Bull á sterum Ólafur Þ. Stephensen skrifar 16. júlí 2014 06:00 Umræðan um ferskt kjöt frá útlöndum, sem spratt af óskum verzlanakeðjunnar Costco um slíkan innflutning, endaði mjög fljótlega úti í gamalkunnugum vegarskurði rangfærslna og hræðsluáróðurs. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, byrjaði á að spá því að innflutningur á fersku kjöti myndi bitna á langlífi þjóðarinnar. Svo kom flokksformaðurinn hennar og bætti um betur á miðstjórnarfundi í síðustu viku. „Hvað svo sem við hefðum viljað gera, þá hefði það ekki verið heimilt samkvæmt EES-samningnum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundinum. „Það var skondið við þetta að það voru áköfustu ESB-mennirnir sem töldu það vera einangrunarhyggju að ætla að koma í veg fyrir að bandarískt kjöt kæmi hingað inn. 99 prósent af þessu kjöti sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt.“ Og svo fylgdu lýsingar á því hvernig bandarískt kjöt væri sprautað með hormónum, þvegið upp úr ammóníaki vegna bakteríuinnihalds, sýklum dælt í skepnurnar og svo framvegis. Nú er það rétt að Evrópusambandið og Bandaríkin hafa deilt um framleiðsluaðferðir og búskaparhætti við nautakjötsframleiðslu. En það er einfaldlega ekki rétt að heilbrigðisreglur ESB, sem hafa verið innleiddar hér á landi, banni innflutning á bandarísku kjöti, eins og kom skýrt fram í samtali við Charlottu Oddsdóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, í Fréttablaðinu í gær. Hún segir að miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem sé framleitt í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit sé þar gott. ESB geri hins vegar miklar kröfur til kjöts sem flutt sé inn á Evrópumarkaðinn. Þær kröfur koma ekki í veg fyrir að ESB úthluti Bandaríkjunum árlega 45.000 tonna tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir ferskt hágæðanautakjöt. Það er kjöt sem ekki hefur verið meðhöndlað með hormónum. Jafnvel þótt tala forsætisráðherra um að 99% af hefðbundinni kjötframleiðslu Bandaríkjamanna sé „sterakjöt“ væri rétt (sem er afskaplega hæpið miðað við fyrirliggjandi upplýsingar) er mikið og vaxandi framboð af til dæmis lífrænu kjöti í Bandaríkjunum. Sá sem fer inn á heimasíðu Costco sér að verzlunin býður upp á alls konar kjöt af því tagi, eins og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag. Með öðrum orðum: Tal um að hér um bil allt amerískt kjöt sé „sterakjöt“ og að reglur ESB hindri að kjöt eins og það sem Costco býður upp á sé flutt inn til Íslands er hreinræktað bull. Annars má rifja upp, fyrst ráðamenn eru skyndilega farnir að skýla sér á bak við (mis)skilning sinn á EES-reglum til að verjast kjötinnflutningi, að íslenzka ríkið er ennþá ákveðið í að brjóta heilbrigðisreglur EES, sem kveða á um að flytja megi ferskt kjöt á milli EES-landa. Nú er látið reyna á það fyrir dómi hvort ríkinu hafi verið stætt á að banna innflutning á lífrænu, þýzku nautakjöti sem var vottað samkvæmt öllum heilbrigðisreglum sem hér gilda. Það fékkst ekki flutt inn af því að það hafði ekki verið fryst. Neytendur geta leyft sér að vona að niðurstaðan verði sú að leyft verði að flytja inn til Íslands ferskt kjöt sem stenzt þær ströngu kröfur sem eru í gildi í ESB, hvort sem það kjöt kemur frá ESB-ríkjum eða öðrum löndum. Þá hefðum við úr meiru að velja og innlendur landbúnaður fengi samkeppni sem honum veitir ekkert af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um ferskt kjöt frá útlöndum, sem spratt af óskum verzlanakeðjunnar Costco um slíkan innflutning, endaði mjög fljótlega úti í gamalkunnugum vegarskurði rangfærslna og hræðsluáróðurs. Sigrún Magnúsdóttir, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, byrjaði á að spá því að innflutningur á fersku kjöti myndi bitna á langlífi þjóðarinnar. Svo kom flokksformaðurinn hennar og bætti um betur á miðstjórnarfundi í síðustu viku. „Hvað svo sem við hefðum viljað gera, þá hefði það ekki verið heimilt samkvæmt EES-samningnum,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á fundinum. „Það var skondið við þetta að það voru áköfustu ESB-mennirnir sem töldu það vera einangrunarhyggju að ætla að koma í veg fyrir að bandarískt kjöt kæmi hingað inn. 99 prósent af þessu kjöti sem framleitt er í verksmiðjubúum í Bandaríkjunum er sterakjöt.“ Og svo fylgdu lýsingar á því hvernig bandarískt kjöt væri sprautað með hormónum, þvegið upp úr ammóníaki vegna bakteríuinnihalds, sýklum dælt í skepnurnar og svo framvegis. Nú er það rétt að Evrópusambandið og Bandaríkin hafa deilt um framleiðsluaðferðir og búskaparhætti við nautakjötsframleiðslu. En það er einfaldlega ekki rétt að heilbrigðisreglur ESB, sem hafa verið innleiddar hér á landi, banni innflutning á bandarísku kjöti, eins og kom skýrt fram í samtali við Charlottu Oddsdóttur, dýralækni hjá Matvælastofnun, í Fréttablaðinu í gær. Hún segir að miklar upplýsingar liggi fyrir um kjöt sem sé framleitt í Bandaríkjunum og sjúkdómaeftirlit sé þar gott. ESB geri hins vegar miklar kröfur til kjöts sem flutt sé inn á Evrópumarkaðinn. Þær kröfur koma ekki í veg fyrir að ESB úthluti Bandaríkjunum árlega 45.000 tonna tollfrjálsum innflutningskvóta fyrir ferskt hágæðanautakjöt. Það er kjöt sem ekki hefur verið meðhöndlað með hormónum. Jafnvel þótt tala forsætisráðherra um að 99% af hefðbundinni kjötframleiðslu Bandaríkjamanna sé „sterakjöt“ væri rétt (sem er afskaplega hæpið miðað við fyrirliggjandi upplýsingar) er mikið og vaxandi framboð af til dæmis lífrænu kjöti í Bandaríkjunum. Sá sem fer inn á heimasíðu Costco sér að verzlunin býður upp á alls konar kjöt af því tagi, eins og sagt er frá í Fréttablaðinu í dag. Með öðrum orðum: Tal um að hér um bil allt amerískt kjöt sé „sterakjöt“ og að reglur ESB hindri að kjöt eins og það sem Costco býður upp á sé flutt inn til Íslands er hreinræktað bull. Annars má rifja upp, fyrst ráðamenn eru skyndilega farnir að skýla sér á bak við (mis)skilning sinn á EES-reglum til að verjast kjötinnflutningi, að íslenzka ríkið er ennþá ákveðið í að brjóta heilbrigðisreglur EES, sem kveða á um að flytja megi ferskt kjöt á milli EES-landa. Nú er látið reyna á það fyrir dómi hvort ríkinu hafi verið stætt á að banna innflutning á lífrænu, þýzku nautakjöti sem var vottað samkvæmt öllum heilbrigðisreglum sem hér gilda. Það fékkst ekki flutt inn af því að það hafði ekki verið fryst. Neytendur geta leyft sér að vona að niðurstaðan verði sú að leyft verði að flytja inn til Íslands ferskt kjöt sem stenzt þær ströngu kröfur sem eru í gildi í ESB, hvort sem það kjöt kemur frá ESB-ríkjum eða öðrum löndum. Þá hefðum við úr meiru að velja og innlendur landbúnaður fengi samkeppni sem honum veitir ekkert af.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun