoraði eftir klafs í teignum. Ísland þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik og var afgreitt með tveimur vel útfærðum skyndisóknum heimakvenna en mörkin skoruðu VanessaBürki og LaraDickenmann. „Ég verð bara að vera hreinskilinn. Við töpuðum fyrir betra liði. Mér finnst sóknarlína þeirra það góð að við getum ekki staðist þeim snúning. Þær eru líka varnarlega mjög skipulagðar. Við vorum samt inni í þessu framan af og lögðum okkur fram. Það var andi í því sem við gerðum og ég er ánægður með framlag stelpnanna,“ sagði Freyr.Sif Atladóttir spilaði á miðjunni.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonMarkið dauðadómur Íslenska liðið var vel undirbúið og taldi sig hafa fundið veikleika á svissneska liðinu. Því miður náðu stelpurnar okkar ekki að nýta þá þótt Freyr segi að leikáætlunin hafi gengið ágætlega upp. Ísland mætti einfaldlega ofjarli sínum í gær. „Skyndisóknirnar þeirra fóru með okkur. Við lendum undir á 33. mínútu þegar við fáum á okkur klaufalegt mark. Í seinni hálfleik höfum við engu að tapa því við urðum að fá þrjú stig. Við færðum þá leikmenn framar á völlinn en staðsetningin á okkar leikmönnum þegar þær sækja hratt var þannig að við réðum ekki við það. Það var dauðadómur að fá á sig þetta mark og þurfa að fara að elta. Þá verður þetta svo rosalega erfitt.“Ólína G. Viðarsdóttir lætur finna fyrir sér.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonKrýsuvíkurleiðin Sviss er sem fyrr í efsta sæti 3. riðils með 19 stig eftir sjö leiki en Ísland er með níu stig eftir fimm leiki. Draumurinn um efsta sætið er úti og nú verður Ísland að stefna á annað sætið í riðlinum. Keppt er í sjö riðlum og fara sjö efstu liðin beint á HM en þau fjögur sem enda með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið. Ísland á eftir þrjá álitlega heimaleiki gegn Ísrael, Möltu og Serbíu auk tveggja leikja við Dani, heima og að heima. „Okkar nálgun núna er að stefna á annað sætið. Það verður hörð keppni, við Dani líklega, og kannski Ísrael sem er þarna líka. Við verðum bara að vinna eins marga leiki og við getum og kíkja svo á töfluna í haust og sjá hvort stigafjöldinn dugi okkur. Ég hef fulla trú á því við sækjum þau stig sem við þurfum og við komumst í umspilið. Stelpurnar eru líka vanar því að fara í umspil. Við þekkjum þessa leið – Krýsuvíkurleiðina,“ sagði Freyr að lokum en næst er leikur við Dani í um miðjan júní.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, viðurkennir að Ísland tapaði einfaldlega fyrir betra liði í Sviss í kvöld. 8. maí 2014 20:42 Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld. 8. maí 2014 20:35 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Handbolti Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Handbolti Fleiri fréttir Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Sjá meira
Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, viðurkennir að Ísland tapaði einfaldlega fyrir betra liði í Sviss í kvöld. 8. maí 2014 20:42
Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld. 8. maí 2014 20:35