Strákarnir spila gegn NBA-stjörnum á EM næsta haust Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. desember 2014 06:00 Gasol-bræðurnir fara fyrir ógnarsterku liði Spánverja. vísir/AFP Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Þegar ljóst varð að Ísland yrði í B-riðli með hverri stórþjóðinni á fætur annarri á EM í körfubolta næsta haust fór um marga stuðningsmenn íslenska landsliðsins. Það var ljóst að verkefnið hefði varla getað verið erfiðara fyrir strákana okkar sem þreyta frumraun sína á stórmóti í körfubolta í Berlín í septembermánuði næstkomandi. Teitur Örlygsson, fyrrverandi landsliðsmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, fylgdist eins og margir aðrir gríðarlega spenntur með drættinum í fyrradag og honum leist vel á útkomuna. „Mér finnst þetta hálfgerður draumur,“ segir Teitur. „Draumur fyrir kannski alla aðra en leikmenn íslenska landsliðsins enda varla raunhæft að ætlast til þess að liðið fari langt í þessari keppni. Vonandi eiga þeir eftir að valda hinum liðunum einhverjum vandræðum en fyrst og fremst eiga þeir að njóta þess að spila gegn þessum köllum. Það verður hápunktur ferilsins hjá öllum þessum strákum sem fá að taka þátt í þessu,“ segir Teitur. Eins og sjá má á úttektinni hér til hliðar eiga öll liðin sem eru með Íslandi í riðli minnst einn leikmann í NBA-deildinni, líkt og Snorri Örn Arnaldsson körfuboltaþjálfari benti á skömmu eftir dráttinn. Spánverjar, sem Teitur segir að séu fyrirfram með sterkasta lið riðilsins, eiga sjö. „Þetta eru langflestir NBA-leikmenn sem eru að byrja inn á hjá sínum liðum. Þetta eru engir aukvisar og ég á von á að sviðsljósið í keppninni verði fyrst og fremst á þessum riðli,“ segir Teitur. „Svo verða Þjóðverjar á heimavelli og vonandi að þeir fái að njóta krafta þeirra Dirk Nowitzky og Chris Kaman í mótinu. Mér finnst líklegt að fyrst Þjóðverjar verða á heimavelli að þeir reyni að koma saman sínu allra sterkasta liði.“ Evrópskir leikmenn í NBA-deildinni hafa ekki alltaf getað gefið kost á sér þegar lönd þeirra keppa á Evrópumeistaramóti en Teitur telur að stemningin fyrir þessari keppni sé slík að það sé vilji hjá langflestum þeirra til að taka þátt. „Sérstaklega í þessum riðli. Hann er það sterkur að öll lið vilja mæta til leiks með sína allra bestu leikmenn.“ Evrópumeistaramótið í körfubolta hefst þann 5. nóvember og stendur yfir í fimmtán daga. Fjögur lið úr hverjum riðli komast áfram í 16-liða úrslitin í keppninni.grafík/fréttablaðið
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18 Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09 Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01 Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Sjá meira
Strákarnir mæta Dirk Nowitzki í fyrsta leik Fá einn hvíldarlag í dauðariðilinum á EM á næsta ári. 8. desember 2014 17:18
Ísland mætir ógnarsterkum liðum í Berlín Ísland í riðil með risaþjóðum á EM í körfubolta sem fer fram næsta haust. 8. desember 2014 15:09
Hannes: Hinum þjóðunum leist ágætlega á að vera með Íslandi í riðli Frábært tækifæri fyrir íslenskan körfubolta, segir formaður KKÍ. 8. desember 2014 17:01