Aukin þjónusta við fatlað fólk Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 13. júní 2014 07:00 Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Sjá meira
Breytingar verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu frá og með áramótum. Strætó bs. hefur umsjón með þjónustunni að stærstum hluta og þar sem hún skiptir miklu í lífi margra er bæði ljúft og skylt að greina nánar frá því í hverju breytingarnar eru fólgnar. Ákvarðanir um breytingarnar voru teknar af sveitarfélögunum á höfuðborgarsvæðinu og skrifað var undir samning við Strætó bs. þar um 19. maí. Rétt er að taka það fram að samningurinn nær ekki til Kópavogs, en þar er í gildi samningur um akstur fyrir fatlað fólk sem Strætó hefur ekki aðkomu að. Breytingarnar munu fela í sér aukna þjónustu við fatlað fólk. Þjónustuver Strætó mun taka við pöntunum á ferðum og með því lengist þjónustutíminn umtalsvert, en þjónustuverið er opið frá klukkan 7 á morgnana til 22 á kvöldin, en í athugun er að lengja opnunartíma þjónustuversins enn frekar. Akstur bíla í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks verður á sömu tímum og akstur strætisvagna. Þá mun breytingin þýða styttri pöntunartíma, en miðað verður við að panta þurfi ferðir með tveggja tíma fyrirvara. Þessi breyting, ásamt lengri opnunartíma þjónustuvers, gerir notendum mun auðveldara fyrir að panta ferðir. Strætó bs. mun ekki sjá um sjálfan aksturinn heldur verður hann á höndum einkaaðila, en í dag er nær allur akstur í Ferðaþjónustu fatlaðs fólks í höndum einkaaðila. Þá má geta þess að um helmingur af öllum akstri strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu er í höndum einkaaðila, þótt hann sé undir merkjum Strætó bs. Bílarnir verða þannig ekki í eigu Strætó, heldur þjónustuaðila. Við innkaup á akstursþjónustu fyrir fatlað fólk verða gerðar kröfur um aldur, ástand og gæði bíla og má því reikna með að mikil endurnýjun verði á þeim bílaflota sem sinnir þjónustunni í dag.Áfram samstarf Strætó bs. hefur fjárfest í hugbúnaði eins og þeim sem notaður er í ferðaþjónustu fatlaðra á Norðurlöndunum og víðar. Þannig verður ferðaniðurröðun sem hagkvæmust og sá tími sem notendur þjónustunnar eyða í ferðir sem skemmstur. Strætó mun koma tölvubúnaði fyrir í öllum bílunum og kenna verktökum á hann. Hugbúnaðurinn mun sjá til þess að lengstu ferðir með Ferðaþjónustu fatlaðra taki ekki lengri tíma en lengstu ferðir með hefðbundnum almenningssamgöngum. Eftir sem áður er það í höndum hvers sveitarfélags að skilgreina notendur, gjaldskrá og umfang þjónustunnar, en hún er ætluð fyrir hjólastólanotendur, blinda og þau sem eru ófær um að nota almenningsvagnaþjónustu vegna annarrar langvarandi fötlunar. Strætó bs. verður í samskiptum við samráðshóp félagsmálastjóra sveitarfélaganna varðandi þjónustuna. Strætó bs. og starfsmenn sveitarfélaganna hafa haft samráð við hagsmunasamtök fatlaðs fólks við undirbúning breytinganna og því samstarfi verður haldið áfram. Það er von Strætó bs. að notendur verði ánægðir með þær breytingar sem verða á Ferðaþjónustu fatlaðs fólks frá og með áramótum, en með þeim verður þjónustan betri en nú; styttri pöntunartími, lengri opnunartími þjónustuvers, betri bílar og markvissari ferðir.
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun