Lágkúrupólitík Ólafur Þ. Stephensen skrifar 4. júní 2014 07:00 Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Forysta Framsóknarflokksins barmar sér enn yfir að vera krafin um skýra afstöðu til kosningaútspils frambjóðenda flokksins í borgarstjórn; að krækja sér í atkvæði með því að höfða til andúðar á útlendingum og fólki sem er annarrar trúar en meirihluti Íslendinga. Skoðum fyrst hvað Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði fyrir kosningar. Í fyrsta viðtalinu sem tekið var við hana eftir að hún sagðist á Facebook hafa fengið fyrirspurnir um afstöðu sína til mosku í Reykjavík, sagði hún: „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku [svo] rétttrúnaðarkirkjuna.“ Sveinbjörg sneri þessu síðar upp í að hún vildi íbúakosningu um hvort úthluta ætti lóð fyrir mosku. Það er reyndar hugmynd frá Danska Þjóðarflokknum, hægrilýðskrumsflokki sem gerði slíkar atkvæðagreiðslur að kosningamáli fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2009, af því að moskur væru griðastaður trúarofstækismanna og stuðningsmanna hryðjuverka. Þjóðarflokkurinn blés nýju lífi í þetta stefnumál sitt í febrúar síðastliðnum vegna deilna um mosku í Haderslev. Næst reyndi oddvitinn að halda því fram að þetta snerist bara um lóðamál í Reykjavík, en þá hafði fræjum útlendingaandúðarinnar verið sáð og fylgið, sem vissulega er að sækja á þeim miðum, byrjað að skila sér. Í sjónvarpsumræðum kvöldið fyrir kosningar bætti hún rækilega í og spurði hvort við vildum búa í samfélagi þar sem fólk væri þvingað í hjónaband. Skoðum næst hvað Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði um málflutning oddvitans fyrir kosningar. Lengst af ekki neitt, enda gengu atkvæðaveiðarnar augljóslega vel. Svo kom loks pistill frá formanninum, þar sem hann tók enga efnislega afstöðu, heldur bætti enn í efnismiklar kvartanir sínar yfir því að flokkurinn hans væri gagnrýndur. Skoðum þá hvað Sigmundur hefur sagt eftir kosningarnar, eftir að metfjöldi atkvæða Framsóknar í Reykjavík í fjörutíu ár var kominn í hús. Jú, hann hefur sagt að múslimar megi alveg byggja sér mosku, ef hún falli bara að umhverfinu. Ekki samt á lóðinni sem Reykjavíkurborg hefur úthlutað henni, hún eigi áfram að vera grænt svæði. En skipulagsferlinu er lokið, engar athugasemdir bárust og borginni ber bæði að lögum og mannréttindasáttmálum að útvega múslimum lóð fyrir helgidóm sinn. Svo hefur Sigmundur líka sagt að Framsókn geri ekki upp á milli trúarbragða og starfi á grundvelli jafnréttis. Um atkvæðaveiðar flokksins í krafti fordóma og útlendingaandúðar hefur hann hins vegar ekki sagt nokkurn skapaðan hlut nema að gagnrýnin misbjóði honum. Hann vill ekki styggja nýja fylgið. Þetta er prinsipplaus og lágkúruleg pólitík, sem skortir alla reisn. Það er eðlilegt að fulltrúar samstarfsflokks framsóknarmanna í ríkisstjórn geri kröfu um að flokksforystan tali skýrar, eins og Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gerði til dæmis í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Allir kjósendur eiga raunar kröfu á að Framsóknarflokkurinn svari því skýrt, hvort taktík flokksins í borginni hafi verið forystu flokksins að skapi og hvort Framsókn hyggist áfram spila inn á andúð á minnihlutahópum í leit sinni að nýju fylgi.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun