Handbolti

Bent Nyegård: Markvarslan er höfuðverkur Íslands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Katar skrifar
Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. Vísir/Stefán
Bent Nyegård, sérfræðingur Tv2 í Danmörku, ræddi við Fréttablaðið um möguleika íslenska liðsins á HM í Katar.

„Það er öruggt að Ísland kemst upp úr riðlinum og Ísland á möguleika á að komast í 8-liða úrslitin. En leikurinn gegn Svíum verði mikilvægur og ég tel að Aron [Kristjánsson] hafi liðið til að vinna Svíþjóð,“ segir hann.

„Svíar voru skelfilega slakir í æfingaleiknum gegn Dönum um helgina. Þeir halda tryggð við 6-0 vörnina sína og ég sé ákveðna möguleika í stöðunni fyrir íslenska liðið.“

Nyegaard segir að Ísland eigi öflugt lið sem hafi þó sína vankanta.

„Til þess að komast í allra fremstu röð þarftu að vera með markvörð sem er í minnst 35 prósenta hlutfallsmarkvörslu. Það er nauðsynlegt til að vinna spennandi leiki. Markverðir Íslands hafa átt góða leiki inn á milli en ég tel að þessi staða sé eina alvöru vandamál Íslands í dag. En það má laga margt með öflugri markvörslu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×