Menntaskólinn í Reykjavík er alltaf númer átján í röðinni MR-ingar skrifar 8. nóvember 2014 07:00 Við Lækjargötuna stendur fallegt hús með langa sögu. Þar var þjóðfundurinn haldinn og þar hafa margir þeirra sem gert hafa garðinn frægan á Íslandi gengið um ganga og numið fræði af snjöllum lærimeisturum. Skólahúsið, gamla bókhlaðan Íþaka og fjósið sem breytt var í kennslustofur eru eins og leikmynd utan um löngu horfna tíma. Hér stunduðu nám á sínum tíma ekki bara einn heldur tveir menn sem síðar fengu Nóbelsverðlaun hvor á sínu sviði, Niels Finsen í læknisfræði og Halldór Guðjónsson frá Laxnesi í bókmenntum. Sögu MR geta menn auðveldlega rakið næstum 170 ár aftur í tímann, en skólinn er arftaki skólanna á Bessastöðum og áður í Skálholti. Þá fer sagan að teygja sig upp í nærri þúsund ár. Sagan er fróðleg, en enginn lifir endalaust á fornri frægð. Á hverju ári bætist við afrekaskrá nemenda skólans. Þeir skara fram úr í hverri keppninni á fætur annarri þar sem byggt er á þekkingu, innsæi og frumleika, ár eftir ár. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeim farnast betur að jafnaði en nemendum frá öðrum skólum. Margir ráðamenn þjóðarinnar fyrr og síðar eru stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Því hefði mátt búast við því að þeir hefðu viljað búa vel að skólanum sem bjó þá undir lífið. Engum kæmi á óvart að margir þeirra vildu gæta þess að rekstur og húsakostur elstu menntastofnunar þjóðarinnar væru ekki til vansa. Fáir hefðu láð þeim það.Ekkert bólar á efndum Þannig er það samt ekki. Síðast var byggt nýtt húsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík á sjöunda áratug síðustu aldar. Síðan er liðin hálf öld þar sem fátt gerðist annað en að velunnari skólans gaf honum glæsilegt hús að gjöf, sem nokkru þurfti að kosta til þannig að það nýttist skólanum. Annað hefur ekki verið byggt. Fyrir rúmlega áratug tóku ráðamenn í Reykjavík og menntamálaráðuneytinu saman höndum og skrifuðu undir samkomulag um að byggt skyldi hús sem hýsti kennslustofur, íþrótta- og fyrirlestrasali og félagsaðstöðu fyrir nemendur. Enn þann dag í dag bólar ekkert á efndum. Auðvitað þarf að forgangsraða í ríkisfjármálum. Auðvitað á að fara vel með peninga almennings. En það á ekki að refsa Menntaskólanum í Reykjavík fyrir útsjónarsemi og hófsemd. Aðrir skólar eru aftur og aftur teknir fram fyrir MR í röðinni þegar kemur að framkvæmdum. Í fyrra samþykkti Alþingi viðbótarfjárveitingu til skólans, sem hann hefur þó ekki notið enn vegna tæknilegra skilyrða sem sett voru við lokafrágang fjárlaga. Nú er lag að alþingismenn setji Menntaskólann í Reykjavík fremstan í röðina og ákveði að ríkið standi við samkomulagið frá árinu 2003. Á árunum 2017-19 er hægt að ljúka byggingarframkvæmdum við skólann þannig að honum verði loksins búin sú umgjörð sem hann og nemendur hans eiga skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Benedikt Jóhannesson Birna Þórarinsdóttir Nóbelsverðlaun Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við Lækjargötuna stendur fallegt hús með langa sögu. Þar var þjóðfundurinn haldinn og þar hafa margir þeirra sem gert hafa garðinn frægan á Íslandi gengið um ganga og numið fræði af snjöllum lærimeisturum. Skólahúsið, gamla bókhlaðan Íþaka og fjósið sem breytt var í kennslustofur eru eins og leikmynd utan um löngu horfna tíma. Hér stunduðu nám á sínum tíma ekki bara einn heldur tveir menn sem síðar fengu Nóbelsverðlaun hvor á sínu sviði, Niels Finsen í læknisfræði og Halldór Guðjónsson frá Laxnesi í bókmenntum. Sögu MR geta menn auðveldlega rakið næstum 170 ár aftur í tímann, en skólinn er arftaki skólanna á Bessastöðum og áður í Skálholti. Þá fer sagan að teygja sig upp í nærri þúsund ár. Sagan er fróðleg, en enginn lifir endalaust á fornri frægð. Á hverju ári bætist við afrekaskrá nemenda skólans. Þeir skara fram úr í hverri keppninni á fætur annarri þar sem byggt er á þekkingu, innsæi og frumleika, ár eftir ár. Þegar í háskóla er komið hafa stúdentar frá skólanum upp til hópa reynst vel undirbúnir og þeim farnast betur að jafnaði en nemendum frá öðrum skólum. Margir ráðamenn þjóðarinnar fyrr og síðar eru stúdentar frá Menntaskólanum í Reykjavík. Því hefði mátt búast við því að þeir hefðu viljað búa vel að skólanum sem bjó þá undir lífið. Engum kæmi á óvart að margir þeirra vildu gæta þess að rekstur og húsakostur elstu menntastofnunar þjóðarinnar væru ekki til vansa. Fáir hefðu láð þeim það.Ekkert bólar á efndum Þannig er það samt ekki. Síðast var byggt nýtt húsnæði fyrir Menntaskólann í Reykjavík á sjöunda áratug síðustu aldar. Síðan er liðin hálf öld þar sem fátt gerðist annað en að velunnari skólans gaf honum glæsilegt hús að gjöf, sem nokkru þurfti að kosta til þannig að það nýttist skólanum. Annað hefur ekki verið byggt. Fyrir rúmlega áratug tóku ráðamenn í Reykjavík og menntamálaráðuneytinu saman höndum og skrifuðu undir samkomulag um að byggt skyldi hús sem hýsti kennslustofur, íþrótta- og fyrirlestrasali og félagsaðstöðu fyrir nemendur. Enn þann dag í dag bólar ekkert á efndum. Auðvitað þarf að forgangsraða í ríkisfjármálum. Auðvitað á að fara vel með peninga almennings. En það á ekki að refsa Menntaskólanum í Reykjavík fyrir útsjónarsemi og hófsemd. Aðrir skólar eru aftur og aftur teknir fram fyrir MR í röðinni þegar kemur að framkvæmdum. Í fyrra samþykkti Alþingi viðbótarfjárveitingu til skólans, sem hann hefur þó ekki notið enn vegna tæknilegra skilyrða sem sett voru við lokafrágang fjárlaga. Nú er lag að alþingismenn setji Menntaskólann í Reykjavík fremstan í röðina og ákveði að ríkið standi við samkomulagið frá árinu 2003. Á árunum 2017-19 er hægt að ljúka byggingarframkvæmdum við skólann þannig að honum verði loksins búin sú umgjörð sem hann og nemendur hans eiga skilið.
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar