Trúin á hagsmunina Bjarni Karlsson skrifar 11. september 2014 07:00 Við lifum í menningu sem nennir ekki að ræða ólíkar skoðanir en horfir fremur á hagsmuni. Við tökum meiningar manna eða lífsskoðanir ekki of hátíðlega því þegar upp er staðið virðast allir bara vera að hugsa um sína hagsmuni. Deilurnar um morgun- og kvöldorð á RÚV hafa fengið þennan farveg líkt og annað. Stór notendahópur gengur fram og vill halda þessu óbreyttu og flestir líta svo á að hér séu hagsmunir trúaðra sem haldi sínum kröfum á lofti. Gegn þessu kemur sú staðhæfing að hér sé fátt á ferð annað en argur minnihlutahópur eldri borgara og þeirra sem vilji boða tiltekna trú. Taka skal fram að frá því dagskrárstjórnendur Rásar 1 tilkynntu að fella skyldi niður allan guðsorðalestur og bænahald kvölds og morgna hefur orðið viðsnúningur. Samanlagður tími kvöld- og morgunorða hefur ekki verið styttur heldur hafa morgunorðin með biblíulestri, íhugun og bæn orðið ítarlegri en áður, bætt hefur verið við þætti þar sem fjalla skal um trúmál á víðum grunni hvert sunnudagskvöld á besta tíma auk þess sem góðir útvarpsmenn hafa tekið höndum saman í þættinum Rökkurtónum á gamla kvöldorðatímanum þar sem við fáum að heyra áhugaverða tilraun guðfræðingsins og útvarpsmannsins Ævars Kjartanssonar til að hugleiða á forsendum almennrar skynsemi. Leikin eru ljúf lög og segja má að þarna sé mál hugar og hjarta á dagskrá þótt ég og aðrir sem iðka bæn sakni þess að heyra ekki bænamál. Ekki verður þó sagt að dagskrárstjórar hafi ekki hlýtt á fólk og endurskoðað fyrri ákvarðanir. Að mínum dómi getur það ekki verið krafa okkar sem trúum á Jesú að kristindómur sé tjáður í ríkisútvarpinu. Við þráum að svo sé og óskum þess heitt en við krefjumst þess ekki. Eina krafan sem kristnin í landinu getur haldið á lofti er krafan um almannahag. Jesús stóð með almenningi gegn allri þöggun og smættun á fólki. – Veistu ekki að ég hef vald? Spurði Pílatus Krist. – Þú hefðir ekkert vald nema þér væri gefið það að ofan, ansaði hann. Þannig benti hann á hvernig þvingunarvaldið er spunnið að ofan úr kerfi yfirráða. Svar hans er ævarandi áminning til allra sem fara með völd: Mundu að þú ert maður eins og ég.Bænamál ólíkra kirkjudeilda Tíðarandinn horfir á hagsmuni en gefur lítið fyrir skoðanir. Pólitík er látin fjalla um hag ólíkra hópa og þegar talað er um réttlæti er einkum átt við jafnræðisregluna því við trúum ekki að til sé neitt réttlæti í sjálfu sér. Ég hygg að hugmyndin um hagsmuni á kostnað lífsskoðana sé snjallasta útfærslan á yfirráðum sem fram hefur komið og að Pílatus og rómverska valdið með sína landstjóra og standandi heri hafi verið hógvært í samanburði. Rökræðu er hafnað, hvers konar lífssýn tortryggð og þeim fækkar sem bera ábyrgð gagnvart almenningi á sama tíma og ofurlaun vaxa og margvíslegur annar ójöfnuður gagnvart mönnum og náttúru vegna þess að það er ekkert réttlæti, bara hagsmunir. Við þetta bætist sú tæra snilld að kostnaður yfirráðakerfisins er í lágmarki því allur almenningur er samtaka í trúnni á að ekkert réttlæti sé til í heiminum og hin fátæku telja sig sjálf bera ábyrgð á stöðu sinni. Þannig ritskoðar almenningur sjálfan sig og hin stóru trúarbrögð vestræns nútíma eru trúin á hagsmunina. Fylgjendur Jesú frá Nasaret geta ekki skilgreint sig sem hagsmunahóp. Að því leyti sem kristin kirkja fer að eðli sínu og fylgir stofnanda sínum stendur hún utan hagsmuna og heldur engu á lofti öðru en almannahag. Við trúum á Guð sem elskar af ástríðu og hefur fyrirætlanir, meiningar. Við treystum Jesú Kristi og sjáum í honum hið sanna réttlæti. Við trúum á heilagan anda sem býr í fólki og laðar fram Guðs góða vilja. Þess vegna höfum við enga kenningu aðra en persónu frelsarans, ekkert trúarkerfi nema bænamálið og íhugun ritningarinnar, enga kröfu umfram þá að mennskan sé ekki kæfð með hroka. Þar er komin ástæða þess að við vonum að guðsorð og bænir fái að óma í útvarpinu. Hvernig væri ef Ævar Kjartansson leyfði okkur að heyra bænamál ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða á kvöldin? Okkar hefðbundna og þjóðlega kristni ætti sinn stað á morgnana en ákall mannsandans í fjölbreytileika sínum á kvöldin? Væri það ekki sanngjarnt og þokkafullt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Við lifum í menningu sem nennir ekki að ræða ólíkar skoðanir en horfir fremur á hagsmuni. Við tökum meiningar manna eða lífsskoðanir ekki of hátíðlega því þegar upp er staðið virðast allir bara vera að hugsa um sína hagsmuni. Deilurnar um morgun- og kvöldorð á RÚV hafa fengið þennan farveg líkt og annað. Stór notendahópur gengur fram og vill halda þessu óbreyttu og flestir líta svo á að hér séu hagsmunir trúaðra sem haldi sínum kröfum á lofti. Gegn þessu kemur sú staðhæfing að hér sé fátt á ferð annað en argur minnihlutahópur eldri borgara og þeirra sem vilji boða tiltekna trú. Taka skal fram að frá því dagskrárstjórnendur Rásar 1 tilkynntu að fella skyldi niður allan guðsorðalestur og bænahald kvölds og morgna hefur orðið viðsnúningur. Samanlagður tími kvöld- og morgunorða hefur ekki verið styttur heldur hafa morgunorðin með biblíulestri, íhugun og bæn orðið ítarlegri en áður, bætt hefur verið við þætti þar sem fjalla skal um trúmál á víðum grunni hvert sunnudagskvöld á besta tíma auk þess sem góðir útvarpsmenn hafa tekið höndum saman í þættinum Rökkurtónum á gamla kvöldorðatímanum þar sem við fáum að heyra áhugaverða tilraun guðfræðingsins og útvarpsmannsins Ævars Kjartanssonar til að hugleiða á forsendum almennrar skynsemi. Leikin eru ljúf lög og segja má að þarna sé mál hugar og hjarta á dagskrá þótt ég og aðrir sem iðka bæn sakni þess að heyra ekki bænamál. Ekki verður þó sagt að dagskrárstjórar hafi ekki hlýtt á fólk og endurskoðað fyrri ákvarðanir. Að mínum dómi getur það ekki verið krafa okkar sem trúum á Jesú að kristindómur sé tjáður í ríkisútvarpinu. Við þráum að svo sé og óskum þess heitt en við krefjumst þess ekki. Eina krafan sem kristnin í landinu getur haldið á lofti er krafan um almannahag. Jesús stóð með almenningi gegn allri þöggun og smættun á fólki. – Veistu ekki að ég hef vald? Spurði Pílatus Krist. – Þú hefðir ekkert vald nema þér væri gefið það að ofan, ansaði hann. Þannig benti hann á hvernig þvingunarvaldið er spunnið að ofan úr kerfi yfirráða. Svar hans er ævarandi áminning til allra sem fara með völd: Mundu að þú ert maður eins og ég.Bænamál ólíkra kirkjudeilda Tíðarandinn horfir á hagsmuni en gefur lítið fyrir skoðanir. Pólitík er látin fjalla um hag ólíkra hópa og þegar talað er um réttlæti er einkum átt við jafnræðisregluna því við trúum ekki að til sé neitt réttlæti í sjálfu sér. Ég hygg að hugmyndin um hagsmuni á kostnað lífsskoðana sé snjallasta útfærslan á yfirráðum sem fram hefur komið og að Pílatus og rómverska valdið með sína landstjóra og standandi heri hafi verið hógvært í samanburði. Rökræðu er hafnað, hvers konar lífssýn tortryggð og þeim fækkar sem bera ábyrgð gagnvart almenningi á sama tíma og ofurlaun vaxa og margvíslegur annar ójöfnuður gagnvart mönnum og náttúru vegna þess að það er ekkert réttlæti, bara hagsmunir. Við þetta bætist sú tæra snilld að kostnaður yfirráðakerfisins er í lágmarki því allur almenningur er samtaka í trúnni á að ekkert réttlæti sé til í heiminum og hin fátæku telja sig sjálf bera ábyrgð á stöðu sinni. Þannig ritskoðar almenningur sjálfan sig og hin stóru trúarbrögð vestræns nútíma eru trúin á hagsmunina. Fylgjendur Jesú frá Nasaret geta ekki skilgreint sig sem hagsmunahóp. Að því leyti sem kristin kirkja fer að eðli sínu og fylgir stofnanda sínum stendur hún utan hagsmuna og heldur engu á lofti öðru en almannahag. Við trúum á Guð sem elskar af ástríðu og hefur fyrirætlanir, meiningar. Við treystum Jesú Kristi og sjáum í honum hið sanna réttlæti. Við trúum á heilagan anda sem býr í fólki og laðar fram Guðs góða vilja. Þess vegna höfum við enga kenningu aðra en persónu frelsarans, ekkert trúarkerfi nema bænamálið og íhugun ritningarinnar, enga kröfu umfram þá að mennskan sé ekki kæfð með hroka. Þar er komin ástæða þess að við vonum að guðsorð og bænir fái að óma í útvarpinu. Hvernig væri ef Ævar Kjartansson leyfði okkur að heyra bænamál ólíkra kirkjudeilda og trúarbragða á kvöldin? Okkar hefðbundna og þjóðlega kristni ætti sinn stað á morgnana en ákall mannsandans í fjölbreytileika sínum á kvöldin? Væri það ekki sanngjarnt og þokkafullt?
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun