Minntist fórnarlambanna með þremur litum í brjóstvasanum
Atli Ísleifsson skrifar
Brjóstvasi Edi Rama.Vísir/Facebook
Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, minntist fórnarlamba hryðjuverkanna í París með því að mæta með þrjá penna í brjóstvasanum á samstöðufundinn sem haldinn var í París í gær. Pennarnir voru í frönsku fánalitunum.
Rama var einn fjölmargra þjóðarleiðtoga sem mætti til Parísar á sunnudaginn til að sýna stuðning sinn við tjáningarfrelsi og baráttuna gegn hryðjuverkum.
Edi Rama heilsar Francois Hollande Frakklandsforseta.Vísir/Facebook