Vitleysa leiðrétt Sigurjón Þórðarson skrifar 6. júní 2014 07:00 Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa ef eitthvert mark má taka á tölfræði Hafró. Í skýrslum Hafró kemur fram að á tímabilinu 1980–1985 hafi bæði nýliðun þorsks verið meiri og viðmiðunarstofn stærri á Íslandsmiðum en hann var áætlaður 2008–2013. Það að veiðin á seinna tímabilinu sé helmingurinn af því sem hún var á því fyrra hefur hvorki skilað meiri nýliðun né stærri viðmiðunarstofni. Allt bendir því til þess að veiðistjórnunin hafi verið algerlega misheppnuð. Ekki ætla ég að elta ólar við fráleita vitleysu eins og þá að setja vöxt og viðgang fiskistofna í samhengi við gróður á hálendi landsins. Ég ætla einnig að láta Vestfirðingum og íbúum Djúpavogs eftir að deila við hagfræðinginn um hagræðingu kvótakerfisins en mér finnst þó rétt að benda á vitleysuna við að setja þá hamingju alla í samhengi við afskriftir, lækkað fasteignaverð, minni afla, skuldsetningu og aldinn fiskiskipaflota landsmanna. Einhver kann að ætla að þrátt fyrir að framangreindur samanburður gefi kvótakerfinu falleinkunn, þá megi búast við betri tíð og aflaaukningu á næstunni, en svo er alls ekki þar sem stofnvísitala þorsks lækkaði í ár annað árið í röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þröstur Ólafsson ritar grein í Fréttablaðið undir fyrirsögninni „Að vernda vitleysuna, eða…?” Í greininni er því haldið fram að helstu nytjastofnar á Íslandsmiðum hafi verið að eyðast um miðjan níunda áratug síðustu aldar. Sú fullyrðing stenst enga skoðun og er í raun alger vitleysa ef eitthvert mark má taka á tölfræði Hafró. Í skýrslum Hafró kemur fram að á tímabilinu 1980–1985 hafi bæði nýliðun þorsks verið meiri og viðmiðunarstofn stærri á Íslandsmiðum en hann var áætlaður 2008–2013. Það að veiðin á seinna tímabilinu sé helmingurinn af því sem hún var á því fyrra hefur hvorki skilað meiri nýliðun né stærri viðmiðunarstofni. Allt bendir því til þess að veiðistjórnunin hafi verið algerlega misheppnuð. Ekki ætla ég að elta ólar við fráleita vitleysu eins og þá að setja vöxt og viðgang fiskistofna í samhengi við gróður á hálendi landsins. Ég ætla einnig að láta Vestfirðingum og íbúum Djúpavogs eftir að deila við hagfræðinginn um hagræðingu kvótakerfisins en mér finnst þó rétt að benda á vitleysuna við að setja þá hamingju alla í samhengi við afskriftir, lækkað fasteignaverð, minni afla, skuldsetningu og aldinn fiskiskipaflota landsmanna. Einhver kann að ætla að þrátt fyrir að framangreindur samanburður gefi kvótakerfinu falleinkunn, þá megi búast við betri tíð og aflaaukningu á næstunni, en svo er alls ekki þar sem stofnvísitala þorsks lækkaði í ár annað árið í röð.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun