Úrelt nafnalög Ólafur Þ. Stephensen skrifar 27. júní 2014 06:00 Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fátt er jafnpersónulegt og nafn manns. Sama á við um þá ákvörðun foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita. Jú, vissulega vilja aðrir stundum hafa skoðun á þeirri ákvörðun – en á ríkisvaldið að vera í þeim hópi? Á Íslandi er í gildi margflókinn lagabálkur um mannanöfn. Þar er kveðið á um hámarksfjölda nafna sem maður getur borið, hvernig millinöfn og kenninöfn megi vera og síðast en ekki sízt um opinbert eftirlit með nafngiftum. Ef nafn er ekki á opinberri skrá má ekki gefa það barni nema opinber nefnd hafi áður úrskurðað að það sé í lagi; að það sé í samræmi við íslenzkt málkerfi, taki eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í málinu. Þá verður nafnið að vera skrifað í samræmi við almennar ritreglur, nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Dreng má ekki gefa kvenmannsnafn og stúlku ekki karlmannsnafn og svo framvegis. Af og til koma upp afkáralegar afleiðingar þessarar nafnapólitíkur. Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að tíu ára gömul stúlka héti einmitt „Stúlka“ í þjóðskrá, af því að mannanafnanefnd neitar að leyfa henni að heita nafni brezkrar ömmu sinnar, Harriet. Og af því að Þjóðskrá túlkar núna lagabókstafinn þrengra en fyrir fáeinum árum, fær Harriet ekki íslenzkt vegabréf til að ferðast til útlanda. Ef Harriet ætti foreldra sem bæði væru erlendir ríkisborgarar, mætti hún heita nafninu sínu. En af því að annað þeirra er íslenzkur borgari, þarf hún að undirgangast þá bjánalegu reglu að mega ekki heita nafni úr eigin fjölskyldu, nema þá að annað rammíslenzkt nafn fylgi með. Systkini hennar tvö eru fædd erlendis og mega þá heita það sem þau heita. Markmiðið með núgildandi mannanafnalögum var ekki sízt að vinna að „varðveislu íslenska mannanafnaforðans og íslenskra nafnasiða“. Annað markmið þeirra var að rétta hlut útlendinga sem flyttu hingað til lands, þannig að þeir væru ekki þvingaðir til að taka sér íslenzk nöfn eins og áður var. Nú er hins vegar svo komið að fólk fætt í útlöndum og með erlendan ríkisborgararétt er orðið stór hluti af íbúum landsins. Nafnalögin ná í rauninni ekki yfir þennan hóp, sem getur leyft börnunum sínum að heita þeim nöfnum sem fólk vill. Um leið fjölgar hjónaböndum þar sem annað hjóna er erlent, en þá strax vill íslenzka ríkið fara að skipta sér af nafngiftum barnanna. Og svo gilda enn þrengri reglur um nöfn barna sem tveir íslenzkir borgarar eiga saman. Forsjárhyggja af þessu tagi á ekki heima í nútímasamfélagi. Ef Íslendingar vilja almennt varðveita íslenzka nafnaforðann og -hefðina, gera þeir það sjálfir, án hjálpar sérstaks smekkfólks í opinberum stofnunum. Undanfarin ár hafa verið lögð fram frumvörp á Alþingi um að leggja niður mannanafnanefnd og mannanafnaskrá og fela innanríkisráðherra hlutverk mannanafnanefndar. Það er hins vegar breyting sem gengur of skammt, vilji fólk á annað borð losna við forsjárhyggjuna í þessu efni. Ef við afnemum ekki reglurnar um eignarfallsendingar, rithátt, að millinafn megi ekki hafa eignarfallsendingu, að ekki megi taka upp ættarnafn maka nema maður sé útlendingur og svo framvegis, verður bara til eitthvert nýtt apparat smekkfólks á nöfn hjá ráðherranum. Bezt er að leyfa fólki að ráða sjálft, en halda hugsanlega í varnagla eins og þann sem er í núverandi lögum, að nafn megi ekki vera þeim sem ber það til ama.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun