Tólf látnir í árás á skrifstofur tímarits í París Atli Ísleifsson skrifar 7. janúar 2015 11:19 Árásin átti sér stað í ellefta hverfi í París. Vísir/Getty Tólf manns eru látnir og sjö særðir eftir að þrír hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þetta er það sem við vitum um árásina. Ítarlegri umfjöllun er fyrir neðan punktana.Þrír byssumenn réðust inn á skrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í morgun og hófu skothríð.Yfirvöld hafa staðfest að 12 hafi látist; tíu starfsmenn blaðsins og tveir lögreglumenn. Fimm aðrir eru með alvarlega áverka.Árásarmennirnir flúðu af vettvangi og stálu bifreið til að komast undan. Þeir ganga enn lausir.Forseti Frakklands François Hollande hefur sagt að þjóðin sé í áfalli eftir, það sem hann kallaði, hryðjuverkaárás.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Charlie Hebdo verður fyrir árásum í kjölfar birtinga skopmyndateikninga af Múhameð spámanni. Sprengjuárás var gerð á skrifstofur þeirra árið 2011 og hótanir hafa borist um árásir nýverið. Sjónarvottar segjast hafa heyrt mikla skothríð og að árásarmennirnir hafi notast við Kalashnikov-hríðskotariffla. Síðar hafi sést til mannanna flýja af vettvangi.Í frétt BBC segir að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Fimm hinna særðu eru í lífshættu. Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi kallað „spámannsins Múhameðs hefur verið hefnt“.Í einu myndbandanna sem sjónarvottar tóku af árásinni má sjá árásarmennina skjóta lögreglumann til bana með köldu blóði.Lögregla hefur girt af svæðið í kringum skrifstofurnar. Á vef Guardian segir að skotför hafi verið á lögreglubíl sem var lagður nokkur hundruð metrum frá skrifstofunni, á Boulevard Richard-Lenoir. Tímaritið hefur áður vakið mikið umtal vegna háðsádeilu sinnar á fréttir og málefni líðandi stundar. Í síðasta tísti tímaritsins fyrir árásina var birt mynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Eldsprengju var varpað á skrifstofur tímaritsins árið 2011 eftir að hafa birt teiknimyndir af leiðtogum múslíma. Þá voru margir sem gagnrýndu tímaritið fyrir að birta Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008. Að neðan má sjá myndband sem fréttamaðurinn Martin Boudot birti á Twitter þar sem sjá má blaðamenn sem hafa leitað skjóls á þaki skrifstofubyggingar Charlie Hebdo.Uppfært: Hæsta viðbúnaðarstigi vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar hefur nú verið komið á. Francois Hollande Frakklandsforseti er nú mættur á staðinn og hefur hann tilkynnt að ríkisstjórn verði kölluð saman vegna málsins.Í frétt Le Monde segir að þetta sé mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu landsins frá árinu 1835. Þá segir að árásin hafi átt sér stað þegar ritstjórnarfundur stóð yfir á skrifstofum blaðsins.Búið er að bera kennsl á árásarmennina þrjá. Tveir þeirra eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagðir franskir ríkisborgarar. Þeir heita Said Kouachi, Cherif Koachi og Hamyd Mourad.Ertu á staðnum? Hafðu samband við Vísi í ritstjorn@visir.is.Síðasta Twitter-færsla tímaritsins fyrir árásina var skopmynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Meilleurs vœux, au fait. pic.twitter.com/a2JOhqJZJM— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) January 7, 2015 Sjónarvottur í nærliggjandi húsi tók þetta myndband á farsímann af árásarmönnunum fyrir utan skrifstofur Charlie Hedbo. Fjöldi fólks um allan heim vottar fórnarlömbunum virðingu sína á Twitter og merkja færslurnar #CharlieHedbo og #jesuischarlie. Þar birta teiknarar einnig fjöldan allan af skopmyndum til stuðnings tímaritinu. Tweets about #charliehedbo AND #jesuischarlie Car used by gunmen in #CharlieHebdo attack removed by police from road in northern Paris http://t.co/AQAzDDybrM pic.twitter.com/OGr27G6pRQ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 The 4 French cartoonists killed in #CharlieHebdo attack http://t.co/qdxTYjYrXu Cabu, Tignous, Charb, Wolinski pic.twitter.com/79cHNs7HcZ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 Charlie Hebdo Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Tólf manns eru látnir og sjö særðir eftir að þrír hettuklæddir menn réðust inn á ritstjórnarskrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í 11. hverfi Parísarborgar. Þetta kemur fram á vef Reuters. Þetta er það sem við vitum um árásina. Ítarlegri umfjöllun er fyrir neðan punktana.Þrír byssumenn réðust inn á skrifstofur satírutímaritsins Charlie Hebdo í morgun og hófu skothríð.Yfirvöld hafa staðfest að 12 hafi látist; tíu starfsmenn blaðsins og tveir lögreglumenn. Fimm aðrir eru með alvarlega áverka.Árásarmennirnir flúðu af vettvangi og stálu bifreið til að komast undan. Þeir ganga enn lausir.Forseti Frakklands François Hollande hefur sagt að þjóðin sé í áfalli eftir, það sem hann kallaði, hryðjuverkaárás.Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Charlie Hebdo verður fyrir árásum í kjölfar birtinga skopmyndateikninga af Múhameð spámanni. Sprengjuárás var gerð á skrifstofur þeirra árið 2011 og hótanir hafa borist um árásir nýverið. Sjónarvottar segjast hafa heyrt mikla skothríð og að árásarmennirnir hafi notast við Kalashnikov-hríðskotariffla. Síðar hafi sést til mannanna flýja af vettvangi.Í frétt BBC segir að tveir hinna látnu séu lögreglumenn. Fimm hinna særðu eru í lífshættu. Sjónarvottar segja að árásarmennirnir hafi kallað „spámannsins Múhameðs hefur verið hefnt“.Í einu myndbandanna sem sjónarvottar tóku af árásinni má sjá árásarmennina skjóta lögreglumann til bana með köldu blóði.Lögregla hefur girt af svæðið í kringum skrifstofurnar. Á vef Guardian segir að skotför hafi verið á lögreglubíl sem var lagður nokkur hundruð metrum frá skrifstofunni, á Boulevard Richard-Lenoir. Tímaritið hefur áður vakið mikið umtal vegna háðsádeilu sinnar á fréttir og málefni líðandi stundar. Í síðasta tísti tímaritsins fyrir árásina var birt mynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Eldsprengju var varpað á skrifstofur tímaritsins árið 2011 eftir að hafa birt teiknimyndir af leiðtogum múslíma. Þá voru margir sem gagnrýndu tímaritið fyrir að birta Múhameðs-teikningar Jyllands-Posten árið 2008. Að neðan má sjá myndband sem fréttamaðurinn Martin Boudot birti á Twitter þar sem sjá má blaðamenn sem hafa leitað skjóls á þaki skrifstofubyggingar Charlie Hebdo.Uppfært: Hæsta viðbúnaðarstigi vegna mögulegrar hryðjuverkaárásar hefur nú verið komið á. Francois Hollande Frakklandsforseti er nú mættur á staðinn og hefur hann tilkynnt að ríkisstjórn verði kölluð saman vegna málsins.Í frétt Le Monde segir að þetta sé mannskæðasta hryðjuverkaárás í sögu landsins frá árinu 1835. Þá segir að árásin hafi átt sér stað þegar ritstjórnarfundur stóð yfir á skrifstofum blaðsins.Búið er að bera kennsl á árásarmennina þrjá. Tveir þeirra eru bræður frá París og sá þriðji er frá Reims. Allir eru þeir sagðir franskir ríkisborgarar. Þeir heita Said Kouachi, Cherif Koachi og Hamyd Mourad.Ertu á staðnum? Hafðu samband við Vísi í ritstjorn@visir.is.Síðasta Twitter-færsla tímaritsins fyrir árásina var skopmynd af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga hryðjuverkasamtakanna ISIS. Meilleurs vœux, au fait. pic.twitter.com/a2JOhqJZJM— Charlie Hebdo (@Charlie_Hebdo_) January 7, 2015 Sjónarvottur í nærliggjandi húsi tók þetta myndband á farsímann af árásarmönnunum fyrir utan skrifstofur Charlie Hedbo. Fjöldi fólks um allan heim vottar fórnarlömbunum virðingu sína á Twitter og merkja færslurnar #CharlieHedbo og #jesuischarlie. Þar birta teiknarar einnig fjöldan allan af skopmyndum til stuðnings tímaritinu. Tweets about #charliehedbo AND #jesuischarlie Car used by gunmen in #CharlieHebdo attack removed by police from road in northern Paris http://t.co/AQAzDDybrM pic.twitter.com/OGr27G6pRQ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015 The 4 French cartoonists killed in #CharlieHebdo attack http://t.co/qdxTYjYrXu Cabu, Tignous, Charb, Wolinski pic.twitter.com/79cHNs7HcZ— BBC Breaking News (@BBCBreaking) January 7, 2015
Charlie Hebdo Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira