„Forstjórabústaður“ Orkuveitunnar og umhverfismál Nesjavallavirkjunar Bjarni Bjarnason skrifar 10. september 2014 07:00 Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um svokallaðan forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn og um þá ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar, sem tekin var í lok júní síðastliðnum, „að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins undir sumarhús“ eins og segir orðrétt í fundargerð. Mér sýnist að umfjöllunin hafi verið nokkuð brotakennd og vil ég reyna að fylla í myndina með þessari grein. Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavallajörðina árið 1964 vegna vaxandi þarfar fyrir heitt vatn. Jörðin nær frá norðausturbrún Hengilsins til strandar Þingvallavatns eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd. Vatnsbakkinn liggur að mestu í úfnu hrauni. Jörðinni fylgdi lítill sumarbústaður í Riðvík og hefur hann stundum verið kallaður forstjórabústaðurinn innan Orkuveitunnar. Að auki eru þar tíu aðrir sumarbústaðir í einkaeigu meðfram vatnsbakkanum. Einkabústaðirnir standa á leigulandi úr Nesjavallajörðinni en hún liggur utan Þingvallaþjóðgarðsins. „Forstjórabústaðurinn“ Sumarbústaðurinn í Riðvík var byggður árið 1946 og er hann 47 fermetrar að stærð. Hann var byggður samkvæmt kröfum þess tíma og byggingarefnið var flutt á ísi á Þingvallavatni því enginn var þá vegurinn. Hitaveita Reykjavíkur byggði bátaskýli við bústaðinn árið 1998. Ég þekki ekki notkunarsögu bústaðarins í Riðvík en nafngiftin bendir til þess að hann hafi verið notaður af forstjórum Orkuveitunnar að einhverju marki eða að þeir hafi haft ráðstöfunarrétt yfir honum, hver sem notkunin kann að hafa verið. Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga árið 2010 tók ný stjórn við Orkuveitunni. Stjórnin réð nýjan forstjóra tímabundið til hálfs árs og tóku nýja stjórnin og forstjórinn meðal annars þá ákvörðun að afnema öll sérréttindi stjórnenda í Orkuveitunni. Einkaafnot eða forgangur að húseignum Orkuveitunnar heyrðu þar undir. Ég hóf störf í Orkuveitunni 1. mars 2011. Ákvæði um einkaafnot mín af bústaðnum í Riðvík er ekki að finna í ráðningarsamningi og vissi ég ekki á þeim tíma að bústaðurinn væri til. Sú hugmynd var rædd um þetta leyti að afhenda starfsmannafélagi Orkuveitunnar bústaðinn til útleigu fyrir félagsmenn. Bústaðurinn stendur á viðkvæmu vatnsverndarsvæði sem útilokaði þá hugmynd. Notkun og örlög bústaðarins lentu því í biðstöðu, sem nú hefur verið rofin með framangreindri samþykkt stjórnar Orkuveitunnar. Við þingvallavatn Horft til norðurs yfir Nesjavelli, Nesjahraun og Þingvallavatn. Vatnstökuhúsið á Grámel er ofarlega til hægri á myndinni og sumarhúsið við Riðvík þar steinsnar frá. Sumarhúsalóðirnar eru niðri við vatnið undan Nesjahrauninu. Mynd: Gretar Ívarsson/OR Rekstur, umhverfismál og sala Mikill rekstrar- og skuldavandi blasti við stjórn Orkuveitunnar í upphafi árs 2011. Var þá samin víðtæk áætlun um endurreisn, Planið svokallaða, sem tók gildi 1. apríl það ár. Einn af fimm mikilvægum þáttum Plansins er sala eigna sem ekki heyra undir kjarnastarfsemi Orkuveitunnar. Listi var gerður yfir þær eignir sem áformað var að selja og voru sumarbústaðalóðirnar tíu á bakka Þingvallavatns þar á meðal. Forstjóra var falið að selja lóðirnar þegar leigusamningum lyki. Bústaður Orkuveitunnar í Riðvík var ekki á sölulistanum. Ástæðan er sú að bústaðurinn stendur nánast ofan á vatnsbóli Nesjavallavirkjunar á Grámel, þaðan sem dælt er 2000 lítrum á sekúndu af ferskvatni sem hitað er í virkjuninni og dælt áfram til Reykjavíkur. Stjórnendur Orkuveitunnar hafa hugað mjög að umhverfismálum undanfarin ár eftir að hæstu fjármálaöldurnar lægði. Starfsemi virkjananna á Nesjavöllum og á Hellisheiði hefur verið í brennidepli. Hraunið milli Nesjavallavirkjunar og Þingvallavatns og vatnsbakkinn fyrir landi Nesjavalla tengjast umhverfismálum virkjunarinnar á tvennan hátt. Annars vegar er framangreind vatnstaka á Grámel, en þar er nú afkastamesta vatnsból landsins. Vatnið er bæði nýtt fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu og sem neysluvatn á virkjunarsvæðinu. Hins vegar er hraunið afrennslisleið fyrir vatn frá Nesjavallavirkjun, sem dreifist um hraunið neðanjarðar á ferð sinni til Þingvallavatns. Við nánari skoðun var það niðurstaða stjórnenda Orkuveitunnar að óráðlegt væri að selja einstaklingum land á svo viðkvæmum stað og missa þannig forræði yfir því til frambúðar. Stjórnendur Orkuveitunnar óskuðu eftir því við stjórn fyrirtækisins að afturkalla ákvörðun um sölu á sumarbústaðalóðunum, sem hún samþykkti. Stjórnin ákvað jafnframt að fela forstjóra að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins fyrir sumarhús, eins og fyrr er getið. Viðræður við eigendur sumarhúsanna tíu standa nú yfir og eru ýmsir þættir til skoðunar. Ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að ná endanlegu markmiði og þarf Orkuveitan að huga að góðu meðalhófi í framgöngu. Bústaður Orkuveitunnar í Riðvík stendur næst vatnsbólinu á Grámel og því mun hann víkja fyrstur en ákveðið hefur verið að rífa hann næsta sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Bjarnason Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Fréttablaðið og Stöð 2 hafa undanfarna daga fjallað um svokallaðan forstjórabústað Orkuveitu Reykjavíkur við Þingvallavatn og um þá ákvörðun stjórnar Orkuveitunnar, sem tekin var í lok júní síðastliðnum, „að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins undir sumarhús“ eins og segir orðrétt í fundargerð. Mér sýnist að umfjöllunin hafi verið nokkuð brotakennd og vil ég reyna að fylla í myndina með þessari grein. Hitaveita Reykjavíkur keypti Nesjavallajörðina árið 1964 vegna vaxandi þarfar fyrir heitt vatn. Jörðin nær frá norðausturbrún Hengilsins til strandar Þingvallavatns eins og sjá má á meðfylgjandi ljósmynd. Vatnsbakkinn liggur að mestu í úfnu hrauni. Jörðinni fylgdi lítill sumarbústaður í Riðvík og hefur hann stundum verið kallaður forstjórabústaðurinn innan Orkuveitunnar. Að auki eru þar tíu aðrir sumarbústaðir í einkaeigu meðfram vatnsbakkanum. Einkabústaðirnir standa á leigulandi úr Nesjavallajörðinni en hún liggur utan Þingvallaþjóðgarðsins. „Forstjórabústaðurinn“ Sumarbústaðurinn í Riðvík var byggður árið 1946 og er hann 47 fermetrar að stærð. Hann var byggður samkvæmt kröfum þess tíma og byggingarefnið var flutt á ísi á Þingvallavatni því enginn var þá vegurinn. Hitaveita Reykjavíkur byggði bátaskýli við bústaðinn árið 1998. Ég þekki ekki notkunarsögu bústaðarins í Riðvík en nafngiftin bendir til þess að hann hafi verið notaður af forstjórum Orkuveitunnar að einhverju marki eða að þeir hafi haft ráðstöfunarrétt yfir honum, hver sem notkunin kann að hafa verið. Í kjölfar sveitarstjórnarkosninga árið 2010 tók ný stjórn við Orkuveitunni. Stjórnin réð nýjan forstjóra tímabundið til hálfs árs og tóku nýja stjórnin og forstjórinn meðal annars þá ákvörðun að afnema öll sérréttindi stjórnenda í Orkuveitunni. Einkaafnot eða forgangur að húseignum Orkuveitunnar heyrðu þar undir. Ég hóf störf í Orkuveitunni 1. mars 2011. Ákvæði um einkaafnot mín af bústaðnum í Riðvík er ekki að finna í ráðningarsamningi og vissi ég ekki á þeim tíma að bústaðurinn væri til. Sú hugmynd var rædd um þetta leyti að afhenda starfsmannafélagi Orkuveitunnar bústaðinn til útleigu fyrir félagsmenn. Bústaðurinn stendur á viðkvæmu vatnsverndarsvæði sem útilokaði þá hugmynd. Notkun og örlög bústaðarins lentu því í biðstöðu, sem nú hefur verið rofin með framangreindri samþykkt stjórnar Orkuveitunnar. Við þingvallavatn Horft til norðurs yfir Nesjavelli, Nesjahraun og Þingvallavatn. Vatnstökuhúsið á Grámel er ofarlega til hægri á myndinni og sumarhúsið við Riðvík þar steinsnar frá. Sumarhúsalóðirnar eru niðri við vatnið undan Nesjahrauninu. Mynd: Gretar Ívarsson/OR Rekstur, umhverfismál og sala Mikill rekstrar- og skuldavandi blasti við stjórn Orkuveitunnar í upphafi árs 2011. Var þá samin víðtæk áætlun um endurreisn, Planið svokallaða, sem tók gildi 1. apríl það ár. Einn af fimm mikilvægum þáttum Plansins er sala eigna sem ekki heyra undir kjarnastarfsemi Orkuveitunnar. Listi var gerður yfir þær eignir sem áformað var að selja og voru sumarbústaðalóðirnar tíu á bakka Þingvallavatns þar á meðal. Forstjóra var falið að selja lóðirnar þegar leigusamningum lyki. Bústaður Orkuveitunnar í Riðvík var ekki á sölulistanum. Ástæðan er sú að bústaðurinn stendur nánast ofan á vatnsbóli Nesjavallavirkjunar á Grámel, þaðan sem dælt er 2000 lítrum á sekúndu af ferskvatni sem hitað er í virkjuninni og dælt áfram til Reykjavíkur. Stjórnendur Orkuveitunnar hafa hugað mjög að umhverfismálum undanfarin ár eftir að hæstu fjármálaöldurnar lægði. Starfsemi virkjananna á Nesjavöllum og á Hellisheiði hefur verið í brennidepli. Hraunið milli Nesjavallavirkjunar og Þingvallavatns og vatnsbakkinn fyrir landi Nesjavalla tengjast umhverfismálum virkjunarinnar á tvennan hátt. Annars vegar er framangreind vatnstaka á Grámel, en þar er nú afkastamesta vatnsból landsins. Vatnið er bæði nýtt fyrir hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu og sem neysluvatn á virkjunarsvæðinu. Hins vegar er hraunið afrennslisleið fyrir vatn frá Nesjavallavirkjun, sem dreifist um hraunið neðanjarðar á ferð sinni til Þingvallavatns. Við nánari skoðun var það niðurstaða stjórnenda Orkuveitunnar að óráðlegt væri að selja einstaklingum land á svo viðkvæmum stað og missa þannig forræði yfir því til frambúðar. Stjórnendur Orkuveitunnar óskuðu eftir því við stjórn fyrirtækisins að afturkalla ákvörðun um sölu á sumarbústaðalóðunum, sem hún samþykkti. Stjórnin ákvað jafnframt að fela forstjóra að leita leiða til að ljúka nýtingu landsins fyrir sumarhús, eins og fyrr er getið. Viðræður við eigendur sumarhúsanna tíu standa nú yfir og eru ýmsir þættir til skoðunar. Ljóst er að það mun taka nokkurn tíma að ná endanlegu markmiði og þarf Orkuveitan að huga að góðu meðalhófi í framgöngu. Bústaður Orkuveitunnar í Riðvík stendur næst vatnsbólinu á Grámel og því mun hann víkja fyrstur en ákveðið hefur verið að rífa hann næsta sumar.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun