Fjárlög ríka fólksins Össur Skarphéðinsson skrifar 25. september 2014 07:00 Glampinn af silfurskeiðunum hindrar forystumenn ríkisstjórnarinnar í að sjá hvernig hinn helmingur þjóðarinnar lifir. Þeir eru ungir menn, vilja vel, en reynsluheimur þeirra hefur aldrei þekkt skort. Það speglast í fjárlögunum á fyrsta kafla ríkisstjórnarinnar. Þau eru hlaðin gjöfum til hinna sterkefnuðu, stórútgerðar og eignafólks. Hinir borgar brúsann. Á sama tíma og veiðileyfagjöld eru lækkuð um stórkostlegar upphæðir, og auðlegðarskattur afnuminn, er ráðist að bændum og láglaunafólki, með næstum helmings hækkun matarskatts. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin hækkun lyfjakostnaðar fyrir almenning. Viðhald á úr sér gengnum Landspítala situr á hakanum og læknaskortur er fyrirsjáanlegur af því ungir læknar treysta sér ekki til að koma þangað til starfa. Haustkveðjan til atvinnulausra er að skera niður þann tíma sem langtímaatvinnulausir geta notið bóta. Er þetta okkar Ísland? Á leigumarkaðnum ríkja villt lögmál frumskógarins þar sem ungt fólk hefur aldrei átt í jafn miklu basli og núna, en á sama tíma eru engin fyrirheit um hækkun húsaleigubóta og ekkert fjármagn í nýtt húsnæðiskerfi. Félagsmálaráðherrann sem hefur talað um nýtt kerfi í fimmtán mánuði skammar sveitarfélögin, og brosir sínu fallega brosi. En það gerist ekkert. Framsókn, sem einu sinni barðist fyrir hlut lítilmagnans, lætur reka á reiðanum, og þingmenn hennar eru tíndir einn af öðrum út undir vegg og barðir til hlýðni. Meira að segja Vigdís Hauksdóttir hefur skipt um skoðun á matarskattinum. Hver hefði trúað því að Framsóknarflokkurinn snerist í lið með þeim sem þannig vilja rýra kjör bænda og tekjulægstu hópanna?Rangt gefið Á sama tíma keppist ríkisstjórnin við að lýsa því hvað framtíðin er björt. Hið nöturlega er, að þar hefur hún rétt fyrir sér. Hún tók við þjóðarskútu, sem var búið að koma á kjöl, og spúlun fyrri ríkisstjórnar eftir bankahrunið er sem betur fer að skila góðum árangri fyrir Íslendinga. Í því ljósi er nöturlegt, að 11 milljarðar skuli innheimtir með skattahækkun á mat, heitu vatni, og raforku til heimilanna – til að kosta stórfellda lækkun á gjöldum stórútgerðar og sterkefnaðra! Það er nöturlegt að þegar þjóðinni gengur vel skuli ekki allir njóta þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Halldór 01.02.2025 Halldór Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Glampinn af silfurskeiðunum hindrar forystumenn ríkisstjórnarinnar í að sjá hvernig hinn helmingur þjóðarinnar lifir. Þeir eru ungir menn, vilja vel, en reynsluheimur þeirra hefur aldrei þekkt skort. Það speglast í fjárlögunum á fyrsta kafla ríkisstjórnarinnar. Þau eru hlaðin gjöfum til hinna sterkefnuðu, stórútgerðar og eignafólks. Hinir borgar brúsann. Á sama tíma og veiðileyfagjöld eru lækkuð um stórkostlegar upphæðir, og auðlegðarskattur afnuminn, er ráðist að bændum og láglaunafólki, með næstum helmings hækkun matarskatts. Á sama tíma boðar ríkisstjórnin hækkun lyfjakostnaðar fyrir almenning. Viðhald á úr sér gengnum Landspítala situr á hakanum og læknaskortur er fyrirsjáanlegur af því ungir læknar treysta sér ekki til að koma þangað til starfa. Haustkveðjan til atvinnulausra er að skera niður þann tíma sem langtímaatvinnulausir geta notið bóta. Er þetta okkar Ísland? Á leigumarkaðnum ríkja villt lögmál frumskógarins þar sem ungt fólk hefur aldrei átt í jafn miklu basli og núna, en á sama tíma eru engin fyrirheit um hækkun húsaleigubóta og ekkert fjármagn í nýtt húsnæðiskerfi. Félagsmálaráðherrann sem hefur talað um nýtt kerfi í fimmtán mánuði skammar sveitarfélögin, og brosir sínu fallega brosi. En það gerist ekkert. Framsókn, sem einu sinni barðist fyrir hlut lítilmagnans, lætur reka á reiðanum, og þingmenn hennar eru tíndir einn af öðrum út undir vegg og barðir til hlýðni. Meira að segja Vigdís Hauksdóttir hefur skipt um skoðun á matarskattinum. Hver hefði trúað því að Framsóknarflokkurinn snerist í lið með þeim sem þannig vilja rýra kjör bænda og tekjulægstu hópanna?Rangt gefið Á sama tíma keppist ríkisstjórnin við að lýsa því hvað framtíðin er björt. Hið nöturlega er, að þar hefur hún rétt fyrir sér. Hún tók við þjóðarskútu, sem var búið að koma á kjöl, og spúlun fyrri ríkisstjórnar eftir bankahrunið er sem betur fer að skila góðum árangri fyrir Íslendinga. Í því ljósi er nöturlegt, að 11 milljarðar skuli innheimtir með skattahækkun á mat, heitu vatni, og raforku til heimilanna – til að kosta stórfellda lækkun á gjöldum stórútgerðar og sterkefnaðra! Það er nöturlegt að þegar þjóðinni gengur vel skuli ekki allir njóta þess.
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar