Frjálsíþróttafólk í Reykjavík fær takmarkaðan tíma í Höllinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 3. nóvember 2014 06:00 Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, segir það agalegt fyrir afreksfólk að geta ekki notað þá heimsklassaaðstöðu, sem frjálsíþróttahöllin býður upp á, tvisvar á dag. vísir/Ernir Það er ekki bara Handknattleikssamband Íslands sem er óánægt með Laugardalshöllina. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á föstudaginn er Höllin barn síns tíma og stenst ekki lengur gæðastaðla alþjóðlegra kappleikja. Frjálsíþróttafólk er einnig mjög óánægt með hina nýju og glæsilegu frjálsíþróttahöll. Þó ekki aðstöðuna sjálfa, langt því frá. Frjálsíþróttahöllin er í heimsklassa að sögn Þráins Hafsteinssonar, yfirþjálfara frjálsíþróttadeildar ÍR, en gallinn er afar takmarkaður aðgangur reykvísku íþróttafélaganna að höllinni.Meiri tími kostar pening „Hún er ekki opin nema fjóra tíma á dag frá klukkan 16-20 á virkum dögum og 09-14 um helgar. Tvo morgna er svo opið tvær klukkustundir í senn, en höllin þyrfti að vera opin allan daginn,“ segir Þráinn í samtali við Fréttablaðið. Aðgangur að höllinni yfir sumartímann er einnig miklu minni en þörf er á, að sögn Þráins. Opið er þrjá daga í viku tvo tíma senn í júní og lokað er í júlí og ágúst. Þá þurfa frjálsíþróttamenn að víkja fyrir öllum viðburðum sem hægt er að leigja húsið undir allan ársins hring nema seinni part janúar og í febrúar. „Vandamálið er, að þetta var byggt sem einkaframkvæmd og svo gerir borgin leigusamning við rekstraraðila Hallarinnar. Fyrir einhverjum tíu árum var gerður samningur til 25 ára og innifalið í honum var þetta magn af tímum. Í hvert skipti sem við þurfum að fá rýmri opnun kostar það borgina meiri pening. Við erum að sækja á frekari opnun núna og höfum fengið ágætis viðbrögð frá þeim sem ráða í borginni,“ segir Þráinn sem finnst verst að horfa upp á aðstöðuna ónotaða svo klukkutímum skiptir á hverjum degi. „Staðan er þannig að það er lítil leiga á þessu húsi fyrir utan árshátíðir og þannig lagað þannig að við horfum upp á aðstöðuna lokaða stærstan hluta dagsins en samt eru vaktmenn í húsinu að sinna öðrum störfum. Engu að síður er lokað,“ segir Þráinn.Viljum nota Höllina í friði Yfir sex vikna innanhússkeppnistímabil er Höllin ekki leigð út fyrir árshátíðir og sýningar og fleira, en á öllum öðrum tímum þarf frjálsíþróttafólkið að víkja. Þá var hún t.a.m. lokuð fyrir frjálsar í þrjár vikur á dögunum þegar Evrópumótið í hópfimleikum fór fram. „Á meðan á lokun stóð voru 23 æfingaflokkar bara hjá ÍR sendir út á gaddinn eða í aðstöðu sem engan veginn er boðleg. Æft var undir stúkunni á Laugardalsvelli, í fundarsalnum í Þróttarheimilinu, í danssalnum í ÍR-heimlinu eða þá að fólk fór á skauta eða í sund,“ segir Þráinn, en eðli málsins samkvæmt þurfa afreksmenn í frjálsum að æfa miklu meira við bestu aðstæður en í boði er. „Þeir þurfa að æfa tvisvar á dag, en við fáum bara tvo morgna sem er engan veginn nógu mikið. Þessir íþróttamenn þurfa bara að bjarga sér annars staðar úti í bæ og lyfta í World Class eða öðrum líkamsræktarstöðvum. Allt þetta á meðan við horfum upp á heimsklassaaðstöðu ónýtta. Við erum rosalega ánægð með aðstöðuna eins og ég segi, en við viljum fá að nota hana miklu meira og það í friði frá árshátíðum og sýningarhaldi og slíku,“ segir Þráinn.Vont í mikilli samkeppni Á meðan liðin í Reykjavík þurfa að glíma við framangreind vandamál er félag eins og FH í frábærri stöðu með sitt eigið frjálsíþróttahús sem það hefur eðlilega mun meiri og betri aðgang að. „Það er komin mikil samkeppni í Hafnarfirði þar sem FH fær rýmri opnun fyrir sig. Við í ÍR deilum Höllinni ásamt Ármanni, Fjölni og KR. FH-ingar hafa mun betra aðgengi að sinni aðstöðu og þar liggur munurinn. Við höfum haft þetta forskot á þau en nú getum við dregist aftur úr í baráttunni,“ segir Þráinn Hafsteinsson. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Laugardalshöllin ræður ekki við kröfurnar Eftirlitsmaður EHF setti út á umgjörðina í Laugardalshöllinni sem er barns síns tíma að sögn Einars Þorvarðarsonar hjá HSÍ. 31. október 2014 07:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Það er ekki bara Handknattleikssamband Íslands sem er óánægt með Laugardalshöllina. Eins og kom fram í Fréttablaðinu á föstudaginn er Höllin barn síns tíma og stenst ekki lengur gæðastaðla alþjóðlegra kappleikja. Frjálsíþróttafólk er einnig mjög óánægt með hina nýju og glæsilegu frjálsíþróttahöll. Þó ekki aðstöðuna sjálfa, langt því frá. Frjálsíþróttahöllin er í heimsklassa að sögn Þráins Hafsteinssonar, yfirþjálfara frjálsíþróttadeildar ÍR, en gallinn er afar takmarkaður aðgangur reykvísku íþróttafélaganna að höllinni.Meiri tími kostar pening „Hún er ekki opin nema fjóra tíma á dag frá klukkan 16-20 á virkum dögum og 09-14 um helgar. Tvo morgna er svo opið tvær klukkustundir í senn, en höllin þyrfti að vera opin allan daginn,“ segir Þráinn í samtali við Fréttablaðið. Aðgangur að höllinni yfir sumartímann er einnig miklu minni en þörf er á, að sögn Þráins. Opið er þrjá daga í viku tvo tíma senn í júní og lokað er í júlí og ágúst. Þá þurfa frjálsíþróttamenn að víkja fyrir öllum viðburðum sem hægt er að leigja húsið undir allan ársins hring nema seinni part janúar og í febrúar. „Vandamálið er, að þetta var byggt sem einkaframkvæmd og svo gerir borgin leigusamning við rekstraraðila Hallarinnar. Fyrir einhverjum tíu árum var gerður samningur til 25 ára og innifalið í honum var þetta magn af tímum. Í hvert skipti sem við þurfum að fá rýmri opnun kostar það borgina meiri pening. Við erum að sækja á frekari opnun núna og höfum fengið ágætis viðbrögð frá þeim sem ráða í borginni,“ segir Þráinn sem finnst verst að horfa upp á aðstöðuna ónotaða svo klukkutímum skiptir á hverjum degi. „Staðan er þannig að það er lítil leiga á þessu húsi fyrir utan árshátíðir og þannig lagað þannig að við horfum upp á aðstöðuna lokaða stærstan hluta dagsins en samt eru vaktmenn í húsinu að sinna öðrum störfum. Engu að síður er lokað,“ segir Þráinn.Viljum nota Höllina í friði Yfir sex vikna innanhússkeppnistímabil er Höllin ekki leigð út fyrir árshátíðir og sýningar og fleira, en á öllum öðrum tímum þarf frjálsíþróttafólkið að víkja. Þá var hún t.a.m. lokuð fyrir frjálsar í þrjár vikur á dögunum þegar Evrópumótið í hópfimleikum fór fram. „Á meðan á lokun stóð voru 23 æfingaflokkar bara hjá ÍR sendir út á gaddinn eða í aðstöðu sem engan veginn er boðleg. Æft var undir stúkunni á Laugardalsvelli, í fundarsalnum í Þróttarheimilinu, í danssalnum í ÍR-heimlinu eða þá að fólk fór á skauta eða í sund,“ segir Þráinn, en eðli málsins samkvæmt þurfa afreksmenn í frjálsum að æfa miklu meira við bestu aðstæður en í boði er. „Þeir þurfa að æfa tvisvar á dag, en við fáum bara tvo morgna sem er engan veginn nógu mikið. Þessir íþróttamenn þurfa bara að bjarga sér annars staðar úti í bæ og lyfta í World Class eða öðrum líkamsræktarstöðvum. Allt þetta á meðan við horfum upp á heimsklassaaðstöðu ónýtta. Við erum rosalega ánægð með aðstöðuna eins og ég segi, en við viljum fá að nota hana miklu meira og það í friði frá árshátíðum og sýningarhaldi og slíku,“ segir Þráinn.Vont í mikilli samkeppni Á meðan liðin í Reykjavík þurfa að glíma við framangreind vandamál er félag eins og FH í frábærri stöðu með sitt eigið frjálsíþróttahús sem það hefur eðlilega mun meiri og betri aðgang að. „Það er komin mikil samkeppni í Hafnarfirði þar sem FH fær rýmri opnun fyrir sig. Við í ÍR deilum Höllinni ásamt Ármanni, Fjölni og KR. FH-ingar hafa mun betra aðgengi að sinni aðstöðu og þar liggur munurinn. Við höfum haft þetta forskot á þau en nú getum við dregist aftur úr í baráttunni,“ segir Þráinn Hafsteinsson.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Laugardalshöllin ræður ekki við kröfurnar Eftirlitsmaður EHF setti út á umgjörðina í Laugardalshöllinni sem er barns síns tíma að sögn Einars Þorvarðarsonar hjá HSÍ. 31. október 2014 07:00 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sjá meira
Laugardalshöllin ræður ekki við kröfurnar Eftirlitsmaður EHF setti út á umgjörðina í Laugardalshöllinni sem er barns síns tíma að sögn Einars Þorvarðarsonar hjá HSÍ. 31. október 2014 07:00