Breytingar á neyslusköttum – mikilvægt skref í rétta átt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 11. september 2014 07:00 Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bæði neytendur og framleiðendur munu njóta góðs af breytingunum og innheimta skatta fyrir ríkissjóð verður einfaldari og skilvirkari. Neytendur munu enn fremur njóta minnkandi kostnaðar við innheimtu vörugjalda. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að til standi að hætta endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað. Breytingar á virðisaukaskatti eiga að taka gildi um næstu áramót og fela í sér að efra þrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% auk þess sem stofn skattsins breikkar. Vissulega hækkar almennt matarverð, en á móti vegur afnám vörugjalda á matvæli sem voru afar íþyngjandi og á margan hátt falin skattlagning. Þessi breyting er í góðu samræmi við áherslur Samtaka iðnaðarins á að dregið sé úr bili milli skattþrepa og hætt innheimtu ógegnsærra og óskilvirkra vörugjalda. Í heild sinni er þessum aðgerðum ekki ætlað að auka tekjur ríkissjóðs og því verða ekki neikvæð áhrif á verðlag. Raunar má færa gild rök fyrir hinu gagnstæða.Mikil vonbrigði Samtök iðnaðarins hafa um langt árabil barist fyrir afnámi vörugjalda enda byggði sú skattlagning á óljósum forsendum. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að hætta eigi við 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað. Ríkir almannahagsmunir réðu því að stjórnvöld ákváðu að fara í þessa aðgerð árið 2009. Atvinnuástand var slæmt og auk þess var endurgreiðslan mikilvægur liður í að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi stendur til að lækka endurgreiðsluna aftur í 60%. Samtök iðnaðarins styðja að endurgreiðsluheimild til sveitarfélaga verði felld úr gildi enda ekki þörf á að hvetja til opinberra byggingaframkvæmda. Samtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að framlengja endurgreiðsluna í almennri byggingastarfsemi til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Færa má fyrir því gild rök að 100% endurgreiðsla hafi jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs enda mikilvægur hvati þess að hafa öll viðskipti uppi á borði. Einfaldara og skilvirkara skattkerfi hefur frá upphafi verið eitt helsta baráttumál Samtaka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í rétta átt. Halda þarf áfram á þeirri braut og vilja Samtök iðnaðarins eiga gott samstarf við stjórnvöld um næstu skref. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Boðaðar breytingar á virðisaukaskatti og afnám vörugjalda í nýju fjárlagafrumvarpi eru afar jákvæðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Bæði neytendur og framleiðendur munu njóta góðs af breytingunum og innheimta skatta fyrir ríkissjóð verður einfaldari og skilvirkari. Neytendur munu enn fremur njóta minnkandi kostnaðar við innheimtu vörugjalda. Hins vegar eru það mikil vonbrigði að til standi að hætta endurgreiðslu 100% virðisaukaskatts vegna vinnu á byggingarstað. Breytingar á virðisaukaskatti eiga að taka gildi um næstu áramót og fela í sér að efra þrep skattsins lækkar úr 25,5% í 24% en neðra þrepið hækkar úr 7% í 12% auk þess sem stofn skattsins breikkar. Vissulega hækkar almennt matarverð, en á móti vegur afnám vörugjalda á matvæli sem voru afar íþyngjandi og á margan hátt falin skattlagning. Þessi breyting er í góðu samræmi við áherslur Samtaka iðnaðarins á að dregið sé úr bili milli skattþrepa og hætt innheimtu ógegnsærra og óskilvirkra vörugjalda. Í heild sinni er þessum aðgerðum ekki ætlað að auka tekjur ríkissjóðs og því verða ekki neikvæð áhrif á verðlag. Raunar má færa gild rök fyrir hinu gagnstæða.Mikil vonbrigði Samtök iðnaðarins hafa um langt árabil barist fyrir afnámi vörugjalda enda byggði sú skattlagning á óljósum forsendum. Það eru hins vegar mikil vonbrigði að hætta eigi við 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna vinnu á byggingarstað. Ríkir almannahagsmunir réðu því að stjórnvöld ákváðu að fara í þessa aðgerð árið 2009. Atvinnuástand var slæmt og auk þess var endurgreiðslan mikilvægur liður í að draga úr svartri atvinnustarfsemi. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi stendur til að lækka endurgreiðsluna aftur í 60%. Samtök iðnaðarins styðja að endurgreiðsluheimild til sveitarfélaga verði felld úr gildi enda ekki þörf á að hvetja til opinberra byggingaframkvæmda. Samtökin telja hins vegar fulla ástæðu til að framlengja endurgreiðsluna í almennri byggingastarfsemi til að sporna gegn svartri atvinnustarfsemi. Færa má fyrir því gild rök að 100% endurgreiðsla hafi jákvæð áhrif á fjárhag ríkissjóðs enda mikilvægur hvati þess að hafa öll viðskipti uppi á borði. Einfaldara og skilvirkara skattkerfi hefur frá upphafi verið eitt helsta baráttumál Samtaka iðnaðarins. Með þessum breytingum eru stigin mikilvæg skref í rétta átt. Halda þarf áfram á þeirri braut og vilja Samtök iðnaðarins eiga gott samstarf við stjórnvöld um næstu skref.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun