Viljum við annars flokks heilbrigðisþjónustu? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 1. nóvember 2014 07:00 Þetta er það eina sem ég get gert. Skrifað. Ég get sagt ykkur frá því hvernig það er að hafa neyðst til að horfa upp á hnignunina sem átt hefur sér stað í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. Því ég hef kynnst því á eigin skinni – eða öllu heldur á skinni sonar míns. Hann er sex ára á leiðinni í þriðju höfuðkúpuaðgerðina sína á einu og hálfu ári. Þegar hann var fimm mánaða datt pabbi hans niður stiga með hann í fanginu. Sonurinn höfuðkúpubrotnaði og blæddi inn á heila með þeim afleiðingum að hann lamaðist öðrum megin í líkamanum og fékk flogaköst. Flogaköstunum var haldið niðri með lyfjum og hættu þau smám saman. Lömunin gekk einnig til baka. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Fjórum árum síðar fór ég aftur með hann til læknis því mér fannst beinvöxturinn í kringum brotið óeðlilegur. Við vorum send til eins helsta heila- og taugaskurðlæknis landsins sem sá strax að barnið var með stórt gat á höfuðkúpunni sem þyrfti að gera við. Í fyrstu aðgerðinni var tekið bein við hliðina á gatinu, það klofið í tvennt og báðir hlutarnir græddir í aftur. Sú aðgerð tókst vel – en beinið greri ekki. Hálfu ári síðar var gatið orðið jafnstórt og áður svo ákveðið var að gera aðra aðgerð. Þá var tekið þykkara bein, úr hvirflinum, á sama hátt og áður. Fáeinum mánuðum eftir þá aðgerð kom í ljós að hún hafði ekki tekist heldur. Nú er drengurinn boðaður í þriðju aðgerðina sem áætluð er á mánudaginn og á nú að setja títanplötu yfir gatið til að verja heilann.Óvissa og örvænting Á mánudaginn eru læknar hins vegar í verkfalli. Og mestalla næstu viku. Þeir voru líka í verkfalli í þessari viku og því tók innskriftin hans, undirbúningurinn fyrir aðgerðina, þrjár klukkustundir í stað einnar þegar við mættum á boðuðum tíma á fimmtudaginn. Ég er ekki að kvarta undan því að hafa þurft að dveljast með son minn á Landspítalanum í þrjá tíma, alls ekki. Mig langar einfaldlega að deila með ykkur þeirri fullkomnu óvissu sem þar ríkir – og örvæntingunni sem maður skynjaði. Tvöfalt fleiri sjúklingar en venjulega voru skráðir í innskrift. Þeim sjúklingum sem ekki hafði verið hægt að taka á móti vegna verkfallsins var einfaldlega bætt við. Starfsfólkið þurfti því að sinna tvöfalt fleiri sjúklingum en venjulega – og var svigrúmið lítið fyrir. Sex ára drengur – sem er á leið í þriðju stóru höfuðaðgerðina sína á einu og hálfu ári – bíður í fullkominni óvissu yfir því hvenær læknirinn hans getur lagað gatið í höfðinu hans. Honum finnst óskiljanlegt að læknar fái ekki sanngjörn laun – og sérstaklega finnst honum erfitt að skilja að læknar þurfi að neita að mæta í vinnuna til þess að sannfæra ríkisstjórnina um að greiða þeim hærri laun.Yfirvöld brugðust Fyrir rúmu ári skrifaði ég röð fréttaskýringa í Fréttatímann um ástandið á Landspítalanum. Ég heimsótti öll sviðin og talaði við fjölda lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga. Allir voru sammála um að heilbrigðiskerfið væri á heljarþröm. Læknaskortur væri yfirvofandi – og reyndar orðinn veruleiki á hluta spítalans. Læknar í sérfræðinámi ætluðu sér ekki að snúa aftur heim og þeir sem væru hér væru ýmist á leið á eftirlaun eða að hugsa sér hreyfings. Ástæðan fyrir landflóttanum væri úr sér genginn spítali og léleg laun. Minn skilningur var að ef byggður yrði nýr spítali og aðstaða sjúklinga og starfsfólks þannig bætt og tæki uppfærð væru meiri líkur á að draga mætti úr landflóttanum. Læknarnir sem ég hef talað við eygja enga von. Yfirvöld hafa brugðist þjóðinni með því að fresta í sífellu áformum um nýjan spítala og kjaraviðræður við lækna sigldu í strand svo stéttin þurfti að beita verkfallsrétti sínum í fyrsta skipti – sem algjöru neyðarúrræði. Sjálf veit ég ekkert hvað ég get gert. Ég styð læknana. Ég vil að við borgum samkeppnishæf laun hér á landi. Aðeins þannig er von til þess að nýútskrifuðu sérfræðingarnir okkar snúi heim eftir nám og læknarnir sem þegar eru hér fari ekki annað. Ég styð baráttuna fyrir nýjum spítala og er tilbúin að fórna ýmsu svo hann geti risið. Ég veit bara ekkert við hvern ég á að tala. Mig langar ekki að flytja úr landi. Ég vil búa á Íslandi. Ég er búin að prófa annað og hér finnst mér best að vera. En ég vil ekki búa í landi sem getur ekki boðið upp á fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Og heilbrigðisþjónustan okkar er orðin annars flokks – um það er heilbrigðisstarfsfólk sammála. Hvers vegna skilja ráðamenn það ekki? Hvers vegna skella þeir skollaeyrum við örvæntingarópunum? Hvernig getum við, sem þjóð, komið skilaboðunum áleiðis? Ég er ráðþrota. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Mest lesið Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Þetta er það eina sem ég get gert. Skrifað. Ég get sagt ykkur frá því hvernig það er að hafa neyðst til að horfa upp á hnignunina sem átt hefur sér stað í íslenska heilbrigðiskerfinu undanfarin ár. Því ég hef kynnst því á eigin skinni – eða öllu heldur á skinni sonar míns. Hann er sex ára á leiðinni í þriðju höfuðkúpuaðgerðina sína á einu og hálfu ári. Þegar hann var fimm mánaða datt pabbi hans niður stiga með hann í fanginu. Sonurinn höfuðkúpubrotnaði og blæddi inn á heila með þeim afleiðingum að hann lamaðist öðrum megin í líkamanum og fékk flogaköst. Flogaköstunum var haldið niðri með lyfjum og hættu þau smám saman. Lömunin gekk einnig til baka. Fyrir það erum við óendanlega þakklát. Fjórum árum síðar fór ég aftur með hann til læknis því mér fannst beinvöxturinn í kringum brotið óeðlilegur. Við vorum send til eins helsta heila- og taugaskurðlæknis landsins sem sá strax að barnið var með stórt gat á höfuðkúpunni sem þyrfti að gera við. Í fyrstu aðgerðinni var tekið bein við hliðina á gatinu, það klofið í tvennt og báðir hlutarnir græddir í aftur. Sú aðgerð tókst vel – en beinið greri ekki. Hálfu ári síðar var gatið orðið jafnstórt og áður svo ákveðið var að gera aðra aðgerð. Þá var tekið þykkara bein, úr hvirflinum, á sama hátt og áður. Fáeinum mánuðum eftir þá aðgerð kom í ljós að hún hafði ekki tekist heldur. Nú er drengurinn boðaður í þriðju aðgerðina sem áætluð er á mánudaginn og á nú að setja títanplötu yfir gatið til að verja heilann.Óvissa og örvænting Á mánudaginn eru læknar hins vegar í verkfalli. Og mestalla næstu viku. Þeir voru líka í verkfalli í þessari viku og því tók innskriftin hans, undirbúningurinn fyrir aðgerðina, þrjár klukkustundir í stað einnar þegar við mættum á boðuðum tíma á fimmtudaginn. Ég er ekki að kvarta undan því að hafa þurft að dveljast með son minn á Landspítalanum í þrjá tíma, alls ekki. Mig langar einfaldlega að deila með ykkur þeirri fullkomnu óvissu sem þar ríkir – og örvæntingunni sem maður skynjaði. Tvöfalt fleiri sjúklingar en venjulega voru skráðir í innskrift. Þeim sjúklingum sem ekki hafði verið hægt að taka á móti vegna verkfallsins var einfaldlega bætt við. Starfsfólkið þurfti því að sinna tvöfalt fleiri sjúklingum en venjulega – og var svigrúmið lítið fyrir. Sex ára drengur – sem er á leið í þriðju stóru höfuðaðgerðina sína á einu og hálfu ári – bíður í fullkominni óvissu yfir því hvenær læknirinn hans getur lagað gatið í höfðinu hans. Honum finnst óskiljanlegt að læknar fái ekki sanngjörn laun – og sérstaklega finnst honum erfitt að skilja að læknar þurfi að neita að mæta í vinnuna til þess að sannfæra ríkisstjórnina um að greiða þeim hærri laun.Yfirvöld brugðust Fyrir rúmu ári skrifaði ég röð fréttaskýringa í Fréttatímann um ástandið á Landspítalanum. Ég heimsótti öll sviðin og talaði við fjölda lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra sérfræðinga. Allir voru sammála um að heilbrigðiskerfið væri á heljarþröm. Læknaskortur væri yfirvofandi – og reyndar orðinn veruleiki á hluta spítalans. Læknar í sérfræðinámi ætluðu sér ekki að snúa aftur heim og þeir sem væru hér væru ýmist á leið á eftirlaun eða að hugsa sér hreyfings. Ástæðan fyrir landflóttanum væri úr sér genginn spítali og léleg laun. Minn skilningur var að ef byggður yrði nýr spítali og aðstaða sjúklinga og starfsfólks þannig bætt og tæki uppfærð væru meiri líkur á að draga mætti úr landflóttanum. Læknarnir sem ég hef talað við eygja enga von. Yfirvöld hafa brugðist þjóðinni með því að fresta í sífellu áformum um nýjan spítala og kjaraviðræður við lækna sigldu í strand svo stéttin þurfti að beita verkfallsrétti sínum í fyrsta skipti – sem algjöru neyðarúrræði. Sjálf veit ég ekkert hvað ég get gert. Ég styð læknana. Ég vil að við borgum samkeppnishæf laun hér á landi. Aðeins þannig er von til þess að nýútskrifuðu sérfræðingarnir okkar snúi heim eftir nám og læknarnir sem þegar eru hér fari ekki annað. Ég styð baráttuna fyrir nýjum spítala og er tilbúin að fórna ýmsu svo hann geti risið. Ég veit bara ekkert við hvern ég á að tala. Mig langar ekki að flytja úr landi. Ég vil búa á Íslandi. Ég er búin að prófa annað og hér finnst mér best að vera. En ég vil ekki búa í landi sem getur ekki boðið upp á fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu. Og heilbrigðisþjónustan okkar er orðin annars flokks – um það er heilbrigðisstarfsfólk sammála. Hvers vegna skilja ráðamenn það ekki? Hvers vegna skella þeir skollaeyrum við örvæntingarópunum? Hvernig getum við, sem þjóð, komið skilaboðunum áleiðis? Ég er ráðþrota.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun