Þriðjungur þjóðarinnar í strætó Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum Strætó bs. en á nýafstaðinni menningarnótt. Um 100 þúsund gestir komu í strætó einhvern tíma yfir daginn, en akstur stóð til eitt eftir miðnætti. Á sunnudeginum stóð Strætó, í samvinnu við Kópavogsbæ, síðan fyrir flutningum um 10 þúsund gesta á tónleika Justins Timberlake og um 15 þúsund frá þeim. Strætó bs. flutti því um 125 þúsund farþega á tveimur dögum, en það jafngildir því að vel ríflega þriðjungur þjóðarinnar hafi tekið sér far með strætó á einni helgi. Heilt yfir gekk allt mjög vel og þakka má það góðri samvinnu við þá sem skipulögðu viðburðina. Sérstök stemning myndast á hátíðum sem þessum og þó þröngt væri í vögnunum sýndu farþegar einstaka þolinmæði og skilning. Strætó bs. þakkar þeim sérstaklega fyrir hve vel tókst til. Ljóst er að strætó er mikilvægur hluti af Menningarnótt og mun verða það áfram. Góð reynsla er komin á þjónustuna, en á hverju ári lærum við eitthvað nýtt. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að aka frá Kirkjusandi að Skólavörðuholti, með viðkomu í Borgartúni. Skemmst er frá því að segja að þetta vakti mikla lukku og þegar hefur verið ákveðið að tvöfalda fjölda vagna sem aka munu þá leið á Menningarnótt. Þá er líklegt að fleiri vagnar verði notaðir við að flytja fólk úr miðbænum að ári, en ekki er hægt að segja annað en að það hafi þó gengið vel þar sem það tók ekki nema um einn og hálfan tíma. Við hjá Srætó bs. erum stolt yfir því hve starfsemi fyrirtækisins skiptir miklu máli í daglegu lífi margra og vinnum stöðugt að því að bæta þjónustuna svo sem flestir geti nýtt sér strætó. Markmið eigenda og stjórnvalda er að auka hlut þeirra ferða sem farnar eru með almenningssamgöngum úr 4% árið 2012 í 8% árið 2022. Mikil fjölgun hefur orðið á farþegum síðustu árin og almenningssamgöngur hafa fengið æ meiri sess í skipulagi sveitarfélaga. Ljóst er þó að allir þurfa að halda vel á spilunum ef fyrrgreind markmið eiga að nást. Það er hagur okkar allra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Sjá meira
Aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum Strætó bs. en á nýafstaðinni menningarnótt. Um 100 þúsund gestir komu í strætó einhvern tíma yfir daginn, en akstur stóð til eitt eftir miðnætti. Á sunnudeginum stóð Strætó, í samvinnu við Kópavogsbæ, síðan fyrir flutningum um 10 þúsund gesta á tónleika Justins Timberlake og um 15 þúsund frá þeim. Strætó bs. flutti því um 125 þúsund farþega á tveimur dögum, en það jafngildir því að vel ríflega þriðjungur þjóðarinnar hafi tekið sér far með strætó á einni helgi. Heilt yfir gekk allt mjög vel og þakka má það góðri samvinnu við þá sem skipulögðu viðburðina. Sérstök stemning myndast á hátíðum sem þessum og þó þröngt væri í vögnunum sýndu farþegar einstaka þolinmæði og skilning. Strætó bs. þakkar þeim sérstaklega fyrir hve vel tókst til. Ljóst er að strætó er mikilvægur hluti af Menningarnótt og mun verða það áfram. Góð reynsla er komin á þjónustuna, en á hverju ári lærum við eitthvað nýtt. Í ár var bryddað upp á þeirri nýjung að aka frá Kirkjusandi að Skólavörðuholti, með viðkomu í Borgartúni. Skemmst er frá því að segja að þetta vakti mikla lukku og þegar hefur verið ákveðið að tvöfalda fjölda vagna sem aka munu þá leið á Menningarnótt. Þá er líklegt að fleiri vagnar verði notaðir við að flytja fólk úr miðbænum að ári, en ekki er hægt að segja annað en að það hafi þó gengið vel þar sem það tók ekki nema um einn og hálfan tíma. Við hjá Srætó bs. erum stolt yfir því hve starfsemi fyrirtækisins skiptir miklu máli í daglegu lífi margra og vinnum stöðugt að því að bæta þjónustuna svo sem flestir geti nýtt sér strætó. Markmið eigenda og stjórnvalda er að auka hlut þeirra ferða sem farnar eru með almenningssamgöngum úr 4% árið 2012 í 8% árið 2022. Mikil fjölgun hefur orðið á farþegum síðustu árin og almenningssamgöngur hafa fengið æ meiri sess í skipulagi sveitarfélaga. Ljóst er þó að allir þurfa að halda vel á spilunum ef fyrrgreind markmið eiga að nást. Það er hagur okkar allra.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun