Margir yrðu hissa ef Ísland kæmist á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2014 06:00 Martin í leiknum gegn Bretlandi. Vísir/Vilhelm Enginn Jón Arnór Stefánsson – ekkert mál fyrir íslenska körfuboltalandsliðið. Íslenska karlalandsliðið vann í fyrrakvöld einn sinn stærsta sigur frá upphafi þegar liðið mætti Bretlandi og kom sér í fín mál í baráttunni um laust sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Tveir ungir leikmenn stigu fram á stóra sviðið í fjarveru besta leikmanns liðsins og sýndu mögnuð tilþrif. Í stöðunni 36-43 fyrir Breta var útlitið ekki bjart og morgunljóst að eitthvað varð að gerast hjá íslenska liðinu. Bretar voru búnir að skora 9 af fyrstu 11 stigum seinni hálfleiksins og komnir með sjö stiga forystu. Þetta var tímapunktur í mikilvægum leik þar sem ungir drengir gátu orðið að mönnum og Ísland átti tvo slíka.Kom óttalaus inn í leikinn Íslenska liðið vann síðustu sextán og hálfa mínútu leiksins með 20 stiga mun og hinn 22 ára gamli Haukur Helgi Pálsson og hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson fóru fyrir frábærum lokaspretti. „Við fengum „auka-búst“ frá Martin því hann kom svo óttalaust inn í leikinn í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Saman voru þeir Martin og Haukur Helgi með 32 stig á þessum kafla eða fimm fleiri stig en allt breska liðið til samans. Þeir hittu úr 13 af 15 skotum sínum og töpuðu ekki bolta. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið tveir fyrir einn tilboð,“ sagði Martin Hermannsson kíminn eftir leik. „Martin stóð sig mjög vel í kvöld og ég er bara enn að átta mig á því hversu góður hann er,“ sagði Haukur. Hann var með hæsta framlag allra í Evrópukeppninni þennan dag og Ísland vann þær mínútur sem hann spilaði með 23 stigum. Það var vitað að það myndi enginn einn feta í fótspor Jóns en með svona tvíeyki í svona ham eru liðinu margir vegir færir.Lítill Jón Arnór númer níu Haukur Helgi hefur verið í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu síðustu tvö ár en Martin kiknaði við að klæðast treyju Jóns Arnórs. „Þjálfarnir sögðu að ég þyrfti að stíga upp fyrst Jón var ekki með. Mér fannst við gera það ágætlega við báðir tveir,“ sagði Haukur, sem byrjaði leikinn rosalega vel. Martin byrjaði á bekknum og var rólegur framan af en sýndi svo mögnuð tilþrif á lokakaflanum. „Það var smá fiðringur til að byrja með en þegar leið á leikinn komst ég betur inn í þetta, leið betur og lét leikinn koma til mín,“ sagði Martin. Íslenska liðið er einu stóru skrefi nær úrslitakeppni EM eftir sigurinn en fram undan eru erfiðir útileikir við Bosníu og Bretland.Margir yrðu hissa „Það er gaman að eiga möguleika á því að komast á Eurobasket. Það verður saga til næsta bæjar og margir yrðu örugglega hissa á að sjá okkur þar,“ sagði Hlynur Bæringsson en bætti svo við: „Það er samt langt í frá að við séum komnir þangað.“ Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27 Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Enginn Jón Arnór Stefánsson – ekkert mál fyrir íslenska körfuboltalandsliðið. Íslenska karlalandsliðið vann í fyrrakvöld einn sinn stærsta sigur frá upphafi þegar liðið mætti Bretlandi og kom sér í fín mál í baráttunni um laust sæti á Evrópumótinu á næsta ári. Tveir ungir leikmenn stigu fram á stóra sviðið í fjarveru besta leikmanns liðsins og sýndu mögnuð tilþrif. Í stöðunni 36-43 fyrir Breta var útlitið ekki bjart og morgunljóst að eitthvað varð að gerast hjá íslenska liðinu. Bretar voru búnir að skora 9 af fyrstu 11 stigum seinni hálfleiksins og komnir með sjö stiga forystu. Þetta var tímapunktur í mikilvægum leik þar sem ungir drengir gátu orðið að mönnum og Ísland átti tvo slíka.Kom óttalaus inn í leikinn Íslenska liðið vann síðustu sextán og hálfa mínútu leiksins með 20 stiga mun og hinn 22 ára gamli Haukur Helgi Pálsson og hinn 19 ára gamli Martin Hermannsson fóru fyrir frábærum lokaspretti. „Við fengum „auka-búst“ frá Martin því hann kom svo óttalaust inn í leikinn í seinni hálfleiknum,“ sagði Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins. Saman voru þeir Martin og Haukur Helgi með 32 stig á þessum kafla eða fimm fleiri stig en allt breska liðið til samans. Þeir hittu úr 13 af 15 skotum sínum og töpuðu ekki bolta. „Eigum við ekki að segja að það hafi verið tveir fyrir einn tilboð,“ sagði Martin Hermannsson kíminn eftir leik. „Martin stóð sig mjög vel í kvöld og ég er bara enn að átta mig á því hversu góður hann er,“ sagði Haukur. Hann var með hæsta framlag allra í Evrópukeppninni þennan dag og Ísland vann þær mínútur sem hann spilaði með 23 stigum. Það var vitað að það myndi enginn einn feta í fótspor Jóns en með svona tvíeyki í svona ham eru liðinu margir vegir færir.Lítill Jón Arnór númer níu Haukur Helgi hefur verið í stóru hlutverki með íslenska landsliðinu síðustu tvö ár en Martin kiknaði við að klæðast treyju Jóns Arnórs. „Þjálfarnir sögðu að ég þyrfti að stíga upp fyrst Jón var ekki með. Mér fannst við gera það ágætlega við báðir tveir,“ sagði Haukur, sem byrjaði leikinn rosalega vel. Martin byrjaði á bekknum og var rólegur framan af en sýndi svo mögnuð tilþrif á lokakaflanum. „Það var smá fiðringur til að byrja með en þegar leið á leikinn komst ég betur inn í þetta, leið betur og lét leikinn koma til mín,“ sagði Martin. Íslenska liðið er einu stóru skrefi nær úrslitakeppni EM eftir sigurinn en fram undan eru erfiðir útileikir við Bosníu og Bretland.Margir yrðu hissa „Það er gaman að eiga möguleika á því að komast á Eurobasket. Það verður saga til næsta bæjar og margir yrðu örugglega hissa á að sjá okkur þar,“ sagði Hlynur Bæringsson en bætti svo við: „Það er samt langt í frá að við séum komnir þangað.“
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30 Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27 Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00 Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Bretland 83-70 | Martin og Haukur Helgi drógu vagninn Ísland í góðri stöðu eftir sigur á Bretum. 10. ágúst 2014 12:30
Haukur var með hæsta framlagið í öllum leikjum gærdagsins Haukur Helgi Pálsson átti frábæran leik þegar Ísland hóf undankeppni EM í gær með þrettán stiga sigri á Bretum í Laugardalshöllinni, 83-70. Samkvæmt tölfræðinni stóð líka enginn leikmaður sig betur í fyrstu umferðinni en tólf leikir fóru fram í gær. 11. ágúst 2014 12:27
Enginn í Evrópu öflugri en Hlynur og Pavel í gær Íslenska körfuboltalandsliðið byrjaði undankeppni EM frábærlega í Laugardalshöllinni í gærkvöldi þegar liðið vann þrettán stiga sigur á sterku bresku liði, 83-70. 11. ágúst 2014 14:00