Fríverslun við Kína hefst í dag Össur Skarphéðinsson skrifar 1. júlí 2014 07:00 Samningar um fríverslun við Kína voru í frosti þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í heimsókn í apríl 2012. Í aðdragandanum gengu Kínverjar mörgum sinnum eftir hvað Íslendingar vildu fá út úr heimsókninni. Svar mitt sem utanríkisráðherra var alltaf það sama: Númer eitt, tvö og þrjú viljum við samning um fríverslun. Það gekk eftir. Íslendingar náðu að lokum fram öllum markmiðum sínum. Ég skrifaði svo undir samninginn fyrir Íslands hönd í Beijing í apríl 2013. Í dag tekur samningurinn gildi. Þetta er sögulegur áfangi. Ísland er eina ríki Evrópu með slíkan samning. Hann er kjarabót fyrir neytendur sem geta nú keypt kínverska gæðavöru án nokkurra tolla. Fyrir útflutning er samningurinn hvalreki, sérstaklega sjávarútveg sem getur nú selt tollfrjálst inn á markað með 400 milljóna hollustudrifna millistétt með góða kaupgetu. Samningurinn er sérstakt tækifæri fyrir landbúnaðinn. Í Kína væri hægt að afsetja mikið magn af lambakjöti á ásættanlegum verðum. Íslenskir ostar eru samkeppnisfærir í Kína. Skyrið, sem fer sigurför hvarvetna sem því er drepið niður, mætti framleiða á sérleyfum í samstarfi við kínverskan mjólkuriðnað. Margvísleg önnur tækifæri opnast fyrir margvíslegar aðrar íslenskar vörur. Samningurinn hefur þegar haft afgerandi áhrif. Silicor ákvað að staðsetja 77 milljarða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga þar sem 400 Íslendingar fá vel launuð störf – einungis vegna tollfrelsis gagnvart Kína. Önnur fyrirtæki munu fylgja í kjölfarið og fjögur kanna þegar landið. Næsta skref gagnvart Kína ætti að verða beint flug þaðan til Íslands og gera Ísland að miðstöð kínverskra túrista og kaupsýslumanna sem vilja ferðast til Evrópu og Ameríku. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íslensk flugfélög – og íslenska ferðaþjónustu. Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár. Við þurfum að nota forskotið sem hann veitir – og nota það hratt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Samningar um fríverslun við Kína voru í frosti þegar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, kom í heimsókn í apríl 2012. Í aðdragandanum gengu Kínverjar mörgum sinnum eftir hvað Íslendingar vildu fá út úr heimsókninni. Svar mitt sem utanríkisráðherra var alltaf það sama: Númer eitt, tvö og þrjú viljum við samning um fríverslun. Það gekk eftir. Íslendingar náðu að lokum fram öllum markmiðum sínum. Ég skrifaði svo undir samninginn fyrir Íslands hönd í Beijing í apríl 2013. Í dag tekur samningurinn gildi. Þetta er sögulegur áfangi. Ísland er eina ríki Evrópu með slíkan samning. Hann er kjarabót fyrir neytendur sem geta nú keypt kínverska gæðavöru án nokkurra tolla. Fyrir útflutning er samningurinn hvalreki, sérstaklega sjávarútveg sem getur nú selt tollfrjálst inn á markað með 400 milljóna hollustudrifna millistétt með góða kaupgetu. Samningurinn er sérstakt tækifæri fyrir landbúnaðinn. Í Kína væri hægt að afsetja mikið magn af lambakjöti á ásættanlegum verðum. Íslenskir ostar eru samkeppnisfærir í Kína. Skyrið, sem fer sigurför hvarvetna sem því er drepið niður, mætti framleiða á sérleyfum í samstarfi við kínverskan mjólkuriðnað. Margvísleg önnur tækifæri opnast fyrir margvíslegar aðrar íslenskar vörur. Samningurinn hefur þegar haft afgerandi áhrif. Silicor ákvað að staðsetja 77 milljarða sólarkísilverksmiðju á Grundartanga þar sem 400 Íslendingar fá vel launuð störf – einungis vegna tollfrelsis gagnvart Kína. Önnur fyrirtæki munu fylgja í kjölfarið og fjögur kanna þegar landið. Næsta skref gagnvart Kína ætti að verða beint flug þaðan til Íslands og gera Ísland að miðstöð kínverskra túrista og kaupsýslumanna sem vilja ferðast til Evrópu og Ameríku. Það yrði gríðarleg lyftistöng fyrir íslensk flugfélög – og íslenska ferðaþjónustu. Samningurinn um fríverslun við Kína er mikilvægasti samningurinn sem Ísland hefur gert sl. 20 ár. Við þurfum að nota forskotið sem hann veitir – og nota það hratt.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar