Opið bréf til heilbrigðisráðherra Bryndís Snæbjörnsdóttir og Friðrik Sigurðsson skrifar 2. desember 2014 07:00 Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Snæbjörnsdóttir Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ágæti ráðherra. Tilefni þessara bréfaskrifa eru ekki sérlega ánægjuleg. Eins og þú veist manna best þá voru gerðar breytingar á kostnaðarþátttöku notenda í bleyjukaupum og ýmsum öðrum hjálpartækjum við setningu nýrrar reglugerðar sem tók gildi um síðustu áramót. Við sendum þér opið bréf sem birtist í Fréttablaðinu 6. febrúar sl. jafnframt því sem við sendum það til þín í ráðuneytið þitt. Því miður hefur þú ekki látið svo lítið að svara tilskrifum okkar og þykir okkur það ákaflega miður og lítilsvirðing við þá notendur sem í hlut eiga en þeir eiga margir hverjir erfitt með að bera hönd fyrir höfuð sér og verjast ósanngjarnri gjaldtöku af hálfu hins opinbera. Eins og við sögðum þér í fyrra bréfi þá hefur þessi gjaldtaka veruleg áhrif á lífskjör hjá fólki sem vegna veikinda eða fötlunar er háð því að nota bleyjur og undirbreiðslur að staðaldri. Þegar við skrifuðum þér síðast höfðum við aflað okkur upplýsinga um kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum. Samkvæmt okkar útreikningi áætluðum við að kostnaðarhlutdeild notenda í bleyjukaupum gæti numið 4–5.000 krónum á mánuði. Fyrir einstakling sem einungis hefur örorkulífeyri til framfærslu munar töluvert um 5.000 krónur á mánuði þar sem hann hefur einungis 162.546 krónur til ráðstöfunar eftir skatt á mánuði. Sanngirnismál Það ætti að vera öllum ljóst að fólk sem komið er af barnsaldri óskar ekki eftir bleyjum til eigin nota nema að það þurfi á þeim að halda. Það er skoðun Landssamtakanna Þroskahjálpar að kostnaður sem tilkominn er vegna fötlunar einstaklings eigi að koma úr sameiginlegum sjóðum. Því sé hér um sanngirnismál að ræða og eðlilegt að Sjúkratryggingar Íslands greiði slík hjálpartæki að fullu. Frá því að við skrifuðum þér síðast, Kristján, þá hefur ástandið versnað til muna því krónutalan á bak við 10% kostnaðarhlutdeildina hefur hækkað til muna og kunnum við engar skýringar á því nema væntanlega hækkað verð á bleyjum. Fólk er orðið bæði reitt og áhyggjufullt og finnst þessi gjaldtaka ósanngjörn. Foreldrum stálpaðra fatlaðra barna og fullorðins fólks sem þarf fötlunar sinnar vegna að nota bleyjur dagsdaglega þykir ómaklega að sér vegið. Eða eins og einn faðir sem hafði samband við okkur orðaði það: „Nú eru þeir loksins búnir að finna breiðu bökin, þá sem geta borgað.“ Hann var reiður þessi faðir, mjög reiður, og það er skiljanlegt. Við skorum á þig, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra, að endurskoða umrædda reglugerð og færa hana aftur til fyrra horfs, þ.e. í 100% greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna bleyjukaupa einstaklinga þriggja ára og eldri. Að lokum viljum við minna þig á fyrri ábendingu okkar er varðar hag fólks sem einungis hefur bætur almannatrygginga sér til framfærslu. Það er að þær breytingar sem núverandi ríkisstjórn hefur gert á bótum almannatrygginga hafa ekki komið þeim einstaklingum til góða og því má fullyrða að hagur þessa fólks hefur versnað frá því sem áður var og ekki er hægt að tala um að hann hafi verið sérstaklega góður fyrir.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar