Bjarni bregst Árni Páll Árnason skrifar 28. ágúst 2014 07:00 Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans. Það sem meiru skiptir nú eru viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins. Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð af gerðum sínum, til að hlífa stjórnkerfinu og embættismönnum við óþarfa gagnrýni og álitshnekki. Þar bregst honum algerlega bogalistin. Þegar aðstoðarmaður ráðherra var ákærður fyrir að misfara með opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans var ljóst að ráðherrann gat ekki setið áfram. Það er grundvallaratriði, sem allir virðast sammála um. Enginn – ekki einu sinni hörðustu málsvarnarmenn ráðherrans – hafa talið til greina koma fyrir hann að sitja áfram sem ráðherra dómsmála við þær aðstæður. Þá kemur að því hvað gerist næst. Í öllum öðrum löndum – og á öllum öðrum tímum á Íslandi - myndi það leiða til þess að ráðherrann axlaði pólitíska ábyrgð og segði af sér. Fyrir því eru fordæmi.Klæðskerasaumuð breyting En formaður Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ráða við þá leið. Til að forða því að ráðherra flokksins þurfi að axla ábyrgð á eigin verkum og framgöngu pólitískra aðstoðarmanna hennar er frekar farið í handahófskenndar ráðuneytabreytingar. Það er betra að brjóta upp stjórnkerfið en að skipta um ráðherra. Á undanförnum misserum hafa forystumenn ríkisstjórnarflokkanna oft nefnt að til greina komi að breyta ráðuneytaskipan. Aldrei hefur verið rætt – fyrr en nú – um að stofna sérstakt dómsmálaráðuneyti. Breytingin er því ekki hluti af yfirvegaðri endurskipulagningu, heldur klæðskerasaumuð að þessum flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð. Enda var formaður flokksins að bögglast með það í nærri tvær vikur að finna út úr því hvernig væri hægt að kljúfa ráðuneytið og endaði svo á því að biðja Framsóknarflokkinn að manna það. Það er saga til næsta bæjar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við að manna dómsmálaráðuneytið.Tekur undir ásakanir Pólitísk ábyrgð er hluti nauðsynlegrar stjórnfestu. Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur nú fyrir sjónir sem flokkur sem ræður ekki við að axla ábyrgð á landsstjórninni. Ef ráðherrar hans gera mistök þarf að breyta ráðuneytunum til að forða ráðherrunum frá því að bera ábyrgð á eigin verkum. „Völd án ábyrgðar“ ætti að vera hið nýja kjörorð Sjálfstæðisflokksins. Annar hluti stjórnfestu er að standa vörð um réttan framgang mála og virða rétt eftirlitsstofnana til að vinna verk sín samkvæmt gildandi lögum. Þar bregst Bjarni líka. Aðfinnslur ráðuneytis lögreglumála í fréttatilkynningu 18. júní sl. við yfirstandandi lögreglurannsókn í sumar voru látnar óátaldar og nú tekur hann undir ásakanir í garð umboðsmanns Alþingis, í stað þess að standa vörð um rétt umboðsmanns til að fylgja eftir máli innan gildandi lagaramma eftir eigin dómgreind. Af þessu má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ræður undir núverandi forystu ekki við að virða grunnreglur stjórnfestu í lýðræðissamfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Árni Páll Árnason Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við höfum undanfarið orðið vitni að sérkennilegri atburðarás vegna lekamálsins og misbeitingu innanríkisráðherra á valdi sínu með afskiptum af lögreglurannsókn. Við munum að endingu sjá hver viðbrögð umboðsmanns verða við málsvörn ráðherrans. Það sem meiru skiptir nú eru viðbrögð formanns Sjálfstæðisflokksins. Honum ber, sem formanni stjórnarflokks, að standa vörð um stjórnfestu og leikreglur réttarríkisins. Hluti af því er að tryggja að stjórnmálamenn axli pólitíska ábyrgð af gerðum sínum, til að hlífa stjórnkerfinu og embættismönnum við óþarfa gagnrýni og álitshnekki. Þar bregst honum algerlega bogalistin. Þegar aðstoðarmaður ráðherra var ákærður fyrir að misfara með opinber gögn í ráðuneyti ráðherrans var ljóst að ráðherrann gat ekki setið áfram. Það er grundvallaratriði, sem allir virðast sammála um. Enginn – ekki einu sinni hörðustu málsvarnarmenn ráðherrans – hafa talið til greina koma fyrir hann að sitja áfram sem ráðherra dómsmála við þær aðstæður. Þá kemur að því hvað gerist næst. Í öllum öðrum löndum – og á öllum öðrum tímum á Íslandi - myndi það leiða til þess að ráðherrann axlaði pólitíska ábyrgð og segði af sér. Fyrir því eru fordæmi.Klæðskerasaumuð breyting En formaður Sjálfstæðisflokksins virðist ekki ráða við þá leið. Til að forða því að ráðherra flokksins þurfi að axla ábyrgð á eigin verkum og framgöngu pólitískra aðstoðarmanna hennar er frekar farið í handahófskenndar ráðuneytabreytingar. Það er betra að brjóta upp stjórnkerfið en að skipta um ráðherra. Á undanförnum misserum hafa forystumenn ríkisstjórnarflokkanna oft nefnt að til greina komi að breyta ráðuneytaskipan. Aldrei hefur verið rætt – fyrr en nú – um að stofna sérstakt dómsmálaráðuneyti. Breytingin er því ekki hluti af yfirvegaðri endurskipulagningu, heldur klæðskerasaumuð að þessum flótta Sjálfstæðisflokksins frá pólitískri ábyrgð. Enda var formaður flokksins að bögglast með það í nærri tvær vikur að finna út úr því hvernig væri hægt að kljúfa ráðuneytið og endaði svo á því að biðja Framsóknarflokkinn að manna það. Það er saga til næsta bæjar að Sjálfstæðisflokkurinn ráði ekki við að manna dómsmálaráðuneytið.Tekur undir ásakanir Pólitísk ábyrgð er hluti nauðsynlegrar stjórnfestu. Sjálfstæðisflokkurinn kemur okkur nú fyrir sjónir sem flokkur sem ræður ekki við að axla ábyrgð á landsstjórninni. Ef ráðherrar hans gera mistök þarf að breyta ráðuneytunum til að forða ráðherrunum frá því að bera ábyrgð á eigin verkum. „Völd án ábyrgðar“ ætti að vera hið nýja kjörorð Sjálfstæðisflokksins. Annar hluti stjórnfestu er að standa vörð um réttan framgang mála og virða rétt eftirlitsstofnana til að vinna verk sín samkvæmt gildandi lögum. Þar bregst Bjarni líka. Aðfinnslur ráðuneytis lögreglumála í fréttatilkynningu 18. júní sl. við yfirstandandi lögreglurannsókn í sumar voru látnar óátaldar og nú tekur hann undir ásakanir í garð umboðsmanns Alþingis, í stað þess að standa vörð um rétt umboðsmanns til að fylgja eftir máli innan gildandi lagaramma eftir eigin dómgreind. Af þessu má ráða að Sjálfstæðisflokkurinn ræður undir núverandi forystu ekki við að virða grunnreglur stjórnfestu í lýðræðissamfélagi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun