Ríkið í skuld við launafólk Drífa Snædal skrifar 25. júlí 2014 07:00 Í tengslum við kjarasamningana síðustu lofaði ríkisstjórnin að leggja sitt af mörkum með endurskoðun á gjöldum og að gjaldskrárhækkanir yrðu innan við 2,5 prósent. Þetta loforð skipti máli við frágang kjarasamninganna, sem voru umdeildir svo ekki sé meira sagt. Það liðu tíu dagar frá því að kjarasamningarnir voru undirritaðir þangað til komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent. Nú berast fréttir af því að komugjöld og rannsóknargjöld í heilbrigðisþjónustunni hafi enn hækkað um 5 prósent í júlí. Það sem ríkið hefur hins vegar hreykt sér af eru gjaldskrárlækkanir á eldsneyti, tóbak og áfengi en þegar ríkisstjórnin lagði til breytingar í þá átt var það sett í skýrt samhengi við kjarasamningana. Þetta framlag ríkisins ber að skoða nánar: Í fyrsta lagi þá kemur frumvarpið ekki fram fyrr en tæpum tveimur mánuðum eftir undirritun kjarasamninga og lækkanirnar taka ekki gildi fyrr en nær hálfu ári eftir undirritun. Í öðru lagi þá benti Starfsgreinasambandið (og fleiri) á það að nær væri að lækka gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu en að lækka gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti. Óvíst er hvernig lækkanir á einstakar vörur skilar sér en lægri gjaldskrár skila sér beint í vasa þeirra sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er komið í ljós að þær lækkanir á opinber gjöld af eldsneyti, tóbaki og áfengi sem komu eftir dúk og disk frá ríkinu hafa ekki skilað sér í vasa launafólks eins og Neytendasamtökin hafa sýnt fram á. Samandregið má því segja að framlag ríkisins til kjarasamninganna hafi verið að hækka gjaldskrár í heilbrigðiskerfinu, fyrst í kjölfar samninganna og svo aftur í sumar. Sú lækkun sem kom seint og um síðir á opinber gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti skilaði sér illa til launafólks og virðist að hluta til hafa lent í vasa smásala. Ríkið stóð ekki við sitt og tilefni er til að spyrja: Hvað skuldar ríkið launafólki mikið vegna þeirra loforða sem gefin voru við gerð síðustu kjarasamninga? Þessi spurning og fleiri verða til umræðu í aðdraganda næstu kjarasamninga en viðræður vegna þeirra hefjast strax í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í tengslum við kjarasamningana síðustu lofaði ríkisstjórnin að leggja sitt af mörkum með endurskoðun á gjöldum og að gjaldskrárhækkanir yrðu innan við 2,5 prósent. Þetta loforð skipti máli við frágang kjarasamninganna, sem voru umdeildir svo ekki sé meira sagt. Það liðu tíu dagar frá því að kjarasamningarnir voru undirritaðir þangað til komugjöld heilsugæslustöðva hækkuðu um allt að 15-20 prósent. Nú berast fréttir af því að komugjöld og rannsóknargjöld í heilbrigðisþjónustunni hafi enn hækkað um 5 prósent í júlí. Það sem ríkið hefur hins vegar hreykt sér af eru gjaldskrárlækkanir á eldsneyti, tóbak og áfengi en þegar ríkisstjórnin lagði til breytingar í þá átt var það sett í skýrt samhengi við kjarasamningana. Þetta framlag ríkisins ber að skoða nánar: Í fyrsta lagi þá kemur frumvarpið ekki fram fyrr en tæpum tveimur mánuðum eftir undirritun kjarasamninga og lækkanirnar taka ekki gildi fyrr en nær hálfu ári eftir undirritun. Í öðru lagi þá benti Starfsgreinasambandið (og fleiri) á það að nær væri að lækka gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu en að lækka gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti. Óvíst er hvernig lækkanir á einstakar vörur skilar sér en lægri gjaldskrár skila sér beint í vasa þeirra sem þurfa að sækja heilbrigðisþjónustu. Í þriðja lagi er komið í ljós að þær lækkanir á opinber gjöld af eldsneyti, tóbaki og áfengi sem komu eftir dúk og disk frá ríkinu hafa ekki skilað sér í vasa launafólks eins og Neytendasamtökin hafa sýnt fram á. Samandregið má því segja að framlag ríkisins til kjarasamninganna hafi verið að hækka gjaldskrár í heilbrigðiskerfinu, fyrst í kjölfar samninganna og svo aftur í sumar. Sú lækkun sem kom seint og um síðir á opinber gjöld á áfengi, tóbak og eldsneyti skilaði sér illa til launafólks og virðist að hluta til hafa lent í vasa smásala. Ríkið stóð ekki við sitt og tilefni er til að spyrja: Hvað skuldar ríkið launafólki mikið vegna þeirra loforða sem gefin voru við gerð síðustu kjarasamninga? Þessi spurning og fleiri verða til umræðu í aðdraganda næstu kjarasamninga en viðræður vegna þeirra hefjast strax í haust.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar