Vegurinn til glötunar Birgir Dýrfjörð skrifar 13. nóvember 2014 07:00 Leiðarvísar við þjóðvegi eru oft kallaðir vegprestar. Þeir vísa veginn. Þegar mikill munur þykir á orðum og gjörðum ýmiss konar predikara er þeim því oft líkt við vegpresta, og þá með þeirri skýringu að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir. Þykir þá sannast, sem sagt er, að vegurinn til glötunar er varðaður fögrum fyrirheitum. Mér komu þau orð í huga þegar ég las í 3. grein í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem samþykktar voru á 22. þingi þess í Sao Paulo, þar sem segir um samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar: „að samþykkja ekki neins konar pólitískt bandalag eða samvinnu, á hvaða stigi sem er, við hvern þann stjórnmálaflokk sem hvetur til eða reynir að kynda undir þjóðernis- eða kynþáttahatri“. Hér er afdráttarlaust kveðið að orði, ekkert bandalag eða samvinnu „á hvaða stigi sem er“. Í borgarstjórn Fólk, sem með einum eða öðrum hætti aðhyllist hugmyndir jafnaðarstefnunnar um mannréttindi má því vera ánægt með staðfestu þeirra borgarfulltrúa, sem ákváðu að hafa enga samvinnu við Framsóknarflokkinn, meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum vegna þjóðernis- og kynþáttahyggju frambjóðenda hans fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar. Flest fullorðið fólk veit að auðveldara er að gefa fögur fyrirheit en halda þau, og stundum kostar að vera maður orða sinna. Því miður er sú greiðsla þó ekki alltaf öllum laus í hendi. Það er því fagnaðarefni að í borgarstjórn Reykjavíkur er fólk, sem reyndist borgunarmenn fyrir orðum jafnaðarmanna. Sem kjósandi í Reykjavík og fulltrúi í flokksstjórn Samfylkingarinnar finnst mér skylt að þakka því fólki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Leiðarvísar við þjóðvegi eru oft kallaðir vegprestar. Þeir vísa veginn. Þegar mikill munur þykir á orðum og gjörðum ýmiss konar predikara er þeim því oft líkt við vegpresta, og þá með þeirri skýringu að þeir vísa veginn en fara hann ekki sjálfir. Þykir þá sannast, sem sagt er, að vegurinn til glötunar er varðaður fögrum fyrirheitum. Mér komu þau orð í huga þegar ég las í 3. grein í siðareglum Alþjóðasambands jafnaðarmanna, sem samþykktar voru á 22. þingi þess í Sao Paulo, þar sem segir um samstarf við aðrar stjórnmálahreyfingar: „að samþykkja ekki neins konar pólitískt bandalag eða samvinnu, á hvaða stigi sem er, við hvern þann stjórnmálaflokk sem hvetur til eða reynir að kynda undir þjóðernis- eða kynþáttahatri“. Hér er afdráttarlaust kveðið að orði, ekkert bandalag eða samvinnu „á hvaða stigi sem er“. Í borgarstjórn Fólk, sem með einum eða öðrum hætti aðhyllist hugmyndir jafnaðarstefnunnar um mannréttindi má því vera ánægt með staðfestu þeirra borgarfulltrúa, sem ákváðu að hafa enga samvinnu við Framsóknarflokkinn, meðan hann gerir ekki hreint fyrir sínum dyrum vegna þjóðernis- og kynþáttahyggju frambjóðenda hans fyrir síðustu kosningar til borgarstjórnar. Flest fullorðið fólk veit að auðveldara er að gefa fögur fyrirheit en halda þau, og stundum kostar að vera maður orða sinna. Því miður er sú greiðsla þó ekki alltaf öllum laus í hendi. Það er því fagnaðarefni að í borgarstjórn Reykjavíkur er fólk, sem reyndist borgunarmenn fyrir orðum jafnaðarmanna. Sem kjósandi í Reykjavík og fulltrúi í flokksstjórn Samfylkingarinnar finnst mér skylt að þakka því fólki.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar