Enginn leikmaður svindlaði allan leikinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. október 2014 06:00 Guðmundur Þórarinsson pressar hér dönsku leikmennina alveg upp að endalínu. Vísir/Daníel „Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira
„Þvílíkt vinnuframlag hjá liðinu og ég ber enga smá virðingu fyrir því sem strákarnir gerðu í þessum leik,“ segir Sverrir Ingi Ingason, fyrirliði Íslands, en hann var ansi lemstraður eftir leikinn gegn Dönum í gær. Sverrir var með bómull í nefinu eftir að hafa fengið blóðnasir og klaka við fót. Ástandið á honum sagði ansi mikið um það sem strákarnir lögðu í leikinn í Álaborg. Þar fórnuðu menn öllu og enginn leikmaður svindlaði allan leikinn. Ótrúlegt vinnuframlag, skipulag og vinnsla hjá liðinu. „Það er ekkert auðvelt að mæta hingað en menn nenntu að hlaupa og leggja mikið á sig í 90 mínútur. Við bárum virðingu fyrir þessu danska liði og vitum að þeir eru góðir með boltann. Þeir skora mikið, sérstaklega á heimavelli, og við vissum að með því að ná góðum úrslitum hér úti sé hægt að gera ýmislegt á heimavelli,“ segir fyrirliðinn en hann var magnaður fyrir miðri vörninni ásamt Brynjari Gauta Guðjónssyni.Átti ekki að vera augnakonfekt Leikur íslenska liðsins var vissulega ekkert augnakonfekt. Sterkur varnarleikur og enginn sóknarleikur. Hann átti heldur ekkert að vera augnakonfekt. Menn komu til Álaborgar með það markmið að verja markið og það gerði liðið með stæl. Þeir komu svo úr skotgröfunum í síðari leiknum og varð það afar áhugaverð rimma. „Mér fannst þeir nánast aldrei opna okkur í leiknum. Þeir voru með ákveðnar yfirlýsingar um að klára einvígið á heimavelli en við gáfum þeim hörkuleik og vonandi að þeir beri virðingu fyrir okkur er þeir mæta til Íslands. Við sýndum í undankeppninni að við kunnum vel að sækja líka enda skoruðum við í öllum leikjum. Þetta er fyrsti leikurinn þar sem við skorum ekki. Við skoruðum þrjú mörk gegn Frökkum á heimavelli og fyrst við gátum það þá getum við vel skorað gegn Dönum.“Margir áhorfendur fóru snemma Það hefur mikið verið látið með þetta ungmennalið Dana og áhorfendur áttu von á markaveislu. Þeir fóru margir snemma heim af vellinum enda hafði danska liðið gefist upp 20 mínútum fyrir leikslok. Þeir voru ráðalausir, vissu ekki hvert þeir áttu að snúa sér og vonandi ná íslensku strákarnir að snúa þá niður eftir helgi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Formúla 1 Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Sjá meira