Skuldir heimilanna lækka um 80 milljarða Ásmundur Einar Daðason og Frosti Sigurjónsson og Willum Þór Þórsson skrifa 5. nóvember 2014 07:00 Höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna. Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á. Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr. 110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.Skuldaleiðrétting Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun. Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Willum Þór Þórsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Höfuðstólsleiðrétting ríkisstjórnarinnar skilar hátt í 70 þúsund heimilum lækkun á húsnæðisskuldum sem nemur samtals 80 milljörðum. Aðgerðin er fjármögnuð með hækkun skatta á fjármálafyrirtæki og ekki síst með því að afturkalla skattundanþágu sem fyrri ríkisstjórn hafði veitt slitabúum gömlu bankanna. Það er dapurlegt að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur (JS) hafi ákveðið að undanskilja slitabúin og þar með erlenda kröfuhafa frá skatti upp á tugi milljarða. Þess í stað var í þrígang reynt að koma skuldum fallinna einkabanka á herðar íslenskra heimila með Icesave-samningum. Það er ljóst að sá gríðarlegi niðurskurður í heilbrigðis- og velferðarkerfi sem ríkisstjórn JS fór í hefði ekki þurft að koma til hefði ríkisstjórnin ákveðið að skattleggja eignir erlendu kröfuhafanna eins og Framsóknarmenn bentu á. Um 69 þúsund heimili sóttu um niðurfærslu lána vegna húsnæðiskaupa. Sýnir það hve þörfin var brýn, enda þurftu heimilin í landinu að bera uppi kostnaðinn á hruninu, með auknum sköttum, hækkandi verðlagi á sama tíma og húsnæðislán heimilanna hækkuðu mikið. Meðalfjárhæð niðurfærslu á hvert heimili verður líklega vel yfir 1 mkr. 110%-leið fyrri ríkisstjórnar nýttist aðallega tekjuhæstu heimilum en skildi þau tekjulægri eftir með vandann. 110%-leiðin fól í sér að bankar afskrifuðu lán sem voru yfir 110% af markaðsvirði fasteigna. Leiðin nýttist aðeins um 10% heimila með verðtryggðar húsnæðisskuldir. Um 1% heimilanna hrepptu helming niðurfærslunnar, rúmlega 20 milljarða króna. Þessi 775 heimili fengu hvert yfir 15 mkr. niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslu um 26 mkr. Dæmi eru um einstaklinga sem fengu meira en 100 milljónir afskrifaðar. Fyrri ríkisstjórn ber þannig ábyrgð á 20 milljarða króna niðurfærslu á lánum auðugasta hluta þjóðarinnar. Ríkisstjórn JS lækkaði skuldir tekjumesta fólksins á sama tíma og erlendir kröfuhafar voru undanskildir eðlilegum skattgreiðslum.Skuldaleiðrétting Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fór aðra og sanngjarnari leið. Hámarksleiðrétting á hvert heimili var ákveðin fjórar milljónir króna. Skuldaleiðréttingin er þannig útfærð að þeir tekjulægri fá hlutfallslega meira. Hátt í helmingur leiðréttingarinnar fer til heimila með undir 6 milljón krónur í árslaun. Heimili þar sem tveir einstaklingar eru hvor um sig með undir 250 þús. krónur í mánaðarlaun. Skuldaleiðréttingin er efnahagsleg aðgerð og fær jákvæðar umsagnir hjá erlendum aðilum og lánshæfismatsfyrirtæki hafa t.d. hækkað lánshæfismat Íslands. Þá hefur alþjóðlegt lánshæfismat fjármálafyrirtækja hér á landi einnig hækkað. Lækkun skulda er að mati margra erlendra hagfræðinga skilvirkasta leiðin til að draga úr neikvæðum afleiðingum efnahagsáfalls og flýta fyrir endurbata hagkerfisins. Talsmenn stjórnarandstöðunnar, sem á hátíðarstundum kenna sig við velferð og jöfnuð, reyna að gera lítið úr leiðréttingu ríkisstjórnarinnar á skuldum heimilanna. En hið rétta er að leiðréttingin dreifist mun jafnar en aðgerðir fyrri ríkisstjórnar og heimilin munar um að fá skuldalækkun upp á 80 milljarða. Í stað þess að slá ryki í augu almennings ættu þingmenn stjórnarandstöðunnar að styðja ríkisstjórnina í því að lækka skuldir íslenskra heimila.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar