Förum krýsuvíkurleiðina sem við þekkjum vel Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. maí 2014 09:00 Fanndís Friðriksdóttir hrasar og dettur í Nyon í gær. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson „Ég er alveg ofboðslega svekktur með að tapa 3-0,“ sagði FreyrAlexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Sviss í undankeppni HM 2015 í gærkvöldi en frábært lið Sviss fór illa með okkar stelpur og beitti sínum baneitraða sóknarleik til þess að skora þrjú mörk. Sviss komst yfir í fyrri hálfleik með marki VanessuBernauer sem skoraði eftir klafs í teignum. Ísland þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik og var afgreitt með tveimur vel útfærðum skyndisóknum heimakvenna en mörkin skoruðu VanessaBürki og LaraDickenmann. „Ég verð bara að vera hreinskilinn. Við töpuðum fyrir betra liði. Mér finnst sóknarlína þeirra það góð að við getum ekki staðist þeim snúning. Þær eru líka varnarlega mjög skipulagðar. Við vorum samt inni í þessu framan af og lögðum okkur fram. Það var andi í því sem við gerðum og ég er ánægður með framlag stelpnanna,“ sagði Freyr.Sif Atladóttir spilaði á miðjunni.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonMarkið dauðadómur Íslenska liðið var vel undirbúið og taldi sig hafa fundið veikleika á svissneska liðinu. Því miður náðu stelpurnar okkar ekki að nýta þá þótt Freyr segi að leikáætlunin hafi gengið ágætlega upp. Ísland mætti einfaldlega ofjarli sínum í gær. „Skyndisóknirnar þeirra fóru með okkur. Við lendum undir á 33. mínútu þegar við fáum á okkur klaufalegt mark. Í seinni hálfleik höfum við engu að tapa því við urðum að fá þrjú stig. Við færðum þá leikmenn framar á völlinn en staðsetningin á okkar leikmönnum þegar þær sækja hratt var þannig að við réðum ekki við það. Það var dauðadómur að fá á sig þetta mark og þurfa að fara að elta. Þá verður þetta svo rosalega erfitt.“Ólína G. Viðarsdóttir lætur finna fyrir sér.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonKrýsuvíkurleiðin Sviss er sem fyrr í efsta sæti 3. riðils með 19 stig eftir sjö leiki en Ísland er með níu stig eftir fimm leiki. Draumurinn um efsta sætið er úti og nú verður Ísland að stefna á annað sætið í riðlinum. Keppt er í sjö riðlum og fara sjö efstu liðin beint á HM en þau fjögur sem enda með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið. Ísland á eftir þrjá álitlega heimaleiki gegn Ísrael, Möltu og Serbíu auk tveggja leikja við Dani, heima og að heima. „Okkar nálgun núna er að stefna á annað sætið. Það verður hörð keppni, við Dani líklega, og kannski Ísrael sem er þarna líka. Við verðum bara að vinna eins marga leiki og við getum og kíkja svo á töfluna í haust og sjá hvort stigafjöldinn dugi okkur. Ég hef fulla trú á því við sækjum þau stig sem við þurfum og við komumst í umspilið. Stelpurnar eru líka vanar því að fara í umspil. Við þekkjum þessa leið – Krýsuvíkurleiðina,“ sagði Freyr að lokum en næst er leikur við Dani í um miðjan júní. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, viðurkennir að Ísland tapaði einfaldlega fyrir betra liði í Sviss í kvöld. 8. maí 2014 20:42 Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld. 8. maí 2014 20:35 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
„Ég er alveg ofboðslega svekktur með að tapa 3-0,“ sagði FreyrAlexandersson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, við Fréttablaðið eftir tapið fyrir Sviss í undankeppni HM 2015 í gærkvöldi en frábært lið Sviss fór illa með okkar stelpur og beitti sínum baneitraða sóknarleik til þess að skora þrjú mörk. Sviss komst yfir í fyrri hálfleik með marki VanessuBernauer sem skoraði eftir klafs í teignum. Ísland þurfti að færa sig framar í seinni hálfleik og var afgreitt með tveimur vel útfærðum skyndisóknum heimakvenna en mörkin skoruðu VanessaBürki og LaraDickenmann. „Ég verð bara að vera hreinskilinn. Við töpuðum fyrir betra liði. Mér finnst sóknarlína þeirra það góð að við getum ekki staðist þeim snúning. Þær eru líka varnarlega mjög skipulagðar. Við vorum samt inni í þessu framan af og lögðum okkur fram. Það var andi í því sem við gerðum og ég er ánægður með framlag stelpnanna,“ sagði Freyr.Sif Atladóttir spilaði á miðjunni.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonMarkið dauðadómur Íslenska liðið var vel undirbúið og taldi sig hafa fundið veikleika á svissneska liðinu. Því miður náðu stelpurnar okkar ekki að nýta þá þótt Freyr segi að leikáætlunin hafi gengið ágætlega upp. Ísland mætti einfaldlega ofjarli sínum í gær. „Skyndisóknirnar þeirra fóru með okkur. Við lendum undir á 33. mínútu þegar við fáum á okkur klaufalegt mark. Í seinni hálfleik höfum við engu að tapa því við urðum að fá þrjú stig. Við færðum þá leikmenn framar á völlinn en staðsetningin á okkar leikmönnum þegar þær sækja hratt var þannig að við réðum ekki við það. Það var dauðadómur að fá á sig þetta mark og þurfa að fara að elta. Þá verður þetta svo rosalega erfitt.“Ólína G. Viðarsdóttir lætur finna fyrir sér.Mynd/KSÍ/Hilmar Þór GuðmundssonKrýsuvíkurleiðin Sviss er sem fyrr í efsta sæti 3. riðils með 19 stig eftir sjö leiki en Ísland er með níu stig eftir fimm leiki. Draumurinn um efsta sætið er úti og nú verður Ísland að stefna á annað sætið í riðlinum. Keppt er í sjö riðlum og fara sjö efstu liðin beint á HM en þau fjögur sem enda með bestan árangur í öðru sæti fara í umspil um síðasta lausa sætið. Ísland á eftir þrjá álitlega heimaleiki gegn Ísrael, Möltu og Serbíu auk tveggja leikja við Dani, heima og að heima. „Okkar nálgun núna er að stefna á annað sætið. Það verður hörð keppni, við Dani líklega, og kannski Ísrael sem er þarna líka. Við verðum bara að vinna eins marga leiki og við getum og kíkja svo á töfluna í haust og sjá hvort stigafjöldinn dugi okkur. Ég hef fulla trú á því við sækjum þau stig sem við þurfum og við komumst í umspilið. Stelpurnar eru líka vanar því að fara í umspil. Við þekkjum þessa leið – Krýsuvíkurleiðina,“ sagði Freyr að lokum en næst er leikur við Dani í um miðjan júní.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, viðurkennir að Ísland tapaði einfaldlega fyrir betra liði í Sviss í kvöld. 8. maí 2014 20:42 Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld. 8. maí 2014 20:35 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Þóra: Hraðinn á fjórum fremstu hjá þeim er í heimsklassa Þóra B. Helgadóttir, landsliðsmarkvörður, viðurkennir að Ísland tapaði einfaldlega fyrir betra liði í Sviss í kvöld. 8. maí 2014 20:42
Sara Björk: Þurfum að fara erfiðu leiðina Fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta var svekkt með 3-0 tapið gegn Sviss í undankeppni HM 2015 í fótbolta í kvöld. 8. maí 2014 20:35