Þakkað fyrir tómata og rósir á Kristsdegi Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 1. október 2014 07:00 Við öll sem unnum kirkju og kristni í landinu höfum fundið sárt til þess undanfarin ár hvernig innri átök og utanaðkomandi andstaða hafa þjakað trúað fólk í landinu. Trúað fólk hefur verið ósammála um ýmis efni sem segja má að hafi kristallast í afstöðunni til samkynhneigðra á sama tíma og sterk þjóðfélagsöfl hafa krafist þess að allri trúarlegri tjáningu væri úthýst úr almannarýminu. Það er þannig með sannleikann í mannlífinu að hann fæðist fram. Allir foreldrar, afar og ömmur þekkja á eigin skinni að meðgöngur og fæðingar eru vesen. Þetta eru fyrirhafnarsöm ferli sem kosta alls kyns þjáningar og erfiði en samt þráir flest fólk að vera aðili að slíku brasi. Á nýliðnum Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu fæddist nýr sannleikur í samvitund kristninnar í landinu og við sem urðum vitni að fæðingunni og jafnframt lítum á okkur sem náin skyldmenni erum fagnandi og stolt. Sannleikurinn sem þar var á hvers manns vörum og skein úr ásjónu fólks var þessi: Það er gott að vera ólík systkin. Samkoman sem stóð allan daginn og fram á kvöld var ekki síst áhugaverð frá lýðfræðilegu sjónarmiði. Kringlan og Smáralind gætu vart státað af öðru eins samansafni af fólki með ólíkan lífsstíl, fatastíl, fjárhag, heilsufar, menntun, lífsviðhorf og þjóðerni. Þar ægði saman landsbyggðarfólki og höfuðborgarbúum. Þarna var lyft upp klassískri tónlist og gospelrokki, þjóðlegum kórsöng og kirkjusálmum í flutningi landsþekktra tónlistarmanna ásamt margvíslegri annarri tónlist. Þarna flutti forseti lýðveldisins eina af sínum blaðalausu snilldarræðum, helstu leiðtogar kristninnar stigu á svið við hlið hvítasunnumanna og hjálpræðishersmanna auk fulltrúa margra annarra kristinna safnaða og félaga sem sum hver tefldu fram fólki sem alla jafna stendur ekki upp á fjöldasamkomum.Áhrifaríkasta bænin Áhrifaríkasta bænin var að okkar mati sú þegar kona ein þakkaði Guði fyrir starf þeirra sem vinna í gróðurhúsum í landinu og nefndi sérstaklega hvað ræktaðar eru fallegar rósir og hvað íslenskir tómatar bragðast vel. Undir þeirri bæn sem var sjálfsprottin, laus við allan ytri styrk en full af ást á íslenskri gróðurmold þótti okkur fegurð þessarar samkomu ná hámarki sínu. Við sem þessi orð ritum höfum árum saman gagnrýnt harðlega þá tilhneigingu sem stundum nær yfirhöndinni í trúarlegu samhengi að vilja hafa vit fyrir fólki í siðferðisefnum með því að gera eigin lífsskoðanir að viðmiði fyrir alla hina. Þá hættir systkinaástin að vera skilyrðislaus og allir tapa. Þess vegna bökkuðum við frá þegar hinn umdeildi Franklin Graham kom til landsins í fyrra á Hátíð vonar vegna þess að við álitum hann sem opinbera persónu hafa framgöngu sem útilokar fólk. Það var okkar mat. Við sátum samkomuna í Hörpu, hlýddum á hverja einustu bæn sem fram var borin og gengum út þakklát fyrir að heyra það óritskoðaða kærleiksákall sem þarna var fram borið í þágu landsmanna. Viðurkenna skal að það voru mistök af hálfu nefndarinnar að láta umdeild málefni eins og fóstureyðingar liggja frammi sem fyrirbænarefni á opinberum vef. Slíkt hlaut auðvitað að leiða til deilna. En hrósa má öllum aðstandendum Kristsdags fyrir það að vísa veginn í átt að fjölmenningu í verki þar sem ekki ríkir menningarþótti heldur umvefjandi skilningur og alúð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Við öll sem unnum kirkju og kristni í landinu höfum fundið sárt til þess undanfarin ár hvernig innri átök og utanaðkomandi andstaða hafa þjakað trúað fólk í landinu. Trúað fólk hefur verið ósammála um ýmis efni sem segja má að hafi kristallast í afstöðunni til samkynhneigðra á sama tíma og sterk þjóðfélagsöfl hafa krafist þess að allri trúarlegri tjáningu væri úthýst úr almannarýminu. Það er þannig með sannleikann í mannlífinu að hann fæðist fram. Allir foreldrar, afar og ömmur þekkja á eigin skinni að meðgöngur og fæðingar eru vesen. Þetta eru fyrirhafnarsöm ferli sem kosta alls kyns þjáningar og erfiði en samt þráir flest fólk að vera aðili að slíku brasi. Á nýliðnum Kristsdegi sem haldinn var í Hörpu fæddist nýr sannleikur í samvitund kristninnar í landinu og við sem urðum vitni að fæðingunni og jafnframt lítum á okkur sem náin skyldmenni erum fagnandi og stolt. Sannleikurinn sem þar var á hvers manns vörum og skein úr ásjónu fólks var þessi: Það er gott að vera ólík systkin. Samkoman sem stóð allan daginn og fram á kvöld var ekki síst áhugaverð frá lýðfræðilegu sjónarmiði. Kringlan og Smáralind gætu vart státað af öðru eins samansafni af fólki með ólíkan lífsstíl, fatastíl, fjárhag, heilsufar, menntun, lífsviðhorf og þjóðerni. Þar ægði saman landsbyggðarfólki og höfuðborgarbúum. Þarna var lyft upp klassískri tónlist og gospelrokki, þjóðlegum kórsöng og kirkjusálmum í flutningi landsþekktra tónlistarmanna ásamt margvíslegri annarri tónlist. Þarna flutti forseti lýðveldisins eina af sínum blaðalausu snilldarræðum, helstu leiðtogar kristninnar stigu á svið við hlið hvítasunnumanna og hjálpræðishersmanna auk fulltrúa margra annarra kristinna safnaða og félaga sem sum hver tefldu fram fólki sem alla jafna stendur ekki upp á fjöldasamkomum.Áhrifaríkasta bænin Áhrifaríkasta bænin var að okkar mati sú þegar kona ein þakkaði Guði fyrir starf þeirra sem vinna í gróðurhúsum í landinu og nefndi sérstaklega hvað ræktaðar eru fallegar rósir og hvað íslenskir tómatar bragðast vel. Undir þeirri bæn sem var sjálfsprottin, laus við allan ytri styrk en full af ást á íslenskri gróðurmold þótti okkur fegurð þessarar samkomu ná hámarki sínu. Við sem þessi orð ritum höfum árum saman gagnrýnt harðlega þá tilhneigingu sem stundum nær yfirhöndinni í trúarlegu samhengi að vilja hafa vit fyrir fólki í siðferðisefnum með því að gera eigin lífsskoðanir að viðmiði fyrir alla hina. Þá hættir systkinaástin að vera skilyrðislaus og allir tapa. Þess vegna bökkuðum við frá þegar hinn umdeildi Franklin Graham kom til landsins í fyrra á Hátíð vonar vegna þess að við álitum hann sem opinbera persónu hafa framgöngu sem útilokar fólk. Það var okkar mat. Við sátum samkomuna í Hörpu, hlýddum á hverja einustu bæn sem fram var borin og gengum út þakklát fyrir að heyra það óritskoðaða kærleiksákall sem þarna var fram borið í þágu landsmanna. Viðurkenna skal að það voru mistök af hálfu nefndarinnar að láta umdeild málefni eins og fóstureyðingar liggja frammi sem fyrirbænarefni á opinberum vef. Slíkt hlaut auðvitað að leiða til deilna. En hrósa má öllum aðstandendum Kristsdags fyrir það að vísa veginn í átt að fjölmenningu í verki þar sem ekki ríkir menningarþótti heldur umvefjandi skilningur og alúð.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun