Hefðum getað verið með betra lið og breiðari hóp fyrir sama pening Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. júlí 2014 06:00 Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Vísir/Vilhelm „Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
„Þetta var erfitt fyrir okkur og ég get ímyndað mér að staðan sé svipuð hjá öðrum landsbyggðarliðum,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ, í samtali við Fréttablaðið um 4+1-regluna sem tekin var upp fyrir síðasta tímabil og spilað eftir. Hún hafði það í för með sér að lið máttu aðeins spila á einum erlendum leikmanni, hvort sem það var Bandaríkjamaður eða svokallaður Bosman-leikmaður. Góð áhrif reglunnar mátti sjá strax á fyrstu leiktíð þar sem íslenskir leikstjórnendur spruttu upp eins og gorkúlur, en eins og vitað var er erfitt fyrir liðin á landsbyggðinni að halda úti liði með Íslendingum þar sem ungir strákar eru tregir til að yfirgefa höfuðborgarsvæðið og nágrenni þess. Í gær var haldinn formannafundur hjá KKÍ þar sem KFÍ, meðal annars, mælti fyrir því að opna aðeins á 4+1-regluna. Þar á bæ eru menn fyllilega sáttir við að halda sig við einn Bandaríkjamann en opna á fleiri Bosman-leikmenn.Ekkert framboð á störfum „Það sem snýr að okkur er að við erum að missa leikmenn frá okkur á besta aldri – um tvítugt. Strákar sem fara í háskóla flykkjast suður eða eitthvað annað. Það sem verra er, við getum ekki fengið þá til baka því hér vantar störf fyrir háskólamenntaða einstaklinga. Þetta verður alltaf viðvarandi vandi,“ segir Neil Shiran við Fréttablaðið. Þar sem íslenskir leikmenn fengu fleiri mínútur og meiri ábyrgð gátu þeir beðið um hærri samninga, en slegist var um bestu bitana. Lið eins og KFÍ biðu á meðan liðin á höfuðborgarsvæðinu tíndu til sín bestu bitana en þurftu samt að borga sitt fyrir íslenska spilara sem voru kannski ekki eins góðir og þeir sem héldu sig á suðvesturhorninu. „Eðli málsins samkvæmt var þetta dýrara þótt við værum ekkert að bjóða íslenskum strákum gull og græna skóga. En það var aukinn kostnaður. Við vorum líka í þeim aðstæðum að vera með mann sem æfði ekkert með liðinu heldur spilaði bara. Það hefur verið og er ýmislegt reynt til að vera með samkeppnishæft lið. Það er það eina sem við viljum,“ segir Neil Shiran.Vísir/ValliVona að fólk skilji okkur Formaðurinn segir, að best væri að geta haft hjá liðinu 1-2 íslenska leikmenn í landsliðsklassa en þannig menn er erfitt að fá. Svo góðir íslenskir leikmenn sem kæmu vestur væru meiri hugsjónamenn sem vildu rífa upp starfið. Í staðinn hefur KFÍ reynt að ná í góða erlenda leikmenn en á það var lokað fyrir síðasta tímabil. „Þegar þú ert með svona takmarkanir verða innlendu leikmennirnir eðlilega dýrari. Dæmi má taka að við höfum verið að fá slarkfæra miðlungsleikmenn að utan sem hafa komið gegn því að fá sæmilega vinnu. Þá erum við ekki að tala um neitt sérfræðistarf. Þessi 4+1-regla breytti heildarmyndinni rosalega mikið fyrir okkur og ég vona bara að hreyfingin skilji ástæðu okkar fyrir að vilja breyta þessu.“ Ísfirðingar eru vissir um að það að leyfa Bosman-leikmenn muni hjálpa öðrum liðum. „Ég er alveg sáttur við einhverjar takmarkanir en að banna Bosman-leikmenn finnst mér stríða gegn Evrópusáttmálanum. Ég er líka alveg sannfærður um að fyrir sömu fjármuni og við notuðum í fyrra hefði verið hægt að semja við fleiri erlenda leikmenn og vera með betra lið og breiðari hóp. Með því að aflétta þessari takmörkun held ég að öll lið geti að einhverju leyti lagað til í fjárhagnum hjá sér,“ segir Neil Shiran Þórisson, formaður körfuknattleiksdeildar KFÍ.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Einar Árni: Verður þá að vera óbreytt í tíu ár Einar Árni Jóhannsson, fyrrverandi þjálfari Njarðvíkur, hefur sína skoðun á mögulegri reglubreytingu á fjölda erlendra leikmanna í körfuboltanum á næstu leiktíð en Njarðvíkingar mæltu fyrir 4+1-reglunni á ársþingi KKÍ í fyrra. 1. júlí 2014 06:45
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum