„Ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2015 11:05 Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan. Charlie Hebdo Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira
Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, ræddi um íslam, hryðjuverkin í París og sat fyrir svörum hlustenda í Bítinu á Bylgjunni á morgun. Aðspurður hvort að árásirnar í París hefðu ekki svert íslam sagði hann: „Það kemur svo á eftir. Eins og ég rakti í sjónvarpinu, og fleiri hafa rakið en ég, og mér vitrari menn, þá er alveg hægt að rekja þetta til þess að þetta eru Alsírbúar í stríði gegn Frökkum. Ég myndi segja það fyrst og fremst.“ Sverrir setti þetta í samhengi við Alsírstríðið sem geisaði á árunum 1954-1962 milli Alsír og Frakka. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir Alsírbúar létust í átökunum en talan 1,5 milljón hefur verið nefnd í því samhengi. „Þetta er sem sagt bakgrunnurinn. Bakgrunnurinn er ekkert endilega þessar skopteikningar, ég held að þetta sé miklu dýpra en það. Þeir ráðast á frönsk tákn og það er örugglega auðveldlega hægt fyrir íslamska öfgamenn, eftir framsetningu þessara skopmynda, að nota það sem átyllu.“ Þá ræddi Sverrir einnig um Al-Kaída og Íslamska ríkið. Hann sagði marga meðlimi þeirra samtaka fórnarlömb túlkunar öfgamanna á Kóraninum þar sem í hópi þeirra séu meðal annars Tsjetenar, Tyrkir og Alsírbúar sem tali til að mynda ekki arabísku. „Þeim er kennt íslam sem er kannski ekkert íslam.“ Sverrir minntist svo á hernað Bandaríkjanna, og annarra Vesturlanda, í múslimalöndum: „Bandaríkjamenn kalla bara fall borgaranna "collateral damage". Hafið þið séð tölurnar fyrir drónaárásir í Pakistan og Afganistan til dæmis? Það er einn hryðjuverkamaður fyrir hverjar 40 börn og konur. Þá er þetta bara kallað "collateral damage". [...] Ég er að segja að ástand heimsins er slæmt en það er ekkert íslam að kenna.“Segir áróðurinn gegn múslimum bera keim af áróðrinum gegn gyðingumEn er eitthvað við íslam sem dregur frekar að ofbeldismenn heldur en ekki? „Nei, það er ekkert slíkt í íslam. Það er miklu frekar í íslam sem hvetur til friðar... Það er svo hreint og klárt ef að þú lest Kóraninn í samhengi að árás og stríð er ekki samþykkt af Kóraninum, og það er grunnheimild íslam.“ Þá var Sverrir spurður að því í lok opinnar línu hlustenda hvort að því hvort að hann hefði áhyggjur af ofsóknum á hendur múslimum vegna umræðunnar í kjölfar hryðjuverkanna í París: „Mér finnst áróðurinn í Frakklandi og Þýskalandi er farinn að bera nokkurn keim, nú ætla ég ekkert að líkja því við ofsóknir gegn gyðingum eins og þær urðu, en þessi áróður er farinn að bera keim af því sem var í Þýskalandi upp úr 1930, 1932. Þá var hamast á gyðingum með skopmyndum, með áróðri [...] Það var búið til alls konar, þeir átu börn, þeir notuðu blóð [...] Áróðurinn er farinn að líkjast þessum áróðri.“ Hlusta má á viðtalið við Sverri í heild sinni í spilaranum hér að ofan og þegar hann sat fyrir svörum hlustenda í spilaranum að neðan.
Charlie Hebdo Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Sjá meira