Sérréttindarisinn er með yfirgang Sigurjón M. Egilsson skrifar 24. september 2014 06:00 Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Sigurjón M. Egilsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fari svo að Mjólkursamsalan verði dæmd, að endingu, til að greiða 370 milljónir eða ámóta fjárhæð, vegna fantaskapar og frekju, liggur fyrir að þetta forréttindafyrirtæki, eða réttara sagt stjórnendur þess, þurfa engar áhyggjur af því að hafa. Þeir hafa alla möguleika á að láta okkur neytendur um að borga sektina. Ekkert er þeim einfaldara. Í landi einokunar, og í besta falli fáokunar, þá geta seljendur hækkað vörur sínar lítið eitt og standa sjálfir jafn sterkir, jafn keikir eftir sem áður. Fyrir þá er málið einfalt. Mál MS, Mjólku og Kaupfélags Skagafjarðar er fráleitt mál. Yfirburðir þeirra sem leika þar stærstu hlutverkin eru svo ótrúlegir að þeir geta hagað sér að vild, gert hvað þeir vilja, troðið á hverju sem þeim dettur í hug, murkað lífið úr hvaða smáfyrirtæki sem er, svínað á neytendum eins og þeim sýnist, og samkvæmt nýjustu fréttum, gera þeir þetta allt saman. Það er það versta. Fámenn þjóð þarf að búa við einokun eða fáokun og þess vegna er brýnt að þeir sem stjórna þeim fyrirtækjum, þar sem þannig háttar til, hagi sér með sóma, brjóti ekki lög, séu ærlegir menn. Íslensk stjórnmál bera ábyrgð. Íslensk stjórnmál bera mikla ábyrgð. Eitt er að risinn í íslenskri matvælaframleiðslu hafi yfirburðastöðu á neytendamarkaði, hitt er annað og verra að þetta risafyrirtæki sé undanskilið lögum. Og sú fráleita staða helgast aðeins af einu. Það er þjónkun íslenskra stjórnmála. Þar er ekki ein einasta undantekning. Einu gildir um hvaða stjórnmálamann eða stjórnmálaflokk við tölum. Sami botninn er undir þeim öllum. Hvernig sem flett er upp í minninu kemur ekki ein glæta upp sem rifjar upp að nokkur stjórnmálamaður hafi svo mikið sem deplað auga, lyft litlafingri til að verja neytendur fyrir sérréttindarisanum. Ekki síst þess vegna hafa stjórnendur fyrirtækisins kjark og vilja til að ryðja frá sér samkeppni, murka lífið úr litlum samkeppnisfyrirtækjum og haga sér eins og Samkeppniseftirlitið hefur nú bent á. Þeir sem þannig hugsa og þannig vinna kunna að vera öruggir með sig þegar þeir hafa velvilja og jafnvel samþykki Alþingis til þess, sem þeir gera. Skaði þess fólks sem átti fyrirtækið sem MS og KS náðu til sín með stórkostlegum fantaskap er mikill. Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins er ekki sú að borga verði því fólki skaðann, heldur aðeins að borga verði í ríkissjóð vegna skaða gegn neytendum. Þá er eftir dómsmál fyrrverandi eigenda litla fyrirtækisins gegn risanum.Að því gefnu að málið standi eftir óbreytt eftir áfrýjun, þarf MS að borga verulegar fjárhæðir vegna brotanna. Þar sem tekjur fyrirtækisins koma einungis frá neytendum bendir allt til þess að enn og aftur borgi neytendur alla sektina, sekt sem er til komin vegna brota gegn þeim sjálfum. Þetta er svo ótrúlegt að það tekur engu tali. Neytendur eiga erfitt með að hætta að kaupa vörur frá MS. Reynslan sýnir reyndar að neytendur láta flest yfir sig ganga, verðsamráð, iðnaðarsalt og bara hvaða brot og fantaskap sem er. Þá sannast enn og aftur að á þingi situr þverskurður af þjóðinni.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar