Býst við Grikkjunum betri í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 15:31 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. Vísir/Einar Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu. Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira
Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Sjá meira