Á myndinni má sjá þó nokkra af þeim þjóðarleiðtogum heimsins sem tóku þátt í göngunni en inn á myndina vantar Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, Federicu Mogherini, æðsta talsmann utanríkis-og öryggisstefnu ESB og Anne Hidalgo, borgarstjóra í París.
Þær er af einhverjum ástæðum búið að klippa út af myndinni með myndvinnsluforriti og þá er búið að „blörra“ andlit Simonettu Sommaruga, forseta Sviss.
