Þorri Geir: Verð líklega áfram hjá Stjörnunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. október 2014 07:00 Þorri Geir kom sterkur inn í stjörnuliðið í sumar. vísir/stefán Þorri Geir Rúnarsson gleymir nýliðnu tímabili eflaust seint. Þessi 19 ára Garðbæingur átti aðeins einn leik að baki í Pepsi-deildinni fyrir þetta tímabil. Hann endaði þetta tímabil hins vegar sem fastamaður í taplausu Íslandsmeistaraliði, auk þess sem hann lék sinn fyrsta landsleik á þriðjudaginn, þegar íslenska U-21 árs landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Danmörku í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM. Þorri var að vonum ánægður með fyrsta landsleikinn, þótt hann hefði viljað fá betri úrslit, en Danir fóru áfram á marki skoruðu á útivelli: „Það var gríðarlega svekkjandi að fá þetta mark á sig undir lokin, en ég var mjög sáttur með að við höfðum náð að skora og setja smá pressu á þá,“ sagði Þorri sem sagði að það hefði verið auðvelt að koma inn í landsliðshópinn, þar sem hann stefnir á að vera á næstu árum. Þorri spilaði nokkra leiki með Stjörnunni fyrra hluta sumars, en eftir að fyrirliðinn Michael Præst meiddist í Evrópuleik gegn Lech Poznan var honum hent út í djúpu laugina. Þorri tók stöðu Danans á miðjunni og spilaði hverja einustu mínútu í Pepsi-deildinni eftir að Præst meiddist. Hann er ánægður með hvernig til tókst. „Þetta gekk vonum framar og ég var virkilega ánægður með frammistöðuna. Og tímabilið endaði svo með Íslandsmeistaratitli sem við Stjörnumenn erum enn í skýjunum með,“ sagði Þorri sem varð einnig Íslandsmeistari með öðrum flokki í sumar, annað árið í röð. En varla bjóst hann við því að vera fastamaður í liði Stjörnunnar í sumar, og hvað þá Íslandsmeistari að því loknu? „Nei, alls ekki. Ég bjóst ekki við því að vera byrjunarliðsmaður, þótt ég gerði mér vonir um það. En síðan kom þetta upp á með Præst og það kom bara maður í manns stað,“ sagði Þorri sem sagðist hafa fundið fyrir miklu trausti hjá þjálfaraliði Stjörnunnar. Þorri segir það hafa verið mikla upplifun að spila úrslitaleikinn gegn FH 4. október, þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn: „Það var þvílíkt umfang í kringum leikinn, fullt af áhorfendum og mikil stemning. Og við misstum aldrei trúna þrátt fyrir erfiða stöðu,“ sagði Þorri, sem stefnir að því að festa sig enn frekar í sessi á næsta tímabili. „Ég verð að öllum líkindum áfram hjá Stjörnunni og er mjög ánægður þar. Ég stefni bara að því að halda sæti mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Þorri að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira
Þorri Geir Rúnarsson gleymir nýliðnu tímabili eflaust seint. Þessi 19 ára Garðbæingur átti aðeins einn leik að baki í Pepsi-deildinni fyrir þetta tímabil. Hann endaði þetta tímabil hins vegar sem fastamaður í taplausu Íslandsmeistaraliði, auk þess sem hann lék sinn fyrsta landsleik á þriðjudaginn, þegar íslenska U-21 árs landsliðið gerði 1-1 jafntefli gegn Danmörku í seinni leik liðanna í umspili um sæti á EM. Þorri var að vonum ánægður með fyrsta landsleikinn, þótt hann hefði viljað fá betri úrslit, en Danir fóru áfram á marki skoruðu á útivelli: „Það var gríðarlega svekkjandi að fá þetta mark á sig undir lokin, en ég var mjög sáttur með að við höfðum náð að skora og setja smá pressu á þá,“ sagði Þorri sem sagði að það hefði verið auðvelt að koma inn í landsliðshópinn, þar sem hann stefnir á að vera á næstu árum. Þorri spilaði nokkra leiki með Stjörnunni fyrra hluta sumars, en eftir að fyrirliðinn Michael Præst meiddist í Evrópuleik gegn Lech Poznan var honum hent út í djúpu laugina. Þorri tók stöðu Danans á miðjunni og spilaði hverja einustu mínútu í Pepsi-deildinni eftir að Præst meiddist. Hann er ánægður með hvernig til tókst. „Þetta gekk vonum framar og ég var virkilega ánægður með frammistöðuna. Og tímabilið endaði svo með Íslandsmeistaratitli sem við Stjörnumenn erum enn í skýjunum með,“ sagði Þorri sem varð einnig Íslandsmeistari með öðrum flokki í sumar, annað árið í röð. En varla bjóst hann við því að vera fastamaður í liði Stjörnunnar í sumar, og hvað þá Íslandsmeistari að því loknu? „Nei, alls ekki. Ég bjóst ekki við því að vera byrjunarliðsmaður, þótt ég gerði mér vonir um það. En síðan kom þetta upp á með Præst og það kom bara maður í manns stað,“ sagði Þorri sem sagðist hafa fundið fyrir miklu trausti hjá þjálfaraliði Stjörnunnar. Þorri segir það hafa verið mikla upplifun að spila úrslitaleikinn gegn FH 4. október, þar sem Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn: „Það var þvílíkt umfang í kringum leikinn, fullt af áhorfendum og mikil stemning. Og við misstum aldrei trúna þrátt fyrir erfiða stöðu,“ sagði Þorri, sem stefnir að því að festa sig enn frekar í sessi á næsta tímabili. „Ég verð að öllum líkindum áfram hjá Stjörnunni og er mjög ánægður þar. Ég stefni bara að því að halda sæti mínu í byrjunarliðinu,“ sagði Þorri að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Sjá meira