Colin Jackson: Einhver þurfti að vera sá besti, af hverju ekki ég? Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. janúar 2015 14:00 Colin Jackson, fjórfaldur Evrópumeistari og tvöfaldur heimsmeistari í 110m grindahlaupi, verður á meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem ÍBR og ÍSÍ standa fyrir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í kvöld. Ráðstefnan er haldin í tilefni af Reykjavíkurleikunum sem hefjast í dag, en dagskrá mótsins má sjá hér. Heiti fyrirlestursins hjá Jackson, sem var á toppnum í frjálsíþróttaheiminum í tólf ár, er „Dare to dream“. En hvað er það sem fólk á að láta sig þora að dreyma um? „Það mikilvægasta er, að þegar þú kemur frá lítilli þjóð eins og ég, Wales, þá getur maður gleymst. Sem íþróttamaður þarf maður að dreyma um hvað maður getur afrekað. Ef maður getur mætt þessum draumum með hæfileikum þá áttu góðan möguleika að ná langt. Það mikilvægasta er að geta lagst á koddann á hverju kvöldi vitandi að þú hafi gert þitt allra besta,“ sagði Jackson í viðtali við Vísi í dag. Hann segir það geti verið erfitt fyrir íþróttamenn frá litlum löndum að horfa upp á stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína vinna ógrynni verðlauna mót eftir mót. „Algjörlega. Það bjuggu 2,5 milljónir manna í Wales þegar ég var upp á mitt besta, en ég hugsaði alltaf að það þyrfti einhver að vera sá besti og af hverju ekki ég. Það verður að vera einhver!ô „Ég trúði þessu virkilega og svo var ég heppinn að fæðast með smá hæfileika og þannig varð ég svo sigursæll. Það mikilvægasta er að trúa á sjálfan sig.“ „Þú verður alltaf að halda draumnum á lífi því draumarnir halda þér einbeittum. Hvort sem þú viljir verða heimsmeistari eða eiga langan feril þarftu alltaf að leggja þig allan fram. Þegar ég var ungur dreymdi mig alltaf um að ná langt og enn þann dag í dag dreymir mig um að gera eitthvað öðruvísi og ná árangri.“ Jackson hefur verið beðinn um að halda fyrirlestra út um allan heim. „Fólk skilur mikilvægi þess að fá hvatningu. Ef maður er góður sögumaður getur maður ná góðu sambandi við áhorfendur. Ég vil að allir sem heyri mína sögu viti meira um mig og vonandi getur fólk nýtt mína reynslu,“ segir hann, en þessi magnaði íþróttamaður nýtur sín vel á Íslandi. „Þetta hefur verið frábært. Ég er búinn að taka ógrynni mynda. Ég las að það væri vindasamt hérna en áttaði mig ekki á hversu vindasamt það væri,“ sagði hann og hló. Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikana fer fram um helgina og þar verður Jackson að fylgjast með. Hann hlakkar mikið til að sjá ungt íslenskt afreksfólk á borð við Anítu Hinriksdóttur. „Ég hlakka mikið til. Ég brosi út að eyrum því ég er mikill aðdáandi frjálsíþrótta. Þó ég hafi verið margfaldur meistari og þetta eru orðin eins og viðskipti fyrir mig í dag er ég gríðarlegu aðdáandi,“ segir Jackson. „Ég elska að koma auga á nýja íþróttamenn og það er gaman að fylgjast með fólki sem manni hefur verið bent á. Þá getur maður sagst hafa séð það við upphaf þeirra ferils þegar það er komið á toppinn.“ Evrópumet Jacksons frá árinu 1993 stendur enn þann dag í dag og enginn virðist líklegur til að ná því nema Frakkinn Pascal Martine-Lagard sem hefur hlaupið undir 13 sekúndum. „Pascal stóð sig vel á síðasta ári og var nálægt því. En hann veit að þetta snýst um að halda stöðugleika í bland við smá heppni. Aðstæður verað að vera réttar og viljinn til staðar,“ segir Jackson. „Pascal og þjálfarinn hans, sem ég þekki vel, vita að hann verður að hlaupa nokkrum sinnum til viðbótar undir 13 sekúndum áður en hann virkilega reynir við Evrópumetið. En hann er rosalega hæfileikaríkur.“ Jackson boðar skemmtilegan fyrirlestur í kvöld, en eitt er víst: Hann sjálfur verður í stuði. „Ég held þetta verði gott. Ég vona fólk muni njóta, allavega mun ég hafa gaman að. Ég hef gaman að því að tala og nýt alls. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands þannig vonandi hefur fólk gaman að því að hlusta á mig.“ Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Colin Jackson, fjórfaldur Evrópumeistari og tvöfaldur heimsmeistari í 110m grindahlaupi, verður á meðal fyrirlesara á ráðstefnu sem ÍBR og ÍSÍ standa fyrir í samstarfi við Háskólann í Reykjavík í kvöld. Ráðstefnan er haldin í tilefni af Reykjavíkurleikunum sem hefjast í dag, en dagskrá mótsins má sjá hér. Heiti fyrirlestursins hjá Jackson, sem var á toppnum í frjálsíþróttaheiminum í tólf ár, er „Dare to dream“. En hvað er það sem fólk á að láta sig þora að dreyma um? „Það mikilvægasta er, að þegar þú kemur frá lítilli þjóð eins og ég, Wales, þá getur maður gleymst. Sem íþróttamaður þarf maður að dreyma um hvað maður getur afrekað. Ef maður getur mætt þessum draumum með hæfileikum þá áttu góðan möguleika að ná langt. Það mikilvægasta er að geta lagst á koddann á hverju kvöldi vitandi að þú hafi gert þitt allra besta,“ sagði Jackson í viðtali við Vísi í dag. Hann segir það geti verið erfitt fyrir íþróttamenn frá litlum löndum að horfa upp á stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína vinna ógrynni verðlauna mót eftir mót. „Algjörlega. Það bjuggu 2,5 milljónir manna í Wales þegar ég var upp á mitt besta, en ég hugsaði alltaf að það þyrfti einhver að vera sá besti og af hverju ekki ég. Það verður að vera einhver!ô „Ég trúði þessu virkilega og svo var ég heppinn að fæðast með smá hæfileika og þannig varð ég svo sigursæll. Það mikilvægasta er að trúa á sjálfan sig.“ „Þú verður alltaf að halda draumnum á lífi því draumarnir halda þér einbeittum. Hvort sem þú viljir verða heimsmeistari eða eiga langan feril þarftu alltaf að leggja þig allan fram. Þegar ég var ungur dreymdi mig alltaf um að ná langt og enn þann dag í dag dreymir mig um að gera eitthvað öðruvísi og ná árangri.“ Jackson hefur verið beðinn um að halda fyrirlestra út um allan heim. „Fólk skilur mikilvægi þess að fá hvatningu. Ef maður er góður sögumaður getur maður ná góðu sambandi við áhorfendur. Ég vil að allir sem heyri mína sögu viti meira um mig og vonandi getur fólk nýtt mína reynslu,“ segir hann, en þessi magnaði íþróttamaður nýtur sín vel á Íslandi. „Þetta hefur verið frábært. Ég er búinn að taka ógrynni mynda. Ég las að það væri vindasamt hérna en áttaði mig ekki á hversu vindasamt það væri,“ sagði hann og hló. Frjálsíþróttakeppni Reykjavíkurleikana fer fram um helgina og þar verður Jackson að fylgjast með. Hann hlakkar mikið til að sjá ungt íslenskt afreksfólk á borð við Anítu Hinriksdóttur. „Ég hlakka mikið til. Ég brosi út að eyrum því ég er mikill aðdáandi frjálsíþrótta. Þó ég hafi verið margfaldur meistari og þetta eru orðin eins og viðskipti fyrir mig í dag er ég gríðarlegu aðdáandi,“ segir Jackson. „Ég elska að koma auga á nýja íþróttamenn og það er gaman að fylgjast með fólki sem manni hefur verið bent á. Þá getur maður sagst hafa séð það við upphaf þeirra ferils þegar það er komið á toppinn.“ Evrópumet Jacksons frá árinu 1993 stendur enn þann dag í dag og enginn virðist líklegur til að ná því nema Frakkinn Pascal Martine-Lagard sem hefur hlaupið undir 13 sekúndum. „Pascal stóð sig vel á síðasta ári og var nálægt því. En hann veit að þetta snýst um að halda stöðugleika í bland við smá heppni. Aðstæður verað að vera réttar og viljinn til staðar,“ segir Jackson. „Pascal og þjálfarinn hans, sem ég þekki vel, vita að hann verður að hlaupa nokkrum sinnum til viðbótar undir 13 sekúndum áður en hann virkilega reynir við Evrópumetið. En hann er rosalega hæfileikaríkur.“ Jackson boðar skemmtilegan fyrirlestur í kvöld, en eitt er víst: Hann sjálfur verður í stuði. „Ég held þetta verði gott. Ég vona fólk muni njóta, allavega mun ég hafa gaman að. Ég hef gaman að því að tala og nýt alls. Þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til Íslands þannig vonandi hefur fólk gaman að því að hlusta á mig.“ Viðtalið allt má sjá í spilaranum hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast