Agi og óvinsælar ákvarðanir Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. ágúst 2014 06:00 Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það lofar góðu hversu fast fjárlaganefnd Alþingis virðist ætla að taka á eyðslu ríkisstofnana umfram fjárlög, sem hefur verið í fréttum undanfarna daga. Það er rétt sem Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður fjárlaganefndar, sagði í fréttum okkar á Stöð 2, að engin ríkisstofnun á að fá sérmeðferð og allar eiga þær að halda sig innan þess fjárhagsramma sem Alþingi hefur sett. Það er líka rétt sem Pétur H. Blöndal, varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar, sagði í Bylgjufréttum í gær; að ríkisforstjórar sem ekki treysta sér til að fara að fjárlögum ættu að finna sér aðra vinnu. Enda eru í starfsmannalögum ríkisins ákvæði um að fari ríkisstofnun ítrekað fram úr fjárlögum megi áminna og reka forstöðumanninn. Það er gott hjá þingmönnunum að taka djúpt í árinni. Það er ein forsenda þess að hægt sé að koma á þeim aga í ríkisfjármálum, sem stjórnarmeirihlutinn á Alþingi hefur boðað. En í slíkum aga felst hins vegar líka að þingmennirnir þurfa þá að vera reiðubúnir að standa við bakið á forstöðumönnum ríkisstofnana, sem neyðast til að taka pólitískt óvinsælar ákvarðanir til að halda sig innan fjárlaga. Á meðal þeirra stofnana sem hafa farið mest fram úr fjárheimildum eru Landspítalinn, Sjúkratryggingar Íslands og Vegagerðin. Á Landspítalanum hefur sjúklingum fjölgað umfram það sem gert var ráð fyrir. Ef forstjóri Landspítalans sér ekki aðrar leiðir til að mæta því en að hætta tiltekinni þjónustu, verða stjórnmálamennirnir að vera menn til að styðja þær ákvarðanir, jafnvel þótt það komi illa við tiltekna hópa. Eða þá koma með betri hugmyndir að sparnaði. Ef Vegagerðin er komin framúr vegna mikils kostnaðar við snjómokstur, verður pólitíkin að styðja það að hætt sé við einhverjar vegaframkvæmdir og þannig mætti áfram telja. Að sjálfsögðu á að láta forstöðumenn ríkisstofnana bera ábyrgð á að halda rekstri þeirra innan fjárlaga. En sagan geymir dæmi um að stjórnmálamennirnir setji þá í ómögulega stöðu. Sveinn Arason ríkisendurskoðandi tiltók í fyrra dæmi um að heilbrigðisráðuneytið hefði hafnað niðurskurðartillögum forsvarsmanna heilbrigðisstofnana vegna þess að þær þóttu lítt til vinsælda fallnar, en látið undir höfuð leggjast að tryggja þá aukið fé til rekstrarins. Þannig hefðu viðkomandi stofnanir verið „dæmdar“ til hallareksturs. Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga, sagði í Fréttablaðinu í gær að hin auknu útgjöld sem þar hafa fallið til á árinu hefðu að stærstum hluta verið fyrirséð í byrjun árs. Þá vaknar óneitanlega sú spurning hvort eitthvað af framúrakstrinum var fyrirséð strax við fjárlagagerðina, en menn hafi kosið að loka augunum fyrir því og vona það bezta, í stað þess að skerða réttindi fólks til sjúkratrygginga, eins og nú blasir við að þurfi að gera. Til að halda áformuðum aga á ríkisfjármálunum þarf að minnsta kosti þrennt; að stjórnendur ríkisstofnana axli ábyrgð á að halda þeim innan fjárlaga, að stjórnmálamennirnir séu reiðubúnir að taka með þeim ábyrgð á óvinsælum sparnaði og að gerðar séu raunhæfar áætlanir sem halda.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun