Vitleysa leiðrétt Sigurjón Þórðarson skrifar 6. júní 2014 07:00 Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa ef eitthvert mark má taka á tölfræði Hafró. Í skýrslum Hafró kemur fram að á tímabilinu 1980–1985 hafi bæði nýliðun þorsks verið meiri og viðmiðunarstofn stærri á Íslandsmiðum en hann var áætlaður 2008–2013. Það að veiðin á seinna tímabilinu sé helmingurinn af því sem hún var á því fyrra hefur hvorki skilað meiri nýliðun né stærri viðmiðunarstofni. Allt bendir því til þess að veiðistjórnunin hafi verið algerlega misheppnuð. Ekki ætla ég að elta ólar við fráleita vitleysu eins og þá að setja vöxt og viðgang fiskistofna í samhengi við gróður á hálendi landsins. Ég ætla einnig að láta Vestfirðingum og íbúum Djúpavogs eftir að deila við hagfræðinginn um hagræðingu kvótakerfisins en mér finnst þó rétt að benda á vitleysuna við að setja þá hamingju alla í samhengi við afskriftir, lækkað fasteignaverð, minni afla, skuldsetningu og aldinn fiskiskipaflota landsmanna. Einhver kann að ætla að þrátt fyrir að framangreindur samanburður gefi kvótakerfinu falleinkunn, þá megi búast við betri tíð og aflaaukningu á næstunni, en svo er alls ekki þar sem stofnvísitala þorsks lækkaði í ár annað árið í röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa ef eitthvert mark má taka á tölfræði Hafró. Í skýrslum Hafró kemur fram að á tímabilinu 1980–1985 hafi bæði nýliðun þorsks verið meiri og viðmiðunarstofn stærri á Íslandsmiðum en hann var áætlaður 2008–2013. Það að veiðin á seinna tímabilinu sé helmingurinn af því sem hún var á því fyrra hefur hvorki skilað meiri nýliðun né stærri viðmiðunarstofni. Allt bendir því til þess að veiðistjórnunin hafi verið algerlega misheppnuð. Ekki ætla ég að elta ólar við fráleita vitleysu eins og þá að setja vöxt og viðgang fiskistofna í samhengi við gróður á hálendi landsins. Ég ætla einnig að láta Vestfirðingum og íbúum Djúpavogs eftir að deila við hagfræðinginn um hagræðingu kvótakerfisins en mér finnst þó rétt að benda á vitleysuna við að setja þá hamingju alla í samhengi við afskriftir, lækkað fasteignaverð, minni afla, skuldsetningu og aldinn fiskiskipaflota landsmanna. Einhver kann að ætla að þrátt fyrir að framangreindur samanburður gefi kvótakerfinu falleinkunn, þá megi búast við betri tíð og aflaaukningu á næstunni, en svo er alls ekki þar sem stofnvísitala þorsks lækkaði í ár annað árið í röð.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar