Ég elska Hafnarfjörð Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 „Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Linda Hrönn Þórisdóttir Hafnarfjörður Mest lesið Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Kennarar verða að slá af launkröfum svo hægt sé að semja við þá! Ragnheiður Stephensen Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun 97 ár í sjálfboðaliðastarfi Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Borgið til baka! Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dropinn holar steinhjörtun. Um sterkar konur og mannabrag Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Spörum með betri opinberum innkaupum Guðmundur R. Sigtryggsson skrifar Skoðun Hvers vegna Evrópusinni? Einar Helgason skrifar Skoðun Það gera allir mistök Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir sem skaða náttúruna Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Ég elska þennan bæ,“ hugsa ég með mér á hverjum degi þegar ég keyri á milli Norðurbæjarins þar sem ég bý og Hvaleyrarholtsins þar sem ég vinn. Ég keyri meðfram Fjarðargötunni, virði fyrir mér mannlífið og lít yfir sjóinn til að kanna hvernig hann er stemmdur hverju sinni. Já, ég elska þennan fallega bæ sem á sér merka sögu. Ég hugsa oft til ömmu minnar heitinnar sem ólst upp á Brúsastöðum í stórum systkinahópi og stiklaði yfir hraunið í myrkrinu á hverjum degi til að komast í barnaskólann. Faðir hennar var einn af þessum Göflurum sem biðu á hverjum morgni við húsagafl og vonuðust til að fá vinnu þann daginn til að draga björg í bú. Amma mín fylgdist með Hafnarfirði breytast úr þorpi í bæ og hafði sterkar skoðanir á þeim byggingum sem risu. Ég hugsa einnig til afa míns sem stýrði skipum og sigldi um heimsins höf. Hann átti fiskverkun lengi vel í bænum og skapaði dýrmæt störf fyrir bæjarbúa. Margt hefur breyst og bærinn hefur stækkað mikið þó minningarnar séu á sínum stað. Ég lék mér til dæmis í hrauninu í Norðurbænum sem barn, var unglingur í Hvömmunum og stofnaði fjölskyldu í Setberginu. Grunnskólahátíðin var þriggja skóla hátíð og voru flestir með á hreinu hverjir komu úr hvaða skóla. Frístundabíllinn og Heldriborgarabíllinn Það hefur verið dásamlegt að fylgjast með Hafnarfirði stækka og sjá ný hverfi rísa. Svo sannarlega hefur margt verið jákvætt við uppbyggingu bæjarfélagsins. Það eru þó ýmsir þættir sem huga þarf betur að í okkar bæ og hefur Framsóknarflokkurinn metnaðarfull málefni á sinni stefnuskrá til að byggja upp enn öflugra samfélag. Við í Framsókn berjumst fyrir því að koma Frístundabílnum aftur á göturnar til að stuðla að minni akstri foreldra út um allan bæ. Þannig skapast dýrmæt tækifæri fyrir foreldra í dagsins önn til að verja tíma sínum betur en í umferðinni. Framsóknarflokkurinn ætlar að koma Heldriborgarabílnum af stað á morgnana sem eldri borgarar geta nýtt sér til að komast til og frá dvalarheimilum, þjónustumiðstöðvum, verslunum, fyrirtækjum og stofnunum. Með tilkomu bílsins mun fleirum gefast tækifæri til að ferðast um og viðhalda tengslum við samborgara sína. Stórefling ferðaþjónustunnar og enn betri skólar Framsóknarflokkurinn ætlar að stórefla ferðaþjónustuna með því að setja á fót Markaðsstofu Hafnarfjarðar. Upplýsingamiðstöð ferðamanna mun vera með aðsetur á sama stað og markaðsstofan þar sem opnunartíminn er í samræmi við þarfir ferðamanna. Framsóknarflokkurinn mun berjast fyrir fjölbreyttu húsnæðisúrræði fyrir fólk á öllum aldri og bjóða upp á námsleiðir á grunn- og framhaldsskólastigi með bein tengsl við atvinnulífið í huga. Við í Framsókn berjumst fyrir að styrkja leik- og grunnskóla bæjarins enn frekar svo hver og einn njóti sinnar sérstöðu. Við eflum innra starf skólanna með því að bjóða upp á öfluga endurmenntun og leggjum okkar af mörkum til að bjóða kennurum góð kjör og viðunandi aðbúnað. Við berjumst fyrir að gerð verði móttökuáætlun fyrir innflytjendur og boðið verði upp á móðurmálskennslu fyrir börn og unglinga með annað móðurmál en íslensku. Skjaldborg um alla Hafnfirðinga En síðast en ekki síst berjumst við í Framsóknarflokknum fyrir því að eldri Hafnfirðingar búi við mannsæmandi aðstæður og þeir geti virkilega átt þægilegt, viðburðaríkt, skemmtilegt og áhyggjulaust ævikvöld. Þetta eru þeir Hafnfirðingar sem hafa átt mestan þátt í að byggja upp fallega bæinn okkar og gera hann að því bæjarfélagi sem það er í dag. Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað umfram aðra stjórnmálaflokka að hann stendur vörð um heimilin og mun halda áfram á þeirri braut. Með þátttöku Framsóknar í bæjarmálunum í Hafnarfirði gefast enn fleiri tækifæri til að slá skjaldborg um alla Hafnfirðinga og huga að þeim málefnum sem eru þeim svo kær. Höfundur er aðstoðarleikskólastjóri, meistaranemi í stjórnun menntastofnana, fjögurra barna móðir á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi og skipar 9. sæti á lista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði.
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun
Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen Skoðun
Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen Skoðun