Yfirvöld koma í veg fyrir að ungt fólk flytji að heiman Ingvar S. Birgisson skrifar 2. júní 2014 10:39 Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum. Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum. Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingvar Smári Birgisson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Staðan er sú í dag að það er mun dýrara fyrir ungt fólk að flytja að heiman en á árum áður. Velmeinandi, en íþyngjandi, reglugerðir, lóðaskortur og háir skattar stuðla að háu húsnæðisverði svo erfitt er fyrir einkaaðila að koma til móts við þarfir ungs fólks sem vill hentugt húsnæði á viðráðanlegu verði. Reglugerðir Á Íslandi er bannað að byggja hagkvæmar íbúðir. Reglugerðir sem settar hafa verið takmarka möguleika fólks á að byggja smáar og hagkvæmar íbúðir. Til að mynda þurfa að vera til staðar að minnsta kosti fjögurra fermetra svalir og geymsla, bílastæði, þvottaherbergi og sjö fermetra eldhús. Fjöldi byggingarreglugerða er efni í bók, en ekki pistil, svo ég læt þessi dæmi duga. Ekki leikur þó vafi á því að aflétta þarf og endurhugsa byggingarreglugerðir frá grunni. Stjórnmálamenn eiga ekki að ákveða fyrir fólk hvaða kostum íbúðir eiga að vera gæddar. Núverandi fyrirkomulag hækkar húsnæðisverð og dregur úr fjölbreytileika á húsnæðismarkaðnum. Lóðaskortur Fyrir 15 árum var lóðaverð 4% af byggingarkostnaði fasteignar en í dag er sami kostnaðarliður 17%. Afleiðingin af þessu er hækkun fasteignaverðs. Borgaryfirvöld eiga ekki að búa til lóðaskort til að hækka lóðaverð borgarsjóði til hagsbóta. Ef við viljum ná húsnæðisverði niður er ljóst að borgaryfirvöld verða að auka framboð af lóðum. Lóða- og gatnagerðargjöld Borguð eru jafnhá lóða- og gatnagerðargjöld vegna 35 fermetra húsnæðis og 135 fermetra húsnæðis, en vegna þess er hagstæðara að byggja stórt húsnæði fremur en smátt. Binda þarf lóða- og gatnagerðargjöld við fermetrafjölda íbúðar og búa þannig til hvata fyrir einkaaðila til að byggja íbúðir af öllum stærðum. Þetta er ekki flókið. Hið opinbera gerir einkaaðilum ókleift að koma til móts við þarfir neytenda og notar það nú sem átyllu fyrir aukin afskipti af húsnæðismarkaðnum. Fjölga þarf íbúðum og lækka leiguverð – en ekki á kostnað skattgreiðenda.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar