Sport

720 milljónir, átta ár en húsið er klárt

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Fjöldi fólks mætti þegar nýja frjálsíþróttahúsið í Kaplakrika var vígt.
Fjöldi fólks mætti þegar nýja frjálsíþróttahúsið í Kaplakrika var vígt. Mynd/Eva Björk
„Þetta er mikil lyftistöng fyrir frjálsíþróttadeild FH og ekki bara fyrir hana heldur allt frjálsíþróttafólk á landinu,“ sagði Gunnar Svavarsson, formaður byggingarnefndarinnar í Kaplakrika, þegar nýtt Frjálsíþróttahús var vígt í gær í Kaplakrika.

Um fimm hundruð manns mættu til vígslunnar og fóru allir gestirnir svokallaðan vígsluhring sem er 200 metra langur. Gunnar segir húsið henta fleiri greinum en frjálsum.

„Húsið mun einnig þjónusta almenningsíþróttastarf eldri borgara svo dæmi séu nefnd.“ Átta ár eru síðan verkefnið hófst og nam kostnaður um 720 milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×