Tvöföld utanríkispólitík 16. ágúst 2014 07:00 Rússar tilkynntu á dögunum um viðskiptatakmarkanir gegn efnahagsþvingunum vestrænna þjóða sem ákveðnar voru í refsingarskyni vegna Úkraínudeilunnar. Margir undruðust að Ísland skyldi ekki vera á þeim lista en aðrir fögnuðu og hugsuðu gott til glóðarinnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sá ástæðu til þess að kalla eftir skýringum á því að Ísland er ekki á bannlista Rússa. Sumir hafa gefið í skyn að með þessu hafi formaðurinn verið að óska þess að Ísland færi á listann. Það eru útúrsnúningar eða sauðarleg fyndni. Full ástæða er til að velta þessari spurningu upp. Bent hefur verið á að rússnesk stjórnvöld kunni að hafa gleymt Íslandi eða að þau hafi einfaldlega ekki nennt að taka það með sakir smæðar. Þetta er ólíklegt en þó ekki hægt að útiloka. Hitt er enn langsóttari skýring að Rússar hafi með þessu ætlað að kljúfa raðir vestrænna þjóða. Ísland og hin vestnorrænu löndin eru of smá til þess. Líklegasta skýringin er sú sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kom með. Hann taldi fullvíst að sérstök utanríkispólitík forseta Íslands hefði ráðið úrslitum í þessu efni. Tvennt gerir þessa kenningu sennilega: Annað er að forsetinn var einkar glysmáll við Rússa fyrir Úkraínudeiluna; en samfelld kyrrðarstund hefur ríkt á Bessastöðum eftir innlimun Krímskagans. Hitt er að fáir þekkja betur til manngerðar forsetans og einkaframtaks hans á sviði utanríkismála en fyrrverandi utanríkisráðherra. Megi líta svo á að í ummælum Össurar Skarphéðinssonar felist svar við eðlilegri spurningu Katrínar Jakobsdóttur verður tæpast dregin önnur ályktun af því en sú að tvöfeldni Íslands í utanríkismálum hafi ráðið niðurstöðu Rússa.Góð eða vond Er þá eftir allt saman góður vísdómur fyrir litla þjóð að vera tvöföld í roðinu í samskiptum við aðrar þjóðir? Græðum við mest á því? Við getum að sönnu selt makríl áfram til Rússlands. En ekki er á vísan að róa með verð í helstu markaðslöndunum þegar bannþjóðirnar auka framboð sitt þar. Svo má ekki gleyma hinu að þegar til lengdar lætur eiga þeir sjaldnast hauka í horni sem beita fláræði í samskiptum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sem verið hefur í fremstu röð sporgöngumanna forseta Íslands, tók með athyglisverðum hætti krók fyrir keldu á þeirri vegferð þegar kom að framferði Rússa gagnvart sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Utanríkisráðherra hefur þvertekið fyrir að ríkisstjórnin leiki tveimur skjöldum í þessu máli. Hann hefur staðið fast á fyrri ákvörðunum um samstöðu með Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðherrann veit að langtímahagsmunir Íslands eru á evrópska efnahagssvæðinu. Í röðum þeirra sem styðja utanríkispólitík forseta Íslands hefur verið látið að því liggja að afstaða Rússa í Úkraínudeilunni byggi að hluta til á réttmætum sögulegum rökum. Það hefur ekki ruglað utanríkisráðherra í ríminu. Hann á því lof skilið fyrir að hafa haldið af skynsemi og einurð á þessu máli. Viðskiptaþvinganir eru alltaf tvíeggja sverð. En allt þetta mál sýnir að stöðugleiki í alþjóðamálum og friðsamleg sambúð eru forsendur frjálsra og óhindraðra viðskipta. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa skapað þessar forsendur í meira en hálfa öld í Evrópu. Nú þegar blikur eru á lofti skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að halda samstöðunni um þær hugsjónir sem að baki því starfi búa.LýðræðishallinnSkýring Össurar Skarphéðinssonar á veru Íslands utan bannlista Rússa beinir athyglinni að öðrum þætti tvöfaldrar utanríkisstefnu þar sem ríkisstjórnin fer stundum sér og forsetinn sér. Það er lýðræðishallinn á þeirri skipan mála. Veigamikill þáttur í lýðræðislegri meðferð utanríkismála felst í umræðum, eftirliti og aðhaldi Alþingis með athöfnum utanríkisráðherra og samráðsskyldu hans við utanríkisnefnd. Þegar forseti Íslands fer fram með sérstaka utanríkispólitík sína er þessu eftirlits- og samráðshlutverki Alþingis aftur á móti vikið til hliðar. Annars vegar er utanríkispólitík ríkisstjórnar á hverjum tíma mótuð á lýðræðislegum grundvelli og háð lýðræðislegu eftirliti. Hins vegar er ógegnsæ utanríkispólitík bakherbergjanna utan við allt lýðræðislegt samráð og eftirlit. Að vísu þarf þetta ekki að vera svona. Utanríkisráðherra ber ábyrgð á pólitík forsetans og getur fellt athafnir hans á því sviði undir lýðræðisreglur íslenskrar stjórnskipunar. Þessi sjónarmið um lýðræðishallann snúa jafnt að þeim sem eru hlynntir málstað forsetans og hinum sem eru á öndverðum meiði. Aðalatriðið er að hér er brotalöm í lýðræðislegri meðferð þessara mikilvægu mála sem huga þarf að. