Lítið eitt um grunnskóla og árangur Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 31. október 2014 07:00 Ég hef verið svo heppin á mínum tæpa 14 ára starfsferli innan grunnskóla að hafa starfað annars vegar sem kennari í framsæknum og afar metnaðarfullum hverfisskóla og hins vegar kennt og stýrt í grunnskólum Hjallastefnunnar. Á þessu ferðalagi hef ég ígrundað fagið mitt, tekist á við hugmyndir mínar um góðan grunnskóla og þar ekki síst með fókusinn á hvað er góður grunnskóli? og hvernig er það mat fengið? Skýr rammi er mér hugleikinn og á það ekki síður við þegar kemur að mati á árangri. Mikilvægi þess að hver kennari og skóli setji sér markmið um árangur í námi – að stefnan sé einföld og skýr eins og segir í skólasöng Barnaskóla Hjallastefnunnar, og þeim tólum og tækjum sem styðja við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir sé beitt ekki síður en formlegum matstækjum.Eftirfylgni og frammistöðumat Á ferðalagi mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni um að eftirfylgni með fagstarfi innan skóla, þar sem lagt er mat á frammistöðu kennara frá ólíkum hliðum geti leitt til enn betri árangurs í leik og starfi innan grunnskólans. Að hver einasti kennari sé með athyglina á því hvernig megi ná góðum árangri og um leið hvernig megi meta þann árangur. Og um leið að hver einasti skólastjórnandi sé meðvitaður og hafi skýra sýn um það hvernig kennarar nái árangri í sínum skóla og meti þá þætti með aðkomu kennaranna sjálfra ekki síst. Frammistöðumat fyrir fagfólk skóla jafnt kennara sem stjórnenda er mat mitt að megi og þurfi að styrkja.Vellíðan barna hefur áhrif Hitt veit ég líka að hvorki börn né nemendur eða kennarar ná góðum árangri án góðrar líðanar. Öryggi gagnvart viðfangsefninu, sjálfstrú og aukin færni gefur öllum betri árangur. Í starfi mínu síðasta áratug hef ég reynt það og fundið hvernig rík áhersla á gleði og vellíðan á degi hverjum í skólalífi barna og fullorðinna hefur jákvætt afl í för með sér. En til þess að vita hver árangurinn er á hverjum tíma er mikilvægt að kanna stöðuna með fjölbreyttum matsleiðum. Í umræðunni má finna þá sýn að stefnumótun um árangur í menntakerfinu leiði til bölvunar og sú eða sá sem hefur orð á því fær þvílíka skömm fyrir hjá sumum – ekki öllum. Ég finn áþreifanlega fyrir viðkvæmninni í samfélaginu gagnvart hugmyndum um matsleiðir ekki síst þessum formlegu og stöðluðu, þær þykja ýta undir markaðshyggju og fela í sér að öll mennska í skólastarfi eigi það á hættu að þurrkast út.Rýnum til gagns Ég er satt best að segja svolítið gáttuð á þessu viðhorfi og er að reyna að skilja hvað býr að baki. Er þetta einhvers konar ótti um að okkar eigið kerfi standist ekki mat? Eða ótti um hið persónulega framlag til árangurs barna? Það sem við segjum og það sem við gerum hefur áhrif og því hefur kennsla hvers einstaka kennara alltaf áhrif á frammistöðu þeirra barna sem verið er að kenna. Og hvað? Er það ekki einmitt það sem þetta snýst um? Hver ber ábyrgð á frammistöðu eða árangri barna í skólakerfinu? Það hljóta að vera við sem komum að menntun þeirra með beinum og faglegum hætti – kennarar og skólastjórnendur. Við erum fólk en ekki kerfi og verðum að taka út þann þroska að geta tekist á við að raunverulega gera betur í dag en í gær. Ekki bara út frá eigin sannfæringu heldur líka út frá niðurstöðum á frammistöðu í kennslu og árangri barna sem nemendur. Vissulega hafa aðrir þættir áhrif á frammistöðu barna í námi og engin ástæða til þess að horfa fram hjá því heldur einmitt taka mið af því. Höldum áfram að ræða og prófa okkur áfram með matsleiðir óttumst eigi og tökum faglega ábyrgð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Sjá meira
Ég hef verið svo heppin á mínum tæpa 14 ára starfsferli innan grunnskóla að hafa starfað annars vegar sem kennari í framsæknum og afar metnaðarfullum hverfisskóla og hins vegar kennt og stýrt í grunnskólum Hjallastefnunnar. Á þessu ferðalagi hef ég ígrundað fagið mitt, tekist á við hugmyndir mínar um góðan grunnskóla og þar ekki síst með fókusinn á hvað er góður grunnskóli? og hvernig er það mat fengið? Skýr rammi er mér hugleikinn og á það ekki síður við þegar kemur að mati á árangri. Mikilvægi þess að hver kennari og skóli setji sér markmið um árangur í námi – að stefnan sé einföld og skýr eins og segir í skólasöng Barnaskóla Hjallastefnunnar, og þeim tólum og tækjum sem styðja við þá hugmyndafræði sem unnið er eftir sé beitt ekki síður en formlegum matstækjum.Eftirfylgni og frammistöðumat Á ferðalagi mínu er ég sannfærðari en nokkru sinni um að eftirfylgni með fagstarfi innan skóla, þar sem lagt er mat á frammistöðu kennara frá ólíkum hliðum geti leitt til enn betri árangurs í leik og starfi innan grunnskólans. Að hver einasti kennari sé með athyglina á því hvernig megi ná góðum árangri og um leið hvernig megi meta þann árangur. Og um leið að hver einasti skólastjórnandi sé meðvitaður og hafi skýra sýn um það hvernig kennarar nái árangri í sínum skóla og meti þá þætti með aðkomu kennaranna sjálfra ekki síst. Frammistöðumat fyrir fagfólk skóla jafnt kennara sem stjórnenda er mat mitt að megi og þurfi að styrkja.Vellíðan barna hefur áhrif Hitt veit ég líka að hvorki börn né nemendur eða kennarar ná góðum árangri án góðrar líðanar. Öryggi gagnvart viðfangsefninu, sjálfstrú og aukin færni gefur öllum betri árangur. Í starfi mínu síðasta áratug hef ég reynt það og fundið hvernig rík áhersla á gleði og vellíðan á degi hverjum í skólalífi barna og fullorðinna hefur jákvætt afl í för með sér. En til þess að vita hver árangurinn er á hverjum tíma er mikilvægt að kanna stöðuna með fjölbreyttum matsleiðum. Í umræðunni má finna þá sýn að stefnumótun um árangur í menntakerfinu leiði til bölvunar og sú eða sá sem hefur orð á því fær þvílíka skömm fyrir hjá sumum – ekki öllum. Ég finn áþreifanlega fyrir viðkvæmninni í samfélaginu gagnvart hugmyndum um matsleiðir ekki síst þessum formlegu og stöðluðu, þær þykja ýta undir markaðshyggju og fela í sér að öll mennska í skólastarfi eigi það á hættu að þurrkast út.Rýnum til gagns Ég er satt best að segja svolítið gáttuð á þessu viðhorfi og er að reyna að skilja hvað býr að baki. Er þetta einhvers konar ótti um að okkar eigið kerfi standist ekki mat? Eða ótti um hið persónulega framlag til árangurs barna? Það sem við segjum og það sem við gerum hefur áhrif og því hefur kennsla hvers einstaka kennara alltaf áhrif á frammistöðu þeirra barna sem verið er að kenna. Og hvað? Er það ekki einmitt það sem þetta snýst um? Hver ber ábyrgð á frammistöðu eða árangri barna í skólakerfinu? Það hljóta að vera við sem komum að menntun þeirra með beinum og faglegum hætti – kennarar og skólastjórnendur. Við erum fólk en ekki kerfi og verðum að taka út þann þroska að geta tekist á við að raunverulega gera betur í dag en í gær. Ekki bara út frá eigin sannfæringu heldur líka út frá niðurstöðum á frammistöðu í kennslu og árangri barna sem nemendur. Vissulega hafa aðrir þættir áhrif á frammistöðu barna í námi og engin ástæða til þess að horfa fram hjá því heldur einmitt taka mið af því. Höldum áfram að ræða og prófa okkur áfram með matsleiðir óttumst eigi og tökum faglega ábyrgð.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun