Ætlar enginn að bjarga Landspítalanum? Ragna Sigurðardóttir skrifar 24. september 2014 07:00 Í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármögnun undirbúningsvinnu fyrir byggingu nýs Landspítala. Þetta er í andstöðu við loforð þingsins. Í maí á þessu ári ályktaði Alþingi „að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu.“ Í ágúst lýsti formaður fjárlaganefndar, ásamt heilbrigðisráðherra, yfir vonbrigðum á umframkeyrslu Landspítalans fram yfir fjárlög þessa árs. Þessi svokallaða umframkeyrsla á hálfu ári nam 600 milljónum króna. Sú upphæð er 700 milljónum minni en upphæðin sem hefði sparast það sem af er ári, hefði nýr spítali verið reistur. Reiknað er með að 2,6 milljarðar sparist árlega við byggingu nýs spítala. Þeir útreikningar taka ekki tillit til þess starfskrafts sem spítalinn missir á hverju ári vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Fyrr í þessum mánuði fullyrti formaður fjárlaganefndar að með fjárlögum næsta árs væri verið að jafna niðurskurð síðustu ára. Þetta er rangt. Ef jafna ætti niðurskurð síðustu ára, frá árinu 2008, þyrfti 16 milljarða króna aukningu á því fjármagni sem rennur til spítalans. Landspítalinn er nú rekinn fyrir 10% minna fé en árið 2008, ef miðað er við fast verðlag. Þetta benti Páll Matthíasson á í forstjórapistli 12. september. Þegar fjármögnun spítalans í dag er borin saman við fjármögnun hans árið 2008 er vert að benda á að árið 2008 var niðurskurður á spítalanum þegar hafinn. Árið 2008 lýsti þáverandi forstjóri spítalans því yfir að Landspítalinn væri nálægt þolmörkum. Árið 2008 höfðu ráðamenn spítalans lofað starfsmönnum sínum bættri vinnuaðstöðu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær lengra aftur en til ársins 2008. Heilbrigðiskerfið fjársvelt Þörf er á aðgerðum. Í nýlegri úttekt á vegum embættis Landlæknis á lyflækningasviði spítalans kemur fram að starfsmenn meta vinnuaðstöðu sína ófullnægjandi á öllum þeim deildum sem úttektin náði til. Úttekt embættisins á geðsviði spítalans sem gerð var á síðasta ári leiðir sambærilega niðurstöðu í ljós. Íslenskir læknar í útlöndum sjá sér ekki fært að flytja heim. Íslenskir læknar á Íslandi og aðrir heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sjá sér margir hverjir ekki fært um að starfa hér áfram. Nemendur eiga erfitt með að ímynda sér Landspítalann sem framtíðarvinnustað. Starfandi læknum á landinu fækkar árlega á meðan fjöldi sjúklinga eykst. Hvað gerist þegar ekki verður hægt að manna stærsta vinnustað landsins? Það hriktir í einni af grunnstoðum samfélagsins. Heilbrigðiskerfið er fjársvelt. Því hefur hrakað á undanförnum árum og ef ekkert er að gert mun sú þróun halda áfram. Brátt verður ekki aftur snúið. Lækning á Landspítalanum er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú lækning felst í aðgerðum, ekki innantómum loforðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Ragna Sigurðardóttir Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í fjárlögum næsta árs er ekki gert ráð fyrir fjármögnun undirbúningsvinnu fyrir byggingu nýs Landspítala. Þetta er í andstöðu við loforð þingsins. Í maí á þessu ári ályktaði Alþingi „að fela ríkisstjórninni að ljúka eins fljótt og verða má undirbúningi byggingar nýs Landspítala við Hringbraut í Reykjavík og hefja byggingu hans strax að því loknu.“ Í ágúst lýsti formaður fjárlaganefndar, ásamt heilbrigðisráðherra, yfir vonbrigðum á umframkeyrslu Landspítalans fram yfir fjárlög þessa árs. Þessi svokallaða umframkeyrsla á hálfu ári nam 600 milljónum króna. Sú upphæð er 700 milljónum minni en upphæðin sem hefði sparast það sem af er ári, hefði nýr spítali verið reistur. Reiknað er með að 2,6 milljarðar sparist árlega við byggingu nýs spítala. Þeir útreikningar taka ekki tillit til þess starfskrafts sem spítalinn missir á hverju ári vegna óviðunandi vinnuaðstæðna. Fyrr í þessum mánuði fullyrti formaður fjárlaganefndar að með fjárlögum næsta árs væri verið að jafna niðurskurð síðustu ára. Þetta er rangt. Ef jafna ætti niðurskurð síðustu ára, frá árinu 2008, þyrfti 16 milljarða króna aukningu á því fjármagni sem rennur til spítalans. Landspítalinn er nú rekinn fyrir 10% minna fé en árið 2008, ef miðað er við fast verðlag. Þetta benti Páll Matthíasson á í forstjórapistli 12. september. Þegar fjármögnun spítalans í dag er borin saman við fjármögnun hans árið 2008 er vert að benda á að árið 2008 var niðurskurður á spítalanum þegar hafinn. Árið 2008 lýsti þáverandi forstjóri spítalans því yfir að Landspítalinn væri nálægt þolmörkum. Árið 2008 höfðu ráðamenn spítalans lofað starfsmönnum sínum bættri vinnuaðstöðu. Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær lengra aftur en til ársins 2008. Heilbrigðiskerfið fjársvelt Þörf er á aðgerðum. Í nýlegri úttekt á vegum embættis Landlæknis á lyflækningasviði spítalans kemur fram að starfsmenn meta vinnuaðstöðu sína ófullnægjandi á öllum þeim deildum sem úttektin náði til. Úttekt embættisins á geðsviði spítalans sem gerð var á síðasta ári leiðir sambærilega niðurstöðu í ljós. Íslenskir læknar í útlöndum sjá sér ekki fært að flytja heim. Íslenskir læknar á Íslandi og aðrir heilbrigðisstarfsmenn á Landspítala sjá sér margir hverjir ekki fært um að starfa hér áfram. Nemendur eiga erfitt með að ímynda sér Landspítalann sem framtíðarvinnustað. Starfandi læknum á landinu fækkar árlega á meðan fjöldi sjúklinga eykst. Hvað gerist þegar ekki verður hægt að manna stærsta vinnustað landsins? Það hriktir í einni af grunnstoðum samfélagsins. Heilbrigðiskerfið er fjársvelt. Því hefur hrakað á undanförnum árum og ef ekkert er að gert mun sú þróun halda áfram. Brátt verður ekki aftur snúið. Lækning á Landspítalanum er í höndum ríkisstjórnarinnar. Sú lækning felst í aðgerðum, ekki innantómum loforðum.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun