Handbolti

HM hópurinn klár | Guðmundur Árni dettur út

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Aron ræðir við Gunnar Magnússon aðstoðarlandsliðsþjálfara
Aron ræðir við Gunnar Magnússon aðstoðarlandsliðsþjálfara Vísir/daníel
Aron Kristjánsson landsliðþjálfari Íslands í handbolta tilkynnti rétt í þessu leikmannahópinn sem hann fer með á heimsmeistaramótið í Katar. Guðmundur Árni Ólafsson dettur út.

Guðmundur Árni nýtti tækifæri sitt gegn Slóveníu í dag vel en það dugði ekki til að vinna sig inn í lokahópinn því Aron ákvað að taka þrjá örvhenta leikmenn út þar sem bæði Alexander Petersson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geta leikið í horninu á móti Arnóri Þór Gunnarssyni.

Hópurinn lítur svona út:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Eskilstuna Guif

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Raphael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarson, THW Kiel

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, Barcelona

Gunnar Steinn Jónsson, Vfl Gummersbach

Kári Kristján Kristjánsson, Valur

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Sigurbergur Sveinsson, HC Erlangen

Snorri Steinn Guðjónsson, Selestat Alsace HB

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar Löwen

Sverre Andreas Jakobsson, Akureyri

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS




Fleiri fréttir

Sjá meira


×