Flókin pólitísk staða Þorsteinn Pálsson skrifar 23. ágúst 2014 07:00 Það var einstæður atburður þegar ríkissaksóknari ákærði aðstoðarmann innanríkisráðherra fyrir leka á persónuupplýsingum. Sekt hans hefur þó ekki verið sönnuð með því. Og ekki er sjálfgefið að ákæruvaldinu takist að sýna með óyggjandi hætti fram á sekt fyrir dómi. Lögfræðilega hlið málsins er því ekki einföld. En pólitíska hliðin er þó enn flóknari. Viðbrögð innanríkisráðherra, forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar sýna það glöggt. Eins og sakir standa má reikna með að ríkisstjórnin verði í varnarstöðu vegna þessa máls í talsverðan tíma. Innanríkisráðherra ákvað að víkja að hálfum hluta vegna þessa atburðar. Það tengist ekki reglum stjórnsýslulaga um vanhæfi til þess að fara með einstakt mál. Sá möguleiki er að baki. Þetta er fyrst og fremst mat ráðherrans sjálfs á pólitískri stöðu. Afsögn ráðherra við slíkar aðstæður þarf ekki að merkja viðurkenningu á því að hafa brugðist með einhverjum hætti. Erlendis má finna mörg dæmi um að ráðherrar víki til þess eins að létta pólitísku oki af samstarfsmönnum. Í þessum tilgangi er afsögn að hálfum hluta aftur á móti nýmæli og raunar áhugavert fordæmi. Eftir fundi í þingflokkum ríkisstjórnarinnar í vikunni er ljóst að þeim finnst að með þessu frumkvæði ráðherrans hafi verið létt það mikið á þunga málsins að þeir geti axlað hann sameiginlega. Að svo vöxnu máli sýnist ráðherrann því ætla að standa þessar hremmingar af sér.Misráðið að fjölga ráðherrum Ákvörðun innanríkisráðherra um að víkja að hálfu hefur síðan vakið hugmynd um að kljúfa ráðuneytið varanlega og stofna aftur dómsmálaráðuneyti. Fyrir margar sakir væru það óskynsamleg viðbrögð. Í fyrsta lagi er það vont fordæmi að láta tímabundna erfiðleika ráðherra ráða skipulagi stjórnarráðsins. Hvað á að gera næst þegar ráðherra lendir í hremmingum? Í öðru lagi eru dómsmálin of lítil eining til að kalla á óskipta pólitíska forystu þótt þau séu þungamiðja í stjórnkerfinu. Fyrir því er löng reynsla. Í þriðja lagi er nóg komið af hringli með skipan stjórnarráðsins. Og í fjórða lagi eru það afspyrnu vond skilaboð á þrengingartímum að fjölga ráðherrum. Á að leysa stjórnunarvanda í ríkisstofnunum með því að fjölga forstjórum? Píratar hyggjast bera fram vantraust á innanríkisráðherra. En stærri flokkarnir í stjórnarandstöðu hafa lítið látið uppi um áform sín. Ef að líkum lætur má þó reikna með að þeir vilji nýta sér alla möguleika þingskapa um fyrirspurnir, sérstakar umræður og skoðun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til þess að draga fram helstu hliðar málsins bæði lögfræðilegar og pólitískar. Vantraust er mesta þungavopn Alþingis. Verði vantraust Pírata borið undir atkvæði strax í byrjun þings og fellt þrengir það möguleika hinna stjórnarandstöðuflokkanna til að fara af stað með léttari vopn. Fari svo sem horfir hjálpar það ríkisstjórninni að stjórnarandstaðan byrjar á fallbyssuskotinu.Hver er sá seki? Ákæran hefur ekki breytt því bjargfasta áliti innanríkisráðherra að aðstoðarmaður hans sé saklaus af rökstuddum grun lögreglu og mati ákæruvaldsins um sekt. Ætla verður að ráðherrann hafi eitthvað fyrir sér í því. En hin hliðin á þessari staðfestu er sú að ráðherrann hlýtur að vera fullviss um að einhver annar starfsmaður ráðuneytisins hafi brotið af sér. Sú skylda hvílir þar af leiðandi á honum og alveg sérstaklega væntanlegum meðráðherra að vinna áfram að því að upplýsa málið á þeirri forsendu. Í því sambandi er ef til vill ástæða til að hafa í huga að í dómi Hæstaréttar, sem viðurkenndi rétt vefritsins mbl.is til að neita að svara til um heimildarmann, er sérstaklega tekið fram að ekki sé tekin afstaða til þess hvort réttlætanlegt hafi verið af vefritinu að birta persónuupplýsingarnar. Það gæti verið liður í viðleitni ráðuneytisins til að koma fram ábyrgð gagnvart réttum aðilum að láta á þá spurningu reyna fyrir dómstólum. Til að aflétta skyldu fjölmiðla til heimildarmannaleyndar þarf tvö skilyrði. Annað var uppfyllt að áliti Hæstaréttar. Hitt lýtur að mati á því hvort ríkir almannahagsmunir kalli á frávik frá meginreglunni. Ekki þótti sýnt fram á það. Af orðalagi dómsins verður þó ekki ráðið hvort beinlínis hafi reynt á þá málsástæðu að það kunni að vera ríkari almannahagsmunir að verja samband ráðherra og Alþingis en samband fjölmiðils og undirmanns ráðherra. Er hugsanlegt að traust ráðherra með lýðræðislegt umboð sé mikilvægara en trúnaður fjölmiðils og embættismanns? Færa má rök með og á móti. En ekki væri unnt að gagnrýna ef látið yrði á þessa spurningu reyna. Víst er að það væri gott fyrir ráðherra sem er sannfærður um að það myndi hreinsa aðstoðarmanninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Það var einstæður atburður þegar ríkissaksóknari ákærði aðstoðarmann innanríkisráðherra fyrir leka á persónuupplýsingum. Sekt hans hefur þó ekki verið sönnuð með því. Og ekki er sjálfgefið að ákæruvaldinu takist að sýna með óyggjandi hætti fram á sekt fyrir dómi. Lögfræðilega hlið málsins er því ekki einföld. En pólitíska hliðin er þó enn flóknari. Viðbrögð innanríkisráðherra, forystumanna ríkisstjórnarinnar og leiðtoga stjórnarandstöðunnar sýna það glöggt. Eins og sakir standa má reikna með að ríkisstjórnin verði í varnarstöðu vegna þessa máls í talsverðan tíma. Innanríkisráðherra ákvað að víkja að hálfum hluta vegna þessa atburðar. Það tengist ekki reglum stjórnsýslulaga um vanhæfi til þess að fara með einstakt mál. Sá möguleiki er að baki. Þetta er fyrst og fremst mat ráðherrans sjálfs á pólitískri stöðu. Afsögn ráðherra við slíkar aðstæður þarf ekki að merkja viðurkenningu á því að hafa brugðist með einhverjum hætti. Erlendis má finna mörg dæmi um að ráðherrar víki til þess eins að létta pólitísku oki af samstarfsmönnum. Í þessum tilgangi er afsögn að hálfum hluta aftur á móti nýmæli og raunar áhugavert fordæmi. Eftir fundi í þingflokkum ríkisstjórnarinnar í vikunni er ljóst að þeim finnst að með þessu frumkvæði ráðherrans hafi verið létt það mikið á þunga málsins að þeir geti axlað hann sameiginlega. Að svo vöxnu máli sýnist ráðherrann því ætla að standa þessar hremmingar af sér.Misráðið að fjölga ráðherrum Ákvörðun innanríkisráðherra um að víkja að hálfu hefur síðan vakið hugmynd um að kljúfa ráðuneytið varanlega og stofna aftur dómsmálaráðuneyti. Fyrir margar sakir væru það óskynsamleg viðbrögð. Í fyrsta lagi er það vont fordæmi að láta tímabundna erfiðleika ráðherra ráða skipulagi stjórnarráðsins. Hvað á að gera næst þegar ráðherra lendir í hremmingum? Í öðru lagi eru dómsmálin of lítil eining til að kalla á óskipta pólitíska forystu þótt þau séu þungamiðja í stjórnkerfinu. Fyrir því er löng reynsla. Í þriðja lagi er nóg komið af hringli með skipan stjórnarráðsins. Og í fjórða lagi eru það afspyrnu vond skilaboð á þrengingartímum að fjölga ráðherrum. Á að leysa stjórnunarvanda í ríkisstofnunum með því að fjölga forstjórum? Píratar hyggjast bera fram vantraust á innanríkisráðherra. En stærri flokkarnir í stjórnarandstöðu hafa lítið látið uppi um áform sín. Ef að líkum lætur má þó reikna með að þeir vilji nýta sér alla möguleika þingskapa um fyrirspurnir, sérstakar umræður og skoðun í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til þess að draga fram helstu hliðar málsins bæði lögfræðilegar og pólitískar. Vantraust er mesta þungavopn Alþingis. Verði vantraust Pírata borið undir atkvæði strax í byrjun þings og fellt þrengir það möguleika hinna stjórnarandstöðuflokkanna til að fara af stað með léttari vopn. Fari svo sem horfir hjálpar það ríkisstjórninni að stjórnarandstaðan byrjar á fallbyssuskotinu.Hver er sá seki? Ákæran hefur ekki breytt því bjargfasta áliti innanríkisráðherra að aðstoðarmaður hans sé saklaus af rökstuddum grun lögreglu og mati ákæruvaldsins um sekt. Ætla verður að ráðherrann hafi eitthvað fyrir sér í því. En hin hliðin á þessari staðfestu er sú að ráðherrann hlýtur að vera fullviss um að einhver annar starfsmaður ráðuneytisins hafi brotið af sér. Sú skylda hvílir þar af leiðandi á honum og alveg sérstaklega væntanlegum meðráðherra að vinna áfram að því að upplýsa málið á þeirri forsendu. Í því sambandi er ef til vill ástæða til að hafa í huga að í dómi Hæstaréttar, sem viðurkenndi rétt vefritsins mbl.is til að neita að svara til um heimildarmann, er sérstaklega tekið fram að ekki sé tekin afstaða til þess hvort réttlætanlegt hafi verið af vefritinu að birta persónuupplýsingarnar. Það gæti verið liður í viðleitni ráðuneytisins til að koma fram ábyrgð gagnvart réttum aðilum að láta á þá spurningu reyna fyrir dómstólum. Til að aflétta skyldu fjölmiðla til heimildarmannaleyndar þarf tvö skilyrði. Annað var uppfyllt að áliti Hæstaréttar. Hitt lýtur að mati á því hvort ríkir almannahagsmunir kalli á frávik frá meginreglunni. Ekki þótti sýnt fram á það. Af orðalagi dómsins verður þó ekki ráðið hvort beinlínis hafi reynt á þá málsástæðu að það kunni að vera ríkari almannahagsmunir að verja samband ráðherra og Alþingis en samband fjölmiðils og undirmanns ráðherra. Er hugsanlegt að traust ráðherra með lýðræðislegt umboð sé mikilvægara en trúnaður fjölmiðils og embættismanns? Færa má rök með og á móti. En ekki væri unnt að gagnrýna ef látið yrði á þessa spurningu reyna. Víst er að það væri gott fyrir ráðherra sem er sannfærður um að það myndi hreinsa aðstoðarmanninn.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun