Landbúnaðarpólitík í hakki Ólafur Þ. Stephensen skrifar 14. ágúst 2014 07:00 Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ein af forsendum íslenzkrar landbúnaðarpólitíkur eins og hún hefur verið útfærð undanfarna áratugi er að Ísland sé, eigi að vera og verði um fyrirsjáanlega framtíð sjálfu sér nógt um þær landbúnaðarvörur sem á annað borð eru framleiddar í landinu. Stjórnvöld hafa litið á innflutning á kjöti og mjólkurvörum sem óþarfa sem hefur verið þröngvað upp á okkur með alþjóðlegum samningum. Sá innflutningur hefur verið gerður eins dýr og óhagkvæmur og hægt er, með tollum og uppboðum á tollkvóta, þannig að hann veiti innlendri framleiðslu enga raunverulega samkeppni. Ein meginrökin fyrir þessari stefnu er að hér þurfi að tryggja fæðuöryggi. Nú er farið að braka dálítið hátt í þessari meginforsendu tollverndarinnar. Undanfarin misseri hafa komið upp ýmis dæmi um að innlend framleiðsla annar ekki eftirspurn. Fyrir jól þurfti til dæmis að flytja inn smjör í stórum stíl og innlend kjötframleiðsla er líka langt frá því að anna markaðnum. Fréttablaðið hefur undanfarna daga sagt fréttir af stórauknum innflutningi á kjötvörum. Þannig tífaldaðist innflutningur nautakjöts fyrstu sex mánuði þessa árs frá sama tímabili í fyrra. Í blaðinu í dag kemur fram að ef þróunin verður svipuð seinni hluta árs megi gera ráð fyrir að innflutningur á nautakjöti nemi um fimmtungi af markaðnum. Sambærilegt hlutfall fyrir svínakjöt er sjö prósent og fyrir alifuglakjöt ellefu prósent. Það er eingöngu í lambakjöti sem innlend kjötframleiðsla annar eftirspurn. Kerfið bregzt hins vegar þannig við að tollverndinni er áfram viðhaldið, jafnvel þótt skortur sé á innlendu vörunni. Í tilviki nautakjötsins að minnsta kosti leiðir það til hærra verðs til neytenda. Verðið á innlendu framleiðslunni hækkar vegna þess að framboðið er ekki nóg og svo stillir atvinnuvegaráðuneytið tollana þannig af að innflutningurinn sé heldur dýrari en innlenda framleiðslan. Undanfarna átján mánuði hefur nautahakk til dæmis hækkað í verði um tíu prósent umfram verðbólgu. Þetta er hæpin pólitík, því að það er vafasamt að innlendir framleiðendur anni eftirspurn á næstunni. Sala á nautakjöti hefur stóraukizt, meðal annars vegna fjölgunar ferðamanna, og bændur setja kvígur fremur á til mjólkurframleiðslu en til að framleiða kjöt. Í grein í Fréttablaðinu fyrir nokkrum vikum útskýrðu forsvarsmenn Landssambands kúabænda að loks hefðu stjórnvöld fengizt til að liðka fyrir innflutningi erfðaefnis til að kynbæta holdanautastofna og stuðla að hagkvæmari holdanautabúskap. Í blaðinu í fyrradag kom fram að frumvarp þess efnis væri væntanlegt í haust. Sem er gott, en mun þó ekki skila neinum árangri fyrr en eftir einhver ár. Á meðan mun vanta innlent kjöt. Ætla stjórnvöld að hafa verndartolla á innflutningnum allan þann tíma? Það er rétt sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Bylgjufréttum í gær, að þegar íslenzk vara annar ekki eftirspurn eigi ekki að beita verndartollum á innflutning. Það er líka rétt hjá henni að það þarf að endurskoða landbúnaðarpólitíkina eins og hún leggur sig; hún virkar svo augljóslega ekki.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun