Færslur undir merkinu #12stig á Twitter slógu met þegar aðalkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fór fram á laugardag.
Fram kemur á vef Vodafone að birt hafi verið 16.036 slík „tíst“, en 3.364 hafi tekið þátt í umræðunni.
„Miðað við tölfræði síðasta árs, sem var metár í Eurovision-umræðunni, fjölgaði tístum um 35 prósent milli ára og þátttakendum um heil 83 prósent,“ segir þar.
Þá gátu 571.817 notendur séð tíst merkt #12stig, sem er 68 prósenta aukning milli ára.
„Vinsælasta tístið var hvatning til Pollapönks frá Hugleiki Dagssyni, þar sem hann birti mynd af bandinu í fullum herklæðum.“
Í umfjöllun Vodafone er einnig að finna lista yfir þá sem „tístu“ oftast og fengu mest endurvarp (e. retweet).