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur vikið sér undan að bæta hér úr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Rússar tilkynntu á dögunum um viðskiptatakmarkanir gegn efnahagsþvingunum vestrænna þjóða sem ákveðnar voru í refsingarskyni vegna Úkraínudeilunnar. Margir undruðust að Ísland skyldi ekki vera á þeim lista en aðrir fögnuðu og hugsuðu gott til glóðarinnar. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sá ástæðu til þess að kalla eftir skýringum á því að Ísland er ekki á bannlista Rússa. Sumir hafa gefið í skyn að með þessu hafi formaðurinn verið að óska þess að Ísland færi á listann. Það eru útúrsnúningar eða sauðarleg fyndni. Full ástæða er til að velta þessari spurningu upp. Bent hefur verið á að rússnesk stjórnvöld kunni að hafa gleymt Íslandi eða að þau hafi einfaldlega ekki nennt að taka það með sakir smæðar. Þetta er ólíklegt en þó ekki hægt að útiloka. Hitt er enn langsóttari skýring að Rússar hafi með þessu ætlað að kljúfa raðir vestrænna þjóða. Ísland og hin vestnorrænu löndin eru of smá til þess. Líklegasta skýringin er sú sem Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, kom með. Hann taldi fullvíst að sérstök utanríkispólitík forseta Íslands hefði ráðið úrslitum í þessu efni. Tvennt gerir þessa kenningu sennilega: Annað er að forsetinn var einkar glysmáll við Rússa fyrir Úkraínudeiluna; en samfelld kyrrðarstund hefur ríkt á Bessastöðum eftir innlimun Krímskagans. Hitt er að fáir þekkja betur til manngerðar forsetans og einkaframtaks hans á sviði utanríkismála en fyrrverandi utanríkisráðherra. Megi líta svo á að í ummælum Össurar Skarphéðinssonar felist svar við eðlilegri spurningu Katrínar Jakobsdóttur verður tæpast dregin önnur ályktun af því en sú að tvöfeldni Íslands í utanríkismálum hafi ráðið niðurstöðu Rússa.Góð eða vond Er þá eftir allt saman góður vísdómur fyrir litla þjóð að vera tvöföld í roðinu í samskiptum við aðrar þjóðir? Græðum við mest á því? Við getum að sönnu selt makríl áfram til Rússlands. En ekki er á vísan að róa með verð í helstu markaðslöndunum þegar bannþjóðirnar auka framboð sitt þar. Svo má ekki gleyma hinu að þegar til lengdar lætur eiga þeir sjaldnast hauka í horni sem beita fláræði í samskiptum. Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, sem verið hefur í fremstu röð sporgöngumanna forseta Íslands, tók með athyglisverðum hætti krók fyrir keldu á þeirri vegferð þegar kom að framferði Rússa gagnvart sjálfstæði og fullveldi Úkraínu. Utanríkisráðherra hefur þvertekið fyrir að ríkisstjórnin leiki tveimur skjöldum í þessu máli. Hann hefur staðið fast á fyrri ákvörðunum um samstöðu með Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Ráðherrann veit að langtímahagsmunir Íslands eru á evrópska efnahagssvæðinu. Í röðum þeirra sem styðja utanríkispólitík forseta Íslands hefur verið látið að því liggja að afstaða Rússa í Úkraínudeilunni byggi að hluta til á réttmætum sögulegum rökum. Það hefur ekki ruglað utanríkisráðherra í ríminu. Hann á því lof skilið fyrir að hafa haldið af skynsemi og einurð á þessu máli. Viðskiptaþvinganir eru alltaf tvíeggja sverð. En allt þetta mál sýnir að stöðugleiki í alþjóðamálum og friðsamleg sambúð eru forsendur frjálsra og óhindraðra viðskipta. Atlantshafsbandalagið og Evrópusambandið hafa skapað þessar forsendur í meira en hálfa öld í Evrópu. Nú þegar blikur eru á lofti skiptir meira máli en nokkru sinni fyrr að halda samstöðunni um þær hugsjónir sem að baki því starfi búa.LýðræðishallinnSkýring Össurar Skarphéðinssonar á veru Íslands utan bannlista Rússa beinir athyglinni að öðrum þætti tvöfaldrar utanríkisstefnu þar sem ríkisstjórnin fer stundum sér og forsetinn sér. Það er lýðræðishallinn á þeirri skipan mála. Veigamikill þáttur í lýðræðislegri meðferð utanríkismála felst í umræðum, eftirliti og aðhaldi Alþingis með athöfnum utanríkisráðherra og samráðsskyldu hans við utanríkisnefnd. Þegar forseti Íslands fer fram með sérstaka utanríkispólitík sína er þessu eftirlits- og samráðshlutverki Alþingis aftur á móti vikið til hliðar. Annars vegar er utanríkispólitík ríkisstjórnar á hverjum tíma mótuð á lýðræðislegum grundvelli og háð lýðræðislegu eftirliti. Hins vegar er ógegnsæ utanríkispólitík bakherbergjanna utan við allt lýðræðislegt samráð og eftirlit. Að vísu þarf þetta ekki að vera svona. Utanríkisráðherra ber ábyrgð á pólitík forsetans og getur fellt athafnir hans á því sviði undir lýðræðisreglur íslenskrar stjórnskipunar. Þessi sjónarmið um lýðræðishallann snúa jafnt að þeim sem eru hlynntir málstað forsetans og hinum sem eru á öndverðum meiði. Aðalatriðið er að hér er brotalöm í lýðræðislegri meðferð þessara mikilvægu mála sem huga þarf að. Hver ríkisstjórnin á fætur annarri hefur vikið sér undan að bæta hér úr.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar