Notkunin og misnotkunin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 15. júlí 2014 06:00 Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað frumvarp á Alþingi í haust, um afnám einkasölu ríkisins á áfengum drykkjum. Með frumvarpinu er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði heimil í verzlunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um t.d. frágang vörunnar, aldur afgreiðslufólks og viðskiptavina og fleira slíkt. Svipuð mál hafa komið fram á Alþingi af og til undanfarin ár, en ekki hlotið brautargengi. Nú gæti orðið breyting á; samkvæmt fréttum okkar á Stöð 2 eru að minnsta kosti 30 þingmenn af 63 líklegir til að styðja frumvarpið. Augljósustu rökin fyrir því að afnema ríkiseinokun á útsölu áfengis eru einfaldlega að það eigi ekki við að hið opinbera vasist sjálft í sölu á þessari neyzluvöru fremur en öðrum. Ríkiseinkasala á ýmsum öðrum varningi, til dæmis útvarpstækjum, hefur fyrir löngu verið aflögð og þætti hlægilegt ef einhverjum dytti í hug í dag að taka hana upp að nýju. Þessi rök virðast Vilhjálmi þó ekki efst í huga; hann segist hugsa þetta mikið út frá landsbyggðarsjónarmiðum. Þannig myndi áfengissala styrkja rekstrargrundvöll smærri búða á landsbyggðinni og jafnframt gætu lítil brugghús úti um land selt framleiðslu sína sjálf, í stað þess að þurfa að stóla á að hún hljóti náð í reynslusölu ÁTVR. Vilhjálmur bendir líka á að þetta myndi auka þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar og ferðamenn, sem koma auðvitað af fjöllum þegar þeim er sagt að þeir geti þurft að aka á milli byggðarlaga og hitta á takmarkaðan afgreiðslutíma ef þá langar að kaupa sér bjórkippu. Loks bendir þingmaðurinn á að þessi aðgerð myndi stroka út kostnað ríkisins af rekstri ÁTVR. Tekjum sínum af sölu áfengis í landinu getur ríkið í rauninni ráðið áfram með álagningu áfengisgjalda. Þetta eru allt góð rök. En þá koma á móti rök þeirra sem segja að aukið aðgengi að áfengi auki neyzlu á því, sem sé slæmt. Er það endilega svo? Undanfarin ár hefur neyzla áfengis vissulega vaxið mjög mikið. En hafa áfengisvandamálin vaxið í sama hlutfalli? Neyzlan hefur um leið breytzt – færzt úr sterkum drykkjum yfir í léttvín og bjór. Er það slæmt? Með því að einblína á áframhaldandi ríkiseinkasölu í smásölu sem leið til að minnka aðgengi að áfengi er líka verið að horfa framhjá því að aðgengið hefur stóraukizt undanfarin ár með margfaldri fjölgun vínveitingastaða. Af hverju er í lagi að kaupa sér rauðvín með steikinni á veitingastað en alls ekki í lagi að kaupa sér rauðvín í búðinni þar sem maður kaupir sér steik til að borða heima? Umræðan um þessi mál verður gjarnan þeirri ranghugmynd að bráð, að það eigi að leitast við að takmarka alla áfengisnotkun, í stað þess að reyna að sporna gegn misnotkun áfengis. Staðreyndin er sú að meirihlutinn fer vel með vín, þótt minnihluti eigi í vandræðum með það. Kröftum ríkisvaldsins er betur varið í baráttu gegn misnotkuninni með forvörnum og meðferðarúrræðum en til að reka sérstakt einokunarapparat fyrir eina neyzluvöru til að skaprauna neytendum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur boðað frumvarp á Alþingi í haust, um afnám einkasölu ríkisins á áfengum drykkjum. Með frumvarpinu er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði heimil í verzlunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum um t.d. frágang vörunnar, aldur afgreiðslufólks og viðskiptavina og fleira slíkt. Svipuð mál hafa komið fram á Alþingi af og til undanfarin ár, en ekki hlotið brautargengi. Nú gæti orðið breyting á; samkvæmt fréttum okkar á Stöð 2 eru að minnsta kosti 30 þingmenn af 63 líklegir til að styðja frumvarpið. Augljósustu rökin fyrir því að afnema ríkiseinokun á útsölu áfengis eru einfaldlega að það eigi ekki við að hið opinbera vasist sjálft í sölu á þessari neyzluvöru fremur en öðrum. Ríkiseinkasala á ýmsum öðrum varningi, til dæmis útvarpstækjum, hefur fyrir löngu verið aflögð og þætti hlægilegt ef einhverjum dytti í hug í dag að taka hana upp að nýju. Þessi rök virðast Vilhjálmi þó ekki efst í huga; hann segist hugsa þetta mikið út frá landsbyggðarsjónarmiðum. Þannig myndi áfengissala styrkja rekstrargrundvöll smærri búða á landsbyggðinni og jafnframt gætu lítil brugghús úti um land selt framleiðslu sína sjálf, í stað þess að þurfa að stóla á að hún hljóti náð í reynslusölu ÁTVR. Vilhjálmur bendir líka á að þetta myndi auka þjónustu við íbúa landsbyggðarinnar og ferðamenn, sem koma auðvitað af fjöllum þegar þeim er sagt að þeir geti þurft að aka á milli byggðarlaga og hitta á takmarkaðan afgreiðslutíma ef þá langar að kaupa sér bjórkippu. Loks bendir þingmaðurinn á að þessi aðgerð myndi stroka út kostnað ríkisins af rekstri ÁTVR. Tekjum sínum af sölu áfengis í landinu getur ríkið í rauninni ráðið áfram með álagningu áfengisgjalda. Þetta eru allt góð rök. En þá koma á móti rök þeirra sem segja að aukið aðgengi að áfengi auki neyzlu á því, sem sé slæmt. Er það endilega svo? Undanfarin ár hefur neyzla áfengis vissulega vaxið mjög mikið. En hafa áfengisvandamálin vaxið í sama hlutfalli? Neyzlan hefur um leið breytzt – færzt úr sterkum drykkjum yfir í léttvín og bjór. Er það slæmt? Með því að einblína á áframhaldandi ríkiseinkasölu í smásölu sem leið til að minnka aðgengi að áfengi er líka verið að horfa framhjá því að aðgengið hefur stóraukizt undanfarin ár með margfaldri fjölgun vínveitingastaða. Af hverju er í lagi að kaupa sér rauðvín með steikinni á veitingastað en alls ekki í lagi að kaupa sér rauðvín í búðinni þar sem maður kaupir sér steik til að borða heima? Umræðan um þessi mál verður gjarnan þeirri ranghugmynd að bráð, að það eigi að leitast við að takmarka alla áfengisnotkun, í stað þess að reyna að sporna gegn misnotkun áfengis. Staðreyndin er sú að meirihlutinn fer vel með vín, þótt minnihluti eigi í vandræðum með það. Kröftum ríkisvaldsins er betur varið í baráttu gegn misnotkuninni með forvörnum og meðferðarúrræðum en til að reka sérstakt einokunarapparat fyrir eina neyzluvöru til að skaprauna neytendum.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun