Að starfrækja náttúrufræðibraut Stefán G. Jónsson skrifar 9. ágúst 2014 07:00 Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef menntamálaráðuneytisins um úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveðið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sambærilegt nám), nám í tölfræði (STÆ313 eða sambærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum. Skýrsla sem þessi verðskuldar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem tengist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru settar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúrufræðibrautum.Munur á milli skóla Í einni af niðurstöðunum skýrslunnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúrufræðibraut með prófgráður sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðunum ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“ Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þessara skóla hafa yfir 1.000 nemendur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smáskólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi.Menntun kennara Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raungreinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“ Þegar skoðaðar eru upplýsingar í skýrslunni um menntun þeirra sem kenna stærðfræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óverulegur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunnskólum, þegar þeir best menntuðu í stærðfræði hverfa þaðan. Þegar minnst er á raungreinar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla náttúrufræðigreina sé viðunandi. Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra.Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræðinámi í vandræðum með stærðfræði.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðsforseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vandamálunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð.Hvað ætti að gera? Í viðtali við menntamálaráðherra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum.“ Þetta er auðvitað rökrétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður styttur. Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræðibraut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í upphafi júlímánaðar var birt skýrsla á vef menntamálaráðuneytisins um úttekt á stærðfræðikennslu í framhaldsskólum en athugaðir voru níu framhaldsskólar. Ákveðið var að horfa á nám nemenda á fyrstu önn (STÆ102/103 eða sambærilegt nám), nám í tölfræði (STÆ313 eða sambærilegt nám) og nám sambærilegt við STÆ503 sem er síðasti stærðfræðiáfangi á náttúrufræðibraut í mörgum skólum. Skýrsla sem þessi verðskuldar athygli og umræður en hér er fjallað um mál sem tengist menntun í tæknisamfélagi. Helstu niðurstöður eru settar fram fremst í skýrslunni og þeim skipt í 16 liði og tillögum til úrbóta í 11 liði. Hægt væri að gera athugasemdir við einstök atriði skýrslunnar og sumar ályktanir í henni en ekki er unnt að taka nema lítið fyrir í stuttri blaðagrein. Hér eru því rædd vandamál sem tengjast náttúrufræðibrautum.Munur á milli skóla Í einni af niðurstöðunum skýrslunnar segir: „Mikill munur er á áföngum milli skóla bæði hvað snertir innihald og námskröfur.“ Í annarri þeirra segir: „Sumir framhaldsskólar útskrifa nemendur af náttúrufræðibraut með prófgráður sem standa ekki undir nafni. Hér er átt við að samkvæmt prófgráðunum ættu nemendurnir að hafa traustan grunn fyrir tiltekið háskólanám, en ráða í reynd illa við það sökum lélegs undirbúnings.“ Öllum ætti að vera ljóst að það er mjög alvarlegt ef prófgráður standa ekki undir nafni líkt og hér er sagt. Ekki kemur fram við hvaða skóla er átt en alls voru níu skólar til athugunar. Fjórir þessara skóla hafa yfir 1.000 nemendur en í aðeins einum þeirra eru færri en 500 nemendur, eða 257. Þetta eru því yfirleitt ekki smáskólar sem jafnan eiga erfiðara með að standa undir fjölbreyttu og vönduðu námi.Menntun kennara Í einni af tillögum til úrbóta segir: „Framhaldsskólar sem hafa ekki nægilega vel menntaða kennara í stærðfræði (og raungreinum) ættu ekki að bjóða upp á nám á náttúrufræðibraut nema í undantekningartilfellum og þá í nánu samstarfi við skóla sem hefur öfluga náttúrufræðibraut.“ Þegar skoðaðar eru upplýsingar í skýrslunni um menntun þeirra sem kenna stærðfræði vekur athygli sá fjöldi sem hefur lokið háskólanámi þar sem stærðfræði er óverulegur hluti af náminu. Einnig hve margir sem hafa menntað sig sem grunnskólakennarar með stærðfræðikjörsviði starfa í framhaldsskóla. Slíkt hlýtur að auka mjög á vandann í grunnskólum, þegar þeir best menntuðu í stærðfræði hverfa þaðan. Þegar minnst er á raungreinar, sem hér er gert innan sviga, þarf að hafa í huga að jafnan er átt við fleiri námsgreinar eins og til dæmis eðlisfræði, efnafræði, líffræði og jarðfræði. Má því spyrja sig hvort ekki sé lágmark að kennarar slíkra greina hafi háskólapróf í grein sinni líkt og gengið er út frá að stærðfræðikennarar hafi. Svo má bæta við að það þarf tæki og ýmsan búnað til að kennsla náttúrufræðigreina sé viðunandi. Þrír skólanna voru án kennara með háskólapróf í stærðfræði. Mjög líklegt er að ástandið til dæmis í eðlisfræði sé ekki mikið betra.Vandi nemenda í raungreinanámi í háskóla Í skýrslunni segir á bls. 51: „Hvort sem litið er til HÍ eða HR þá lendir a.m.k. helmingur þeirra sem byrja í verkfræðinámi í vandræðum með stærðfræði.“ Í skýrslunni kemur einnig fram að rætt hafi verið við Hilmar Braga Janusson, sviðsforseta Verkfræði- og náttúruvísindasviðs HÍ, og Guðrúnu A. Sævarsdóttur, deildarforseta Tækni- og verkfræðideildar HR. Í skýrslunni segir: „Bæði sögðu þau að ekki stæði til að minnka námskröfur í stærðfræði.“ Er sú afstaða mjög skiljanleg því þeir sem kenna á efsta skólastigi eiga þess ekki kost að velta vandamálunum áfram á aðra, en þurfa auk þess að standast alþjóðlegan samanburð.Hvað ætti að gera? Í viðtali við menntamálaráðherra þegar skýrslan var birt segir hann: „Þetta er mjög alvarlegt mál. Háskólinn á ekki að þurfa að eyða tíma í að kenna það sem á að lærast í framhaldsskólum.“ Þetta er auðvitað rökrétt en líklegt er að þeir sem nú undirbúa nemendur sem best muni lenda í verulegum vanda ef framhaldsskólinn verður styttur. Eðlilegt er að gera án tafar athugun á því hvaða skólar geta boðið upp á náttúrufræðibraut með sómasamlegum hætti. Gerðar verði ráðstafanir til að styðja sérstaklega við þá sem ekki uppfylla þau skilyrði en gætu það án meiriháttar lagfæringa. Viðurkenna þarf svo að lokum að sumir skólar eiga alls ekki heima í þessum hópi. Ef haldið er áfram sem horfir þá er það svik við þá nemendur sem stunda nám í fleiri ár í þeirri trú að það dugi til framhalds en hrökklast svo frá háskólanámi sem hugur þeirra stóð til eins og mörg dæmi munu vera um.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun