Um jólin og hamingjuna Edda Björk Þórðardóttir skrifar 4. desember 2014 00:00 Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Sjá meira
Senn koma jólin. Þau hafa mismunandi merkingu fyrir okkur öll og reynsla okkar af undirbúningi þeirra er misjöfn. Þær tilfinningar sem við tengjum við jólin markast af ýmsum þáttum s.s. uppeldi okkar, væntingum annarra til okkar á þessum tíma og því miður, fjárhag. Jólin hafa í vaxandi mæli verið klædd í stórkostlegan búning markaðssetningar. Verslanir fara lúmskar leiðir til að hafa áhrif á viðhorf okkar á því hvað sé „tilvalin“ jólagjöf. Bæklingar streyma inn á heimili okkar og undir fyrirsögninni „Jólagjöfin í ár“ eru falleg verðmerkt húsgögn og fatnaður, sem ein og sér kosta tugi þúsunda króna. Ekki má gleyma börnunum, sem fá sinn eigin dótabækling með völdum leikföngum á verðbili sem kaupmenn telja hæfa jólagjöfum. Þar að auki hafa líkamsræktarstöðvarnar nýtt þessa hátíð í markaðssetningu. Úrvalið er fjölbreytt: bæði er hægt að skrá sig í átaksnámskeið fyrir jólin til að fyrirbyggja jólakílóin eða komast í jólakjólinn og síðan eru sérstök námskeið til að koma sér í form eftir jólin. Og ekki má gleyma jólahreingerningunni. Hver veit hvaðan hún kom. Jesúbarnið fæddist í fjárhúsi og enginn var að stressa sig á að allt væri tipp topp og hreint á þeirri stundu. Það er því engin furða að þessi árstími valdi landsmönnum áhyggjum, samviskubiti og/eða streitu.Hamingjan Í öllu þessu jólaáreiti er því nauðsynlegt að loka augunum um stund og hugsa um hvað það er sem veitir okkur raunverulega hamingju. Því hamingjan er ekki eitthvað sem gerist án okkar fyrirhafnar, heldur þurfum við markvisst að rækta það sem færir okkur hana. Rannsóknir hafa sýnt að peningaeyðsla í hluti eykur ekki hamingju okkar, heldur eyðsla í eitthvað sem felur í sér upplifun eða samveru, t.d. að fara á tónleika, út að borða eða að rækta áhugamálin sín. Dýrir jólapakkar eru því ekki uppskriftin að jólagleði okkar eða barna okkar; heldur skemmtilegar samverustundir með þeim sem við elskum. Rannsóknir hafa líka sýnt að ef við leggjum okkur fram við að einblína á það jákvæða í kringum okkur eykst bæði hamingja okkar, þakklæti og bjartsýni. Í jólastressinu er ágætt að bæta á verkefnalistann sinn að taka tíma á hverjum degi til að hugsa um það jákvæða í lífi okkar. Rannsóknir hafa sýnt að það eitt og sér eykur hamingju fólks. Og þegar við erum hamingjusöm smitum við aðra af þeirri gleði sem tengist jólunum; sem er eflaust dýrmætasta jólagjöfin sem við getum gefið.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun