Úlfar í trúargæru Hildur Björnsdóttir skrifar 19. janúar 2015 11:36 Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. Áhyggjufull á svip spurði hún hvers vegna sonur minn hefði ekkert heimsótt dóttur hennar síðustu daga. Ég sagði henni að það ætti sér allt eðlilegar skýringar og að hann myndi án efa knýja dyra yfir helgina. Henni varð auðsjáanlega létt. Hún hafði haft áhyggjur af því að atburðir liðinna vikna hefðu skotið loku fyrir frekari samskipti fjölskyldnanna. Þau eru nefnilega múslimar. Sonur minn gengur í grunnskóla í vestur London þar sem daglega koma saman börn af öllum þjóðfélagsbrotum. Þar eru börn úr efnuðum breskum fjölskyldum. Börn úr fátækum breskum fjölskyldum. Börn innflytjenda. Börn frá flestum heimsálfum og fjölbreyttum menningarheimum. Börn af ólíkum trúarbrögðum. Öllum hópum kemur vel saman. Raunar þannig að erfitt er að tala um ólíka hópa. Við erum auðvitað bara einn hópur. Við erum nefnilega öll bara fólk. Umburðarlyndið gagnvart því sem aðgreinir okkur algert. Þegar múslimar fögnuðu trúarhátíðinni Eid í októbermánuði sem leið voru hátíðarhöld í skólanum. Við fjölskyldan létum okkur ekki vanta og glöddumst með vinum okkar. Þegar kristnir fögnuðu jólahátíðinni voru aftur hátíðarhöld í skólanum. Þangað mættu vinir okkar og samglöddust með sambærilegum hætti. Það kemur kannski einhverjum þröngsýnum, fáfróðum, niðursoðnum fýlupokum í opna skjöldu - en ólíkir trúarhópar geta lifað í sátt og samlyndi. Við sameinumst á þeim grundvelli að vera öll fólk og trúarbrögð okkar eiga það flest sammerkt að boða kærleika og frið. Í gegnum söguna hafa glæpir oftsinnis verið framdir í nafni trúar. Þar er kristni engin undantekning. Víða um heim er samkynhneigðum enn mismunað í nafni kristinnar trúar og til eru hópar sem trúa að morð á samkynhneigðum séu vilji guðs. Hér á landi hafa fjölmargir glæpir verið framdir innan kristinna trúfélaga og konur verið kynferðislega misnotaðar í nafni guðs. Það virðist þó öllum ljóst að þessir verknaðir endurspegla ekki innræti né persónugerð kristinna manna. Rétt eins og ástríðuglæpir endurpegla ekki ástina né allt það fólk sem elskar og er elskað. Hryðjuverkaárásin á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og aðrar árásir sem fylgdu í kjölfarið voru reiðarslag fyrir samfélag friðsælla manna. Hræðileg, ófyrirgefanleg, ógeðfelld voðaverk. Atburðirnir voru þó ekki eingöngu glæpur gegn öllum þeim sem féllu, aðstandendum þeirra og tjáningarfrelsinu. Atburðirnir voru ekki síður glæpur gegn öllum þeim friðelskandi múslimum sem lifa á þessari jörð. Glæpur framinn í nafni trúar sem á ekkert sammerkt með árásunum. Glæpur sem alið hefur á fordómum gegn saklausu fólki. Glæpur gegn nágrönnum mínum – vinum mínum - sem vegna atburðanna óttuðust að aðrir óttuðust þau. Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06 Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég gekk heim úr vinnu í vikunni sem leið mætti ég nágrannakonu minni. Hún býr í næsta húsi og börnum okkar er vel til vina. Áhyggjufull á svip spurði hún hvers vegna sonur minn hefði ekkert heimsótt dóttur hennar síðustu daga. Ég sagði henni að það ætti sér allt eðlilegar skýringar og að hann myndi án efa knýja dyra yfir helgina. Henni varð auðsjáanlega létt. Hún hafði haft áhyggjur af því að atburðir liðinna vikna hefðu skotið loku fyrir frekari samskipti fjölskyldnanna. Þau eru nefnilega múslimar. Sonur minn gengur í grunnskóla í vestur London þar sem daglega koma saman börn af öllum þjóðfélagsbrotum. Þar eru börn úr efnuðum breskum fjölskyldum. Börn úr fátækum breskum fjölskyldum. Börn innflytjenda. Börn frá flestum heimsálfum og fjölbreyttum menningarheimum. Börn af ólíkum trúarbrögðum. Öllum hópum kemur vel saman. Raunar þannig að erfitt er að tala um ólíka hópa. Við erum auðvitað bara einn hópur. Við erum nefnilega öll bara fólk. Umburðarlyndið gagnvart því sem aðgreinir okkur algert. Þegar múslimar fögnuðu trúarhátíðinni Eid í októbermánuði sem leið voru hátíðarhöld í skólanum. Við fjölskyldan létum okkur ekki vanta og glöddumst með vinum okkar. Þegar kristnir fögnuðu jólahátíðinni voru aftur hátíðarhöld í skólanum. Þangað mættu vinir okkar og samglöddust með sambærilegum hætti. Það kemur kannski einhverjum þröngsýnum, fáfróðum, niðursoðnum fýlupokum í opna skjöldu - en ólíkir trúarhópar geta lifað í sátt og samlyndi. Við sameinumst á þeim grundvelli að vera öll fólk og trúarbrögð okkar eiga það flest sammerkt að boða kærleika og frið. Í gegnum söguna hafa glæpir oftsinnis verið framdir í nafni trúar. Þar er kristni engin undantekning. Víða um heim er samkynhneigðum enn mismunað í nafni kristinnar trúar og til eru hópar sem trúa að morð á samkynhneigðum séu vilji guðs. Hér á landi hafa fjölmargir glæpir verið framdir innan kristinna trúfélaga og konur verið kynferðislega misnotaðar í nafni guðs. Það virðist þó öllum ljóst að þessir verknaðir endurspegla ekki innræti né persónugerð kristinna manna. Rétt eins og ástríðuglæpir endurpegla ekki ástina né allt það fólk sem elskar og er elskað. Hryðjuverkaárásin á ristjórnarskrifstofur Charlie Hebdo og aðrar árásir sem fylgdu í kjölfarið voru reiðarslag fyrir samfélag friðsælla manna. Hræðileg, ófyrirgefanleg, ógeðfelld voðaverk. Atburðirnir voru þó ekki eingöngu glæpur gegn öllum þeim sem féllu, aðstandendum þeirra og tjáningarfrelsinu. Atburðirnir voru ekki síður glæpur gegn öllum þeim friðelskandi múslimum sem lifa á þessari jörð. Glæpur framinn í nafni trúar sem á ekkert sammerkt með árásunum. Glæpur sem alið hefur á fordómum gegn saklausu fólki. Glæpur gegn nágrönnum mínum – vinum mínum - sem vegna atburðanna óttuðust að aðrir óttuðust þau. Frá örófi alda hefur verið til vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Fólk sem fremur ódæðisverk af hinni og þessari ástæðunni. Undir hinu og þessu yfirskininu. Í heiminum öllum búa milljónir múslima sem trúa á kærleika og frið. Þegar agnarsmár hópur þeirra fremur hryðjuverk undir huliðskikkju trúarinnar segir það ekkert um hópinn sem heild. Hryðjuverkin í París endurspegla ekki múslima. Þau segja ekkert um múslima. Þau endurspegla vont fólk. Illa innrætt, ógeðfellt, veikt fólk. Úlfa í trúargæru.
Af hræsni og mittismálum Hefur lyktarskynið brugðist mér þegar ég finn þef af hræsni? 27. október 2014 11:06
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar